Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 10
9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Þórir Karl Jónasson formaður: Leigjendasamtökin algjörlega óvirk FÉLAGSMÁL Leigjendasamtökin eru orðin algerlega óvirk vegna fjár- skorts, að sögn Þóris Karls Jónas- sonar, formanns þeirra. „Þetta er allt í biðstöðu eins og er,“ sagði hann. „Við erum að bíða eftir að fá styrki og húsnæði.“ Starfsfólk Leigulistans hefur haft í nógu að snúast við að svara fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér og biður um upplýsingar um rétt leigutaka, að því er fram kom í viðtali blaðsins við Katrínu Þóru Jónsdóttur, starfsmann Leigulistans. Hún sagði að reynt væri að leysa vanda fólks eftir bestu getu með því að vísa því á hvar það gæti fengið umbeðnar upplýsingar. „Leigjendasamtökin eru ekki með skráðan síma, en fólk getur hringt í GSM-símann minn,“ sagði Þórir Karl. Þegar blaðið hafði samband við 118 til að fá uppgefið símanúmer Leigjendasamtakana var gefið upp númer sem reyndist vera hjá nýju fyrirtæki sem heitir Leigu- ráðgjöf. Samkvæmt upplýsingum sem fengust þar selur það þjón- ustu sína, sem felst í því að veita leigusölum og leigutökum nauð- synlegar upplýsingar þegar ganga skal frá leigusamningi. Þetta fyrirtæki er alls óskylt Leigjendasamtökunum, að því er fram kom. - jss SAMKEPPNISMÁL Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Lækna- setursins ehf., býst við að niður- staða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðis- geiranum verði sér í hag. „Ég rek Læknasetrið,“ sagði hann. „Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti.“ Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á sam- keppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinau- tum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. „Við erum í sama húsi og heilsu- gæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrann- sóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síð- an samkvæmt samningi.“ Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viða- miklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með við- skiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. „Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjár- lögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagn- vart keppinautum. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur.“ Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppn- isráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítal- inn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. „Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynileg- ur. Það getur ekki staðist í stjórn- sýslunni að samningar séu leyni- legir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnis- ráði.“ jss@frettabladid.is Eldgos í Grímsvötnum: Óstaðfestar fregnir af gjósku í Noregi ELDGOS Enn er beðið gagna sem sýna endanlegt umfang gjóskufalls frá gosinu í Grímsvötnum sem lauk nú um helgina. Guðrún Larsen, sér- fræðingur í gjóskulaga- og eld- fjallafræði á jarð- og landfræði- stofu Raunvísindastofnunar Há- skóla Íslands, segir að endanlegar niðurstöðu liggi fyrir eftir nokkra daga, en óstaðfestar fregnir hermi að gjósku frá Grímsvatnagosinu hafi orðið vart í Noregi. „Hér heima virðist einhver vott- ur hafa fallið á Akureyri og austur um til Vopnafjarðar,“ segir Guðrún og bætir við að reyndar hafi einnig borist af því fregnir að gjóskufalls hafi líka orðið vart á Egilsstöðum. Ummerki leyna sér þó ekki á jökl- inum þar sem greina má í hvaða átt gjóska hefur borist. „Þar sér mað- ur að dökkur geiri liggur með stefnu yfir Dyngjujökul og Herðu- breið. Gjóskugeirinn sem fór til suðurs náði hins vegar líklega aldrei út fyrir jökulinn, heldur eitt- hvað niður á Skeiðarárjökul,“ sagði Guðrún Larsen og lofaði frekari fregnum af gjóskufalli eftir nokkra daga. - óká NÝ SENDING Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 Mikið úrval Mörkinni 6. Sími 588 5518 Leðurúlpur Rússkinnsúlpur Dúnúlpur Pelskápur Hattar og húfur FORMAÐURINN Þórir Karl Jónasson, formaður Leigjenda- samtakanna, segir þau óvirk eins og mál standa nú. LÆKNASETRIÐ Formaður þess Guðmundur Ingi Eyjólfsson segir Landspítalann reyna að misnota aðstöðu sína gagnvart samkeppnisaðilum. GERVIHNATTARMYND AF VATNAJÖKLI Glöggt mátti sjá öskustrókinn og gjóskufall frá Grímsvatnagosinu á myndum sem teknar voru utan úr geimi áður en dró úr gosinu í lok síðustu viku. Læknir í þremur kærumálum Formaður Læknasetursins í Mjódd hefur kært stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss svo og Heilsugæslunnar fyrir þrjú brot á sam- keppnislögum. Hann segir þá reyna að grafa undan keppinautum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.