Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 38
30 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Næsti, gjörið Vorum að fá í hús takmarkað magn af Toyota betri notuðum bílum. Um er að ræða Yaris, Corolla Sedan og Avensis Sedan. Þetta eru allt frábærir bílar sem þú getur eignast eða tekið á rekstrarleigu fyrir milligöngu Glitnis. Gríptu tækifærið því notaður Toyota er næstum eins og nýr. NÆSTI bíllinn þinn gæti orðið betri notaður Toyota! Eigð’ann eða leigð’ann með aðstoð Glitnis Avensis Sedan Verð frá: 1.590.000 kr. Bílasamningur Glitnis: Frá 28.930 kr. á mán.** Yaris 3ja dyra Verð frá: 980.000 kr. Einkaleiga Glitnis: Frá 20.650 kr. á mán.* Bílasamningur Glitnis: Frá 17.450 kr. á mán.** Toyota Kópavogi Sími 570-5070 Toyotasalurinn Selfossi Sími 480-8000 Toyota Akureyri Akureyri Sími 460-4300 Toyotasalurinn Reykjanesbæ Sími 421-4888 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 23 9 1 1/ 20 04 Gullkindin: Verðlaunahátíð Skonrokks fer fram á morgun í Leikhúskjallaranum Gullkind fyrir slæma frammistöðu Þeir sem hafa ekki verið tilnefnd- ir til Edduverðlauna vegna slæmrar frammistöðu þurfa ekki að örvænta því verðlaunahátíðin Gullkindin verður haldin í Leik- húskjallaranum á morgun. Út- varpsstöðin Skonrokk, FM 90,9 stendur fyrir hátíðinni og þar verða verðlaunaðir þeir sem þykja hafa staðið sig verst á ár- inu. „Okkur fannst vera kominn tími til að verðlauna þá sem hafa gert slæma hluti. Þeir virðast alltaf verða útundan,“ segir Sigur- jón Kjartansson, formaður aka- demíunnar. „Eddan er að fara af stað um svipað leyti og þá er um að gera að gleyma ekki þeim sem eru að gera slæma hluti. Gullkindin spannar hins vegar víðara svið en Eddan þar sem hún nær líka yfir bókmenntir, tónlist og auglýsingar. Einnig er Svart- asta vonin verðlaunuð en það er sá sem er líklegastur til að gera lélegt á næsta ári.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og má búast við glæsilegri keppni. „Jú, þetta verður jafn glæsileg há- tíð og Eddan, ef ekki glæsilegri. Við bjóðum öllum þeim tilnefndu ókeypis inn á hátíðina og þeir mega j a f n v e l taka með sér fleiri en einn og fleiri en tvo gesti, minnsta málið! Auk þess höfum við eytt þúsundum króna í verðlaunagripina, sem eru með glæsilegasta móti.“ Sigurjón er hins vegar sá eini í dómnefndinni sem hefur þorað að segja til nafns og vilja hinir fara huldu höfði. „Ég kem þarna fram fyrir hönd akademíunnar og sem formaður hennar. Hinir hafa kosið að vera inni í skápnum og ég virði þá ákvörðun þeirra.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en segir Sigurjón víst að hún verði svo árlegur viðburð- ur héðan í frá. Þarna mun líka koma fram einvalalið listamanna og snillinga sem veita munu vinn- ingshöfum verðlaun auk þess sem dúettinn Tvíhöfði tekur gamla smelli. Hátíðin fer fram í Leikhúskjallaranum og húsið opnar klukkan átta. ■ Versti sjónvarpsþátturinn: Landsins snjallasti (Skjár einn) Auglýsingahlé með Simma og Jóa (Stöð 2) Ísland í bítið (Stöð 2) Laugardagskvöld með Gísla Marteini (RÚV) Brúðkaupsþátturinn Já (Skjár einn) Versti sjónvarpsmaðurinn: Simmi og Jói (Idol, Auglýsingahlé, Stöð 2) Þórey Vilhjálmsdóttir (Ísland í dag, Stöð 2) Heimir Karlsson (Ísland í bítið, Stöð 2) Jónatan Garðarsson (Mósaík, RUV) Eiríkur (Kvöldljós, Omega) Versta bíómyndin: Kaldaljós Niceland Opinberun Hannesar Versta sjónvarpsauglýsingin: Landsbankinn – 70 prósent launa þinna. Sjóvá Almennar – Ég veit alveg hvað ég ætla að gera við peningana Sumarmót Bylgjunnar Nissan - Ótrúlega auðvelt að kaupa Nissan Fiskbúðin Vör Versta bókin: Pikköpplínur með Kalla Lú 101 furðufrétt með Sveppa og Simma Herra Alheimur - Hallgrímur Helgason Versta lagið: Ást - Ragnheiður Gröndal Sólstrandargæi - Papar og FM957 all stars Við lifum aðeins einu sinni - Kalli Bjarni Versta platan: Kalli Bjarni - Kalli Bjarni Ríkið - Seljum allt Paparnir - Leyndarmál frægðarinnar Brúðarbandið - Meira Quarashi - Guerilla Disco Stjörnuhrap ársins: Kalli Bjarni Einar Ágúst Siv Friðleifsdóttir Svartasta vonin - Líklegastur til að gera lélegt á næsta ári: Friðrik Þór Friðriksson Villi Naglbítur Hannes Hólmsteinn Gissurarson Björn Jörundur Friðbjörnsson Simmi og Jói Heiðurskindin: Egill Eðvaldsson TVÍHÖFÐI Mun koma fram á hátíðinni og taka nokkra góða smelli. LANDSINS SNJALLASTI Er meðal þeirra þátta sem keppa um titilinn „Versti sjón- varpsþátturinn.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.