Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 14
9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hollensk yfirvöld: Uppræta hryðjuverk HOLLAND Hollensk yfirvöld hafa heitið stríði á hendur hryðju- verkamönnum líkt og þeim sem myrti hollenska kvikmyndagerð- armanninn Theo Van Gogh, sam- kvæmt BBC. „Við ætlum að uppræta starf- semi af þessu tagi,“ sagði Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hol- lands. Maður sem gengur undir nafninu Mohammed B er grun- aður um verknaðinn og verður hann ákærður fyrir morð sem og hryðjuverk. Einnig er hann sakaður um að hafa reynt að drepa lögreglumann og vitni. Hollensk yfirvöld segjast hafa fundið bréf frá óþekktum hópi sem hótar að drepa Ayaan Hirsi Ali. Hún er flóttamaður frá Sómalíu og skrifaði handritið að mynd Van Gogh. ■ AMSTERDAM Maður gengur framhjá blómaskreytingum sem fólk safnaði saman í minningu kvikmynda- gerðarmannsins. FÍKNIEFNI Fimm eru enn í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald fram í des- ember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karls- sonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fund- ust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og toll- gæslu. Rannsóknin leiddi til þess að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póst- sendingu sem stíluð var á mann í Vest- mannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslending- ur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðar- nefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af marí- júana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upp- hafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafa verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með ein- um eða öðrum hætti. hrs@frettabladid.is Fíkniefni í loftpressu Níu hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu af stærri fíkni- efnamálum síðari ára. Fimm eru enn í haldi. Rannsókn miðar vel. DETTIFOSS Rannsóknin er vel á veg komin að sögn Ásgeirs Karlssonar. Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.