Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 89 stk. Keypt & selt 27 stk. Þjónusta 34 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 13 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 5 stk. LAUGAVEGI 62 KRINGLUNNI SÍMI: 551-5444 SÍMI: 533-4555 AFMÆLISVIKA TIL SUNNUDAGS 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ ENN FLEIRI SKÁLASTÆRÐIR 32-40 ABCD-DD-E-F Hvílir fyrir keppni BLS. 4 Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 9. nóvember, 314. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.38 13.12 16.45 Akureyri 9.35 12.56 16.17 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. „Ég reyndi einu sinni að fara í líkams- rækt en mér fannst þessir tækjasalir frek- ar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eigin- lega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða ein- hverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkams- rækt út af fyrir sig,“ segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. „Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eigin- lega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkams- rækt.“ lilja@frettabladid.is Heilsan felst í húmornum: Hláturinn lengir lífið heilsa@frettabladid.is Sjaldgæfur kynsjúkdómur hefur breiðst út að undanförnu. Hefur sjúkdómurinn gert vart við sig í Hollandi og einnig víðar í Evrópu. 92 tilfelli hafa greinst en fórnar- lömb sjúkdómsins, sem ber heit- ið LGV, eru samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir karlmenn. Venju- lega greinast tvö til þrjú tilfelli af LGV á ári í Hollandi. Sjúkdómur- inn veldur sárum í endaþarmi en hægt er að meðhöndla hann með sýklalyfjum. Vísindamenn telja að blæðingarnar auðveldi eyðnismit en um áttatíu prósent þeirra sem þjást af LGV eru eyðnismitaðir. Búið er að senda út viðvaranir vegna sjúkdómsins til annarra ríkja. Eitt tilfelli hefur greinst í Bandaríkjunum, fimm í Belgíu og 85 í Frakklandi á þessu ári. Minni pakkning- ar lausasölulyfja hafa dregið úr tíðni sjálfsvíga tengdum of stórum skömmtum á Bret- landseyjum. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við Ox- ford háskóla. Lög sem sett voru 1998 á Bretlandseyjum settu hömlur svipaðar og hafa gilt um áraraðir hér á landi varðandi stærð umbúða verkjalyfja í apó- tekum. Samkvæmt rannsókninni lækkaði tíðni sjálfsvíga með of stórum skömmtum verkjalyfja allt að 25 prósent fyrstu þrjú árin sem lögin voru í gildi. Eining minnkaði tíðni lifrarskemmda vegna parasetamóleitrunar um allt að 30 prósent. Málþing um skimun fyrir krabbameinum verður haldið fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13 til 16.30 í Norræna húsinu. Landlæknisembættið boðar til þingsins en það er einkum ætlað heilbrigðisstarfsfólki. Leitað hefur verið að krabbameini á Íslandi í hartnær fjóra áratugi og hefur skimun fyrir krabbameini í leg- hálsi og síðar brjóstum farið fram á vegum leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Íslands. Leitarstöðin fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í ár en mikil og vaxandi umræða hefur farið fram um gildi skimunar fyrir krabba- meini í ristli og enda- þarmi og er henni víða beitt í nálægum löndum. Ekki þarf að skrá þátttöku á málþingið en dagskrá er hægt að skoða á vefsíðu Land- læknisembættisins, landlaeknir.is. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð sem felur í sér að heimilt verði að greiða ferðakostnað vegna tann- réttingar þegar íbúar tiltekins læknishéraðs eiga ekki kost á að sækja sér þjónustu sérfræðings innan héraðs. Felur breytingin í sér að tvær ferðir vegna heim- sókna til tannréttinga verða greiddar. Katrín reynir að borða mikið grænmeti og passa það sem hún lætur ofan í sig. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSUNNI FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Pabbi, hvað eru mörg tár í einum stórum lauk? Reykingamenn vita fátt betra en gott kaffi með með sígarettunni sinni, en nú þurfa þeir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir leyfa sér þessa tvöföldu nautn. Grískir vísindamenn við læknaskóla í Aþenu hafa fundið út að kaffi og tóbak eru slæm samsetning og skárra er að gera bara ann- að í einu. Kaffið og sígaretturnar saman hafa sérlega slæm áhrif á slagæðar og blóð- flæði. Þessar niðurstöður voru birtar í tímaritinu Journal of the American College of Cardiology. ■ Ekki reykja með kaffinu: Tvöföld hætta á æðaþrengslum Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.