Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 30
Stórafmæli Ágúst Guðmundsson, annar af stofnendum Bakka- varar, varð fertugur fyrir skemmstu. Hann hélt upp á afmæli sitt með pompi og prakt og bauð gestum til Hafnar í Hornafirði þar sem veislan var haldin. Til þess að ferja liðið á staðinn voru leigðar tvær Fokkerflugvélar hjá Flugfélagi Íslands. Gestum var skipt upp í vélarnar og fóru karlmenn í aðra vélina en konurnar í hina. Þar mun ekki hafa verið sparað í mat eða drykk og séð til þess að menn skemmtu sér vel. Lengi von á einum Það urðu hins vegar nokkrar tafir á brottför vélanna frá Reykjavík þegar beðið var eftir einum gestanna. Sá var fremur seinn fyrir en lenti einkaþotu sinni að lokum á Reykjavíkurflug- velli og var fluttur beinustu leið um borð í Fokkervélina. Þetta var Jón Ásgeir Jóhannesson sem var seinn fyrir en náði svo flugvélinni að lokum og ekki hefur annað heyrst en að menn hafi skemmt sér ágæt- lega þrátt fyrir töfina því þótt það geti verið leiðin- legt að bíða í flugvél þá getur það hjálpað til ef fé- lagsskapurinn er bærilegur og veitingarnar hvorki slæmar né naumt skammtaðar. Viðskiptalífið býr sig undir meiri Bush Nokkur af helstu stefnumálum Bush Bandaríkjaforseta koma til með að hafa áhrif fljótlega, sérstaklega í ljósi styrkrar stöðu repúblikana á Banda- ríkjaþingi. Líklegt er að tak- markanir verði settar á skaðabætur sem hægt er að dæma í málaferlum gegn fyr- irtækjum. Þá er talið líklegt að bókhaldsreglur sem settar voru í kjölfar Enron-hneykslisins verði mildaðar. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.522 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 313. Velta: 1.278 milljónir. +1,56% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Kauphöll Íslands hefur sam- þykkt framkomna beiðni Sæplasts hf. um afskráningu hlutabréfa félagsins af Aðallista Kauphallarinnar. Fjárfestingar- félagið Atorka hf. hefur í kjölfar yfirtökutilboðs eignast 94,11% heildarhlutafjár í félaginu. Sæplast tapaði 59 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Stjórn Kögunar hefur ákveðið að nýta heimild um að auka hlutafé. Hið nýja hlutafé á að fara til greiðslu á hluta kaupverðs í Opin kerfi en þau kaup fóru fram 17. ágúst. Gengi krónunnar lækkaði um 0,25% í litlum viðskiptum í dag. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,70 og endaði í 120. Dollarinn hefur að undaförnu verið að veikjast gagnvart evrunni. 22 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Essó hefur gefið út nýjar reglur og vill vinna trúnað fólksins í landinu. Forstjór- inn segir að gengið sé lengra en úrskurður samkeppnis- ráðs segir til um. Forstjóri Skeljungs er feginn að losna út úr samstarfinu en bendir á að enn sé mikið samstarf milli Essó og Olís í gegnum Olíudreifingu. Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemd- ir um óeðilegt samstarf olíu- félaganna. Í tilkynningu er þátt- taka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 pró- sent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíu- dreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. „Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna und- anfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar við- skiptavini,“ segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verk- lagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafn- vel lengra. „Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar.“ Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. „Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tök- um á því þegar þar að kemur,“ segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í sam- ræmi við úrskurð samkeppnis- ráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarf- inu. „Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi,“ segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreif- ingar ehf. „Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram sam- an í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreif- ingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað,“ segir Gunnar. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 46,10 +0,44% ... Bakkavör 25,10 +1,62% ... Burðarás 12,70 +2,01% ...Atorka 5,35 +0,94% ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,20 +1,36% ... KB banki 464,00 +0,98% ... Landsbankinn 12,30 +5,13% ... Marel 51,10 -1,35% ... Medcare 6,05 - 0,82% ... Og fjarskipti 3,45 -3,09% ... Opin kerfi 27,50 +3,38% ... Sam- herji 13,05 +1,95% ... Straumur 9,10 +2,82% ... Össur 85,00 +0,59% Vilja skera á öll samskipti Landsbankinn 5,13% SH 4,82% Kögun 4,38% Og fjarskipti -3,09% Austurbakki -2,25% Jarðboranir -2,04% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Flugfélagið Iceland Express er flokkað sem ferðaskrif- stofa á þátttökulista ferða- málaráðs á alþjóðlegri ferða- kaupstefnu. Forráðamenn telja flugfélagið geta orðið af tekjum vegna rangfærsln- anna. Flugfélagið Iceland Express mót- mælir harðlega vinnubrögðum ferðamálaráðs sem flokkar flug- félagið sem ferðaskrifstofu á þátttökulista íslensku fyrirtækj- anna á ferðakaupstefnunni World Travel market sem hófst í London í gær. Flugfélagið segir vinnu- brögðin ósvífin og veiti endur- söluaðilum og gestum sýningar- innar rangar upplýsingar. Það geti orðið af mikilvægum viðskipta- samböndum og -samningum vegna flokkunarinnar. Ársæll Harðarson, markaðs- stjóri ferðamálaráðs, segir við- brögð flugfélagsins harkaleg. Mestu máli skipti fyrir fyrirtækin að vera rétt merkt í bæklingi og á netinu. Iceland Express hafi ekki hirt um að ganga frá sínum mál- um þar þrátt fyrir ábendingar ferðamálaráðs. Flokkun fyrir- tækjanna hafi verið á lista yfir þátttakendur á ráðstefnunni og ekki hafi margir litið listann aug- um. Honum hafi verið breytt og fyrirtækin standi nú óflokkuð á listanum. Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, segir erfitt að meta tjónið sem af mistökunum geti hlotist. Þeir eigi að borga um hálfa milljón fyrir þátttöku í sýn- ingunni. Hluti af þeirri upphæð renni til ferðamálaráðs. Það verði athugað nánar vegna rangfærsl- unnar. - gag Frekari samþjöppun hefur orðið í sælgætisiðnaði eftir sameiningu Freyju og Mónu. Þrjú stærri fyrirtæki eru á markaðnum nú og eitt minna. Þrjú jafnstór fyrirtæki verða starfrækt á sælgætismarkaði þegar sælgætisgerðirnar Freyja og Móna verða sameinaðar um áramótin. Búast má við að Nói- Síríus haldi samt stöðu sinni sem stærsta fyrirtækið á markaðnum. Til viðbótar er Góa-Linda. „Þessi þrjú fyrirtæki eru mjög áþekk. Nói-Síríus er með Kelloggs inni í rekstrinum hjá sér, Góa-Linda með Kentucky Fried en við erum ekki með neina aukabúgrein,“ segir Jakobína Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mónu. Móna er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í 45 ár. Freyja keypti nýlega Mónu og má í framhaldi af því búast við ýmsum hagræðingaraðgerðum. Nafni sameinaðs fyrirtækis verð- ur breytt en vörur Mónu samt framleiddar áfram undir því nafni. Hið sameinaða fyrirtæki hyggst sækja fram í bökunarvör- um, konfekti og páskaeggjum. Búast má við einhverjum breyt- ingum í yfirstjórn. Lakkrísgerðin Kólus er fjórða fyrirtækið á markaðnum og jafn- framt það minnsta. - ghs Yfirdráttur íslenskra heim- ila er tæplega 61 milljarður. Vaxtakostnaðurinn af hon- um er tæpir tíu milljarðar. Íslensk heimili eru með tæpan 61 milljarð í yfirdrátt hjá innláns- stofnunum. Þetta kemur fram í tölum Seðlabankans sem í fyrsta skipti birtir flokkun tegunda útlána. Verðtryggð lán íslenskra heimila hjá bönkum og sparisjóðum nema 104 milljörðum. Stærstur hluti verðtryggðra lána einstak- linga er vegna íbúðarhúsnæðis sem fram til þessa hefur einkum verið hjá Íbúðalánasjóði. Miðað við aukna sókn banka í húsnæðis- lán landsmanna má búast við að þessi tala hækki á næstunni. Yfirdráttarlán eru dýrustu lán sem einstaklingar taka og eink- um hugsuð til þess að mæta skyndilegum útgjöldum. Vextir af yfirdráttarlánum eru á bilinu 14 til 17 prósent. Vaxtabyrði af yfirdráttarlánum heimila er því hátt í tíu milljarðar króna á ári haldist talan óbreytt í heilt ár. Fyrirtæki skulda alls 732 milljarða króna. Stærsti hluti þeirra er í lánum í erlendum myntum eða 421 milljarður króna. - hh Sameinast í sælgæti FREYJA OG MÓNA Búast má við því að hinar frægu Freyjukaramellur verði hluti af inni- haldi Mónupáskaeggja. Freyja og Móna hafa sameinast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Iceland Express ósátt við ferðamálaráð Á VELLINUM Markaðsstjóri ferðamála- ráðs segir erfitt að skilja harkalega gagn- rýni Iceland Express. Þátttökulistinn hafi ekki verið í allra augsýn, ekki eins og netið og bæklingar sem flugfélagið hafi ekki hirt um að hafa rétta þrátt fyrir ábendingar. Flugfélagið segir ferðamálaráð ekki hafa verið tilbúið að leiðrétta mistökin fyrr en fjölmiðlar hafi verið kallaðir til. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Sextíu milljarða yfirdráttur VILL HREINT BORÐ Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, segir að fyrirtækið vilji byggja upp trúnað við viðskiptavini og því séu tekin stór skref í þá átt, jafnvel stærri en lagt er til í úrskurði samkeppnisráðs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.