Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2004 33 Betri myndir en þú átt að venjast! www.sonycenter.is *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Nýtt! 4.995 krónur á mánuði vaxtalaust eða 59.940 krónur staðgreitt.* 5.1 Megapixels effective Super HAD CCD myndflaga • Carl Zeiss Vario-Tessar linsa 3x optical aðdráttur (6x digital aðdráttur) • Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja. 5.495 krónur á mánuði vaxtalaust eða 65.940 krónur staðgreitt.* 5.1 Megapixels effective Super HAD CCD myndflaga • Carl Ceiss Vario-Tessar linsa Linsan innbyggð í vélinni • 2.5" litaskjár Hybrid LCD(211K upplausn) Stamina tæknin hjá Sony tryggir þér lengri endingu á hleðslu og eins fljótari endur- hleðslu ásamt rauntíma í notkun. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Carl Zeiss linsa. Einn stærsti linsu fram- leiðandi í heiminum framleiðir linsurnar fyrir Sony. Taska og rahlöður. Vönduð leðurtaska og aukarafhlöður fylgja myndavélinni. Stamina tæknin hjá Sony tryggir þér lengri endingu á hleðslu og eins fljótari endur- hleðslu ásamt rauntíma í notkun. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Carl Zeiss linsa. Einn stærsti linsu fram- leiðandi í heiminum framleiðir linsurnar fyrir Sony. Hleðslustöð. Það er leikur einn að hlaða myndavélina. Sama gildir um tenginguna vði tölvuna. 128 MB minniskort á aðeins krónur ef keypt er P120 eða T3. Venjulegt verð er 7.995. DSC-P120 DSC-T3 995 krónur Mynd af óraunverulegum heimi Það er bæði ánægjulegt og erfitt að lesa bók sem hefur áhrif á mann. Þannig er það með þriðju skáldsögu Steinars Braga, Sólskinsfólkið. Ein- manaleiki, vanlíðan, ástarþörf og til- gangsleysi eru aðaleinkenni sögu- persónanna. Í bókinni tvinnast sam- an sögur tveggja einstaklinga, Ara og Heiðu, en bæði eru þau algjörlega úr tengslum við annað fólk. Reyndar virðast allir í söguheimi Steinars Braga búa við ákveðna einangrun. Persónurnar ná ekki sambandi hver við aðra - tala út í tómið; samræður eru marklausar - fólk spyr einhvers og fær samhengislaus svör. Enginn hlustar. Allir eru einir, þótt þeir séu í hrókasamræðum. Framan af liggja leiðir þeirra Heiðu og Ara ekki saman, við fáum að fylgj- ast með þeim sínu í hvoru lagi glíma við gráan hversdagsleika, kryddaðan einstaka absúrd atviki. Leiðir þeirra liggja þó oftar en ekki um sömu slóðir og tengingarnar milli þeirra skapa að vissu leyti spennu sögunn- ar. Steinar Bragi dregur fram ótrú- lega sterka mynd af tilfinningalífi þessara persóna og þó að ekki sé mikið um stóra viðburði í lífi þeirra halda þessar áhrifaríku lýsingar manni föngnum. Í seinni hluta bók- arinnar kemst síðan heldur betur skriður á hlutina og öllum stoðum er kippt undan hversdagsleikanum - fá- ránleikinn tekur völdin. Þar mætast Ari og Heiða loksins og sambands- leysið er skoðað nánar. Það er erfitt að flokka Sólskins- fólkið sem einhverja ákveðna teg- und skáldsögu. Steinari Braga hefur fyrst og fremst tekist að skapa ákveðna stemningu sem lesandinn dregst inn í. Lesturinn minnti mig einna helst á að horfa á kvikmynd eftir David Lynch (Blue Velvet, Lost Highway, Mulholland Dr.). Heimur- inn sem lýst er lítur út fyrir að vera raunverulegur, en er það svo sannar- lega ekki. Draumur, eða öllu heldur martröð, hefur lætt sér inn í veruleik- ann. Fólkið í sögunni er ósköp venju- legt en þeir eiginleikar þess sem við hin reynum flesta daga að leyna - einmanaleikinn, vanlíðanin og ástar- þörfin - eru dregnir upp á yfirborðið. Lýsingar Steinars Braga á þessum persónum, samskiptum þeirra og einnig á Reykjavík (sem er nokkurs konar persóna í sögunni líka) eru listavel gerðar, myndmálið er sterkt og skemmtilegt. Hann nær að teikna mynd af mannlífinu sem vissulega vekur óhug, en mikið er til í. Skyldu ekki ýmsir kannast við að geta átt í heitum yfirborðskenndum samræð- um við fólk um það sem skiptir í raun og veru takmörkuðu máli fyrir lífshamingjuna, en geta engan veg- inn talað um það sem hefur raun- veruleg áhrif á mann; tilfinningar eins og ást og sorg. Þar er sam- bandsleysið milli manna oft algert. Sagan er þó síður en svo í prédikun- ar- eða fræðslustíl. Líkt og David Lynch gefur höfundur Sólkinsfólksins fáar skýringar á atburðum sögunnar. Ástandið er eins og það er, hversu absúrd sem það kann að virðast. Lausnin er ekki einföld og skýr, hún býður upp á margar túlkanir. En oft eru það einmitt slík verk sem sitja hvað mest í manni og halda áfram að krafsa í sálartetrið löngu eftir að slökkt hefur verið á sjónvarpinu og bókinni lokað. Þannig eiga bók- menntir að vera. ■ BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Sólskinsfólkið Höf: Steinar Bragi Útg: Bjartur HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 6 7 8 9 10 11 12 Þriðjudagur NÓVEMBER ■ ■ TÓNLEIKAR  22.00 Dúettinn Sessý og Sjonni heldur tónleika í Stúdentakjallar- anum við Hringbraut. Dagskráin er byggð á þekktum rómantískum lögum í flottum útsetningum.  Djasstríóið Wijnen, Winter & Thor leikur í Café Mörk, Akranesi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  20.00 Helga Ögmundardóttir, doktorsnemi í mannfræði við Uppsalaháskóla, flytur fyrirlestur um átök í umhverfismálum á fundi Mannfræðifélags Íslands í Reykjavíkurakademíunni. ■ ■ FUNDIR  16.30 Áhugahópur um verndun Þjórsárvera, í samstarfi við Land- vernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, boðar til opins fundar í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem sýndar nýlegar myndir Jó- hanns Ísberg úr Þjórsárverum, til- laga að breyttu svæðisskipulagi verður kynnt og sagt verður frá nýlegum skýrslum erlendra sér- fræðinga um náttúruverndargildi Þjórsárvera. ■ ■ SAMKOMUR  Sigurður Skúlason, Auður Ólafs- dóttir, Ármann Reynisson, Þór- arinn Eldjárn, Birgítta Jónsdóttir og Eiríkur Örn Norðdahl lesa úr verkum sínum á Skáldaspíru- kvöldi á Kaffi Reykjavík. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Ég reyni að halda þessum sögu- heimi innan marka þess sem gæti gerst í veruleikanum.“ Teflir saman smákrimmum og stórkrimmum, sumum með sjálfs- virðingu, öðrum ekki, sumum vegna þess að þeir kunna enga aðra aðferð til að komast af, öðr- um vegna þess að þetta er sú að- ferð sem þeir kunna til þess að græða sem mest. En hver er mun- urinn? „Það má kannski ekki segja það, en það fer mun betur fyrir stórkrimmum en smákrimmum,“ segir Þráinn. „Glæpir borga sig ekki nema maður hafi lag á að græða. Sumum er sú list gefin, öðrum ekki. Það er til fullt af litl- um glæpamönnum sem græða pínulítið hér og þar til dæmis með smá olíuaurum – og komast ágæt- lega af.“ Að lokum segir Þráinn að hann hafi langaði til að spá í þetta und- irliggjandi þema, hefnd, afbrýði- semi, reiði út í þjóðfélagið og rétta sinn hlut. „Það er sú pæling sem er samtengjandi þáttur í sögunni,“ segir hann. „Sumir vita út í hvern þeir eru reiðir og á hverjum þeir vilja hefna sín. Aðrir vita ekkert út í hvern þeir eru reiðir og á hverjum þeir eiga að hefna sín, eins og þeir Þormóður og Þorgeir.“ Og afleiðingarnar eru í dúr við það. sussa@frettabladid.is gert?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.