Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 23
3ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2004 FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP. FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn FRÍ HEIMSENDING Nánari uppl‡singar á somi.is 25% afsláttur af drögtum, stökum jökkum, pilsum, buxum, peysum og skyrtum þessa viku. Villi var eitt sinn margfaldur Íslandsmeistari í handbolta en stundar núna glasalyftingar af kappi. „Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega dug- legur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasa- lyftingum,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bin- gó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með hand- boltaliði KA. „Ég var í unglinga- landsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síð- an fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjald- an sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi.“ Villi hugsar mikið um matar- æðið þó hann hugsi ekki um holl- ustuna. „Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara al- vöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmik- ið af kaffi til að halda mér í formi,“ segir Villi en líkams- ræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. „Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin.“ Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöld- um og hefur hann fengið frábær- ar viðtökur. „Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel,“ seg- ir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu. lilja@frettabladid.is Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, HVETUR TIL AUKINNAR FJÖLBREYTNI Í JÓLAGJÖFUM. YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Bingó-Villi: Eitt sinn landsliðsmaður í handbolta Þessa dagana eru starfs- mannastjórar og forstjórar fyrirtækja farnir að huga að jólagjöfum starfsmanna sinna. Það getur varla talist til tíðinda að margar hefðbundn- ar jólagjafir eins og áfengi og súkkulaði eru langt frá því að vera heilsusamlegar auk þess sem þær veita einungis stund- argleði. Því vil ég hvetja þessa aðila til að hugsa til lengri tíma þegar jólagjafir eru valdar. Hvernig væri að velja gjafir sem geta veitt starfsmönnum tækifæri á að öðlast hreysti, hamingju, lífs- gleði, hugarró, orku og út- hald? Slíkar gjafir munu gagnast báðum aðilum. Að- gangskort í líkamsrækt, jóga, sund eða námskeið sem hvet- ja til annars konar hreyfingar gætu komið til greina. Bækur sem hvetja til bættrar heilsu, aukinnar hamingju, yfirveg- unar og aukinnar lífsgleði eru einnig góð gjöf. Námskeið í samskiptum, ræðumennsku, slökun og hugeflingu svo eitt- hvað sé nefnt hafa margföld heilsueflandi áhrif. Framboð- ið af þessu efni á Íslandi er alltaf að aukast og því er um auðugan garð að gresja. Áður fyrr þegar súkkulaði og áfen- gi voru munaðarvörur þótti það góður pakki sem innihélt slíkar vörur. En nú á dögum er framboðið slíkt að ekki þarf hvatningar við frá vinnu- veitendum. Því er viturlegt að hugsa til frambúðar og velja heilsueflandi jólagjafir. Heilsueflandi jólagjafir gbergmann@gbergmann.is. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á ÞRIÐJUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.