Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 1

Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 1
Mútur til dómara: Réttað yfir Berlusconi ÍTALÍA, AFP Ítalskur saksóknari krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu og vildi að honum yrði bannað ævilangt að sækjast eftir opinberu embætti. Kröfuna setti Ilda Boccassini fram þegar réttað var í máli þar sem Berlusconi er sakaður um að múta dómurum. Berlusconi var ekki í réttarsal þegar fjallað var um meintar mútugreiðslur hans til að tryggja að hann en ekki keppinautur hans fengi að kaupa matvælafyrirtækið SME þegar það var einkavætt á níunda áratug síðustu aldar. Bocc- assini sagði Berlusconi hafa haft dómara á launaskrá til að verja hag sinn. ■ ● fyrir tvíæringinn í feneyjum Gabríela Friðriksdóttir: ▲ SÍÐA 66 Býr til skúlptúr úr Björk ● 25 ára útgáfuafmæli The Wall: ▲ SÍÐA 56 Veggurinn rís á ný ● valdi átta nýja leikmenn Viggó Sigurðsson: ▲ SÍÐA 48 Krefst árangurs í Svíþjóð MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR UPPLESTUR OG TÓNLIST Klukkan þrjú í dag lesa skáldin Bragi Ólafsson og Kristín Eiríksdóttir upp úr verkum sínum í Plötubúð Smekkleysu í Kjörgarði við Laugaveg 59 í Reykjavík. Að upplestri loknum spilar hljómsveitin Steintryggur. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13. nóvember 2004 – 311. tölublað – 4. árgangur STYRKIR TIL FLOKKA Olíufélagið hefur styrkt stjórnmálaflokkana um eina milljón á ári síðustu fimm ár. Skeljungur hefur styrkt flokkana um samtals 40,1 millj- ón á 12 ára tímabili. Forstjóri Olís svarar ekki skilaboðum. Sjá síðu 2 ÚTFÖR ARAFATS Öngþveiti myndaðist í Ramallah þegar Jasser Arafat var borinn til grafar. Mörg þúsund þröngvuðu sér inn í hallargarð höfuðstöðva Arafats til að vera við greftrun hans. Sjá síðu 4 EINSTÆÐUR DÓMUR Dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur í einkamáli konu gegn þremur karlmönnum er einstæður. Hann getur verið hvatning til fórnarlamba nauðg- ara um að leita réttar síns. Sjá síðu 6 VERÐTRYGGING EKKI SLÆM Ólíkt því sem þekkist í nágrannalöndunum eru íbúðalán verðtryggð. Forstöðumaður Hag- fræðistofnunar segir að við núverandi að- stæður græði lántakendur. Fólk getur lokast inni með 120 prósenta lán. Sjá síðu 12 Steinunn Valdís Ræðir um R-listann og borgarstjórastarfið SÍÐA 36 & 37 ▲ Strandarkirkja Ríkasta guðshús landsins SÍÐUR 38 & 39 ▲ Kvikmyndir 62 Tónlist 60 Leikhús 60 Myndlist 60 Íþróttir 44 Sjónvarp 64 Szymon Kuran: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Á Jagúar með galdranúmeri ● bílar STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að endi verði bundinn á nærri 7 vikna langt verkfall kennara þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deil- endur ekki samið fyrir 15. des- ember skipi Hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkis- stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gær- morgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitarstjórnarmenn og foreldra: „Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta set- ið aðgerðarlaus á meðan 45 þús- und skólabörn fá ekki þá lög- mætu kennslu sem þeim ber.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir niðurstöðuna skelfilega og sýna vanmat og vanvirðingu á skóla- starfi og þeim sem þar starfi: „Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern ann- an fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang.“ Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dag- skrá Alþingis. Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar- innar, sagði í ræðu sinni að ríkis- stjórnin hefði valið „valdbeiting- arleið“. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: „Þetta er ekki stórmannlegt.“ Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ás- grímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta at- riði á þann veg að þessi dagsetn- ing væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dag- setning breytist í meðförum Alls- herjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frest- un kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis. a.snaevarr@frettabladid.is Lög sett á verkfallið Ríkisstjórnin lagði í gær fram frumvarp sem bindur enda á verkfall kennara. Alþingi greiðir at- kvæði um frumvarpið í dag. Kennarar mótmæltu í gær við Alþingishúsið þegar umræður hófust. ÞAÐ HLÝNAR UM TÍMA Í DAG en fram undan eru kaldir dagar. Rigning í dag sunnan- og vestanlands og strekkings- vindur. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Vetrarólympíuleikar: Vilja ekki aðra leika NOREGUR, AP Norsk stjórnvöld neituðu í gær að styðja umsókn borgaryfirvalda í Tromsö um að fá að halda ólympíuleikana í vetraríþróttum árið 2014. Ráð- herrar sögðu of dýrt að halda ólympíuleikana og að of stutt væri frá því að vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Lillehammer 1994 til að verjandi væri að ráðast í slíkt stórvirki. Skipuleggjendur í Tromsö ætla samt að halda áfram að undirbúa umsókn um að halda ólympíu- leikana 2014 í trausti þess að ný stjórn komist til valda á næsta ári sem taki betur í hugmyndina um að halda vetrarólympíuleika aftur í Noregi. ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluta- samstarfi Vestmannaeyjalistans og Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn Vestmannaeyja var slitið á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gærkvöld. Í bæjarstjórn eru þrír fulltrúar V-lista, þrír frá Sjálf- stæðisflokki og einn frá Framsókn- arflokki. Í bókun Lúðvíks Bergvinsson- ar, oddvita V-listans, kemur fram að samstarfinu hafi verið slitið í kjölfar trúnaðarbrests sem upp kom. Er þar vísað til viljayfir- lýsingar sem Andrés Sigmunds- son, fulltrúi Framsóknarflokks, undirritaði um kaup Vestmanna- eyjabæjar á Fiskiðjuhúsinu í Vest- mannaeyjum. „Þetta er pólitískt áfall sem kemur algjörlega í bakið á mér. Ég áskil mér allan rétt til að fjalla um málið síðar,“ sagði Andrés eftir fundinn. Viðræður um nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vestmanna- eyjalista hófust þegar í gærkvöld. Arnar Sigmundsson, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði að ekki væri farið að ræða mögulega skiptingu embætta, en lagði hins vegar áherslu á hversu mikilvægt væri að þessi tvö stóru framboð sem væru með sex af sjö bæjarfulltrúum næðu saman um stjórn bæjarfélags- ins. Lúðvík Bergvinsson sagðist gera ráð fyrir að menn næðu fljótt saman um nýjan meirihluta. „Enda er mikil krafa um það eftir síðustu uppákomu að stóru öflin í bænum slíðri sverðin og taki höndum saman með hagsmuni bæjarbúa að leiðar- ljósi,“ sagði hann. - óká Bæjarstjórn Vestmannaeyja: Meirihlutinn sprunginn og viðræður hafnar um nýjan SV-horninu og Akureyri Me›allestur á tölublað* Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 (Vikulestur á Birtu) 72% 49% MorgunblaðiðBirta SKORIÐ Á BORÐA LÖGREGLU Ævareiðir kennarar fjölmenntu á Austurvöll og á þingpalla þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um bann við verkfalli var tekið á dagskrá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.