Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 35
GOLF „Mér gekk mjög vel á síðasta hringnum um helgina og ef ég held áfram að spila þannig á ég að geta komist alla leið,“ segir Birgir Leif- ur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, en hann tryggði sér um helgina þátttökurétt á lokastigi úrtökumót- anna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi en það mót hefst á fimmtu- daginn kemur. Nái Birgir Leifur að vera meðal efstu manna á því móti hlýtur hann að launum fullan þátttökurétt á allri mótaröðinni í Evrópu á næsta ári en um miklar peningaupphæðir er að keppa þar. „Það er náttúrlega það sem ég hef stefnt að í langan tíma og ég er tilbúinn í slaginn. Ég hef verið ánægður með mitt spil undanfarið og sjálfstraustið er til staðar og ef allt gengur eftir næ ég að klára þetta verkefni.“ Um þúsund keppendur hófu leik á úrtökumótunum sem fram hafa farið undanfarin misseri en aðeins um 170 þeirra öðlast rétt til að taka þátt á mótinu um næstu helgi. Þarf Birgir á öllu sínu að halda til að ná takmarki sínu en hann þarf að vera meðal 20-30 efstu manna til að tryggja sér far- miðann inn á mótaröðina og upp- lifa þar með langþráðan draum sinn. ■ ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2004 27 David Stern, for-seti NBA-deild- arinnar, fór þess á leit fyrir nýhafið tímabil að dómarar skyldu taka hart á leikmönnum og að menn kæmust ekk- ert upp með að þenja kjaft. Stern vildi meina að þjálfarar og leikmenn gætu sjálfum sér um kennt ef að heilu liðin myndu hrúgast út af með 6 villur í leik. „Þetta er allt spurning um að menn aðlagist,“ sagði Stern. Corliss William-son hjá Phila- delphia 76ers gladdi samherja sína fyrir leik gegn sínum gömlu félögum í Detroit Pistons. Williamson, sem varð meistari með Pistons á síðasta tímabili, hafði meistarahring sinn með í för til sýnis. Samherjar kappans stóðu agndofa og dáðust að hringnum en það gæti verið einhver bið þar á bæ eftir titli enda hefur lið Sixers aðeins unnið einn leik af fyrstu þremur. Breski langhlauparinnPaula Radcliffe var ánægð með að landa sigri í New York maraþoninu og sagði sigurinn bæta upp svekk- elsið við að missa af gull- verðlaunum á Ólympíu- leikunum í Aþenu. „Það breytir ekki hvernig gekk en er engu að síður góð byrjun fyrir mig,“ sagði Radcliffe. Hún fullyrðir að þrátt fyrir erfiða tíma eftir Ólympíuleikana hafi hún alltaf ætlað sér að halda áfram og aldrei hafi komið til greina að setjast í helgan stein. Enska fyrstudeildarliðið MiltonKeynes Dons hefur rekið knatt- spyrnustjórann Stuart Murdoch eftir hálft þriðja ár með félaginu. Aðstoð- arþjálfarinn Jimmy Gilligan mun tímabundið sjá um knattspyrnustjórn liðsins þangað til að arftaki Murd- ochs er fundinn. Alex Ferguson var ekki sáttur viðmarkalaust jafntefli Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City. „Við áttum tvö frá- bær tækifæri sem við klikkuðum á, það er ekki hægt að af- saka það,“ sagði Fergu- son. „Leikurinn, sem við erum að bjóða upp á er ekki nógu góður til að vinna titilinn og okkur vantar ennþá töluvert upp á.“ United er í sjöunda sæti, 11 stigum á eftir Chel- sea, sem er í efsta sæti. Dany Heatley,leikmaður Atl- anta Thrashers í NHL, varð fyrir því óhappi að fá pökk í augað í leik SC Bern og Genf í sviss- nesku úrvalsdeild- inni í íshokkíi í fyrra- kvöld. Heatly, sem gekk til liðs við SC Bern þegar NHL-verkfallið skall á, varð fyrir skoti samherja síns og var fluttur á sjúkrahús. Kom þá í ljós að bein í gagnauganu var brotið og verður hann frá keppni í rúma viku. Læknar segja þó að hann muni ná fullri sjón innan tíðar. Ástralska snókergoðið EddieCharlton lést á sjúkrahúsi á Nýja- Sjálandi í gær. Hann var 75 ára að aldri og hafði verið veikur um eitt- hvert skeið. Charlton var illviðráðan- legur í snóker og vann til fjölda verð- launa meðan á ferli hans stóð. Hann var lengi vel þriðji á heimslistanum. Eddie Griffin hjáMinnesota Timb- erwolves hefur ekki átt sjö dagana sæla. Honum var á sínum tíma stungið í fang- elsi vegna eiturlyfja- neyslu og ofbeldis og missti stöðu sína hjá Houston Rockets fyrir vikið eftir tvö góð tímabil með félaginu. Hann horfir nú fram á bjartari tíma hjá Úlf- unum. „Ég er búinn að undirbúa mig vel í sumar til að komast aftur í NBA og sú vinna er að skila sér,“ sagði Griffin. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00 Í samræmi vi› glæsilega hönnun á Nissan Primera, er bíllinn hla›inn búna›i. Sem dæmi flá er fletta eini fólksbíllinn á marka›inum sem hefur innbygg›a bakk- myndavél og skjá sem tryggir a› ekkert fari úrskei›is. Nissan Primera – n‡ og fersk nálgun Almera og Micra – a›eins fyrir kröfuhar›a VETRARTILBO‹ Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 2.380.000 kr. 2.240.000 kr. Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 2.445.000 kr. 2.305.000 kr. Tilbo›sver› gildir frá 1. nóv. – 31. des. 2004 Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Ver›skrá Tilbo›sver› – á n‡jum Nissan Nissan Micra Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Micra Visia 1,2i Beinskiptur 80 3 Ver›skrá 1.390.000 kr. Tilbo›sver› 1.300.000 kr. Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Micra Visia 1,2i Beinskiptur 80 5 Ver›skrá 1.440.000 kr. Tilbo›sver› 1.350.000kr. Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Micra Visia 1,2i Sjálfskiptur 80 5 Ver›skrá 1.590.000 kr. Tilbo›sver› 1.500.000 kr. KAUPAUKI Vetrardekk me› umfelgun fylgja öllum Nissan á vetrartilbo›i. Nissan Almera Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Almera Visia 1,5i Beinskiptur 90 5 Ver›skrá 1.730.000 kr. Tilbo›sver› 1.620.000 kr. Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Almera Acenta 1,8i Beinskiptur 116 5 Ver›skrá 1.830.000 kr. Tilbo›sver› 1.690.000 kr. Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 Ver›skrá 1.930.000 kr. Tilbo›sver› 1.790.000 kr. Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 Ver›skrá 1.940.000 kr. Tilbo›sver› 1.800.000 kr. BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Spilaði mjög vel á öðru stigi úrtökumóts fyrir evr- ópsku mótaröðina. Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sig inn á lokastig úrtökumótsins: Draumurinn í seilingarfjarlægð Arsene Wenger í vanda: Ummælin verða kærð FÓTBOLTI Breska knattspyrnusam- bandið hefur kært Arsene Weng- er, knattspyrnustjóra Arsenal, fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á dögunum þegar hann kallaði Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United „svindlara“ eftir að Arsenal beið lægri hlut fyrir United á Old Trafford. „Við vitum öll hvernig Nistelrooy hegðar sér,“ sagði Wenger. „Hann getur svindlað á fólki.“ Nistelrooy komst upp með ýmis bolabrögð sem fóru alger- lega framhjá dómara leiksins en knattspyrnusambandið dæmdi kappann í 3 leikja bann eftir að hafa skoðað myndband. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.