Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 8
8 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Bensínstöðvarnar fylgdu lækkuninni hjá Atlantsolíu: ÓB með lægsta verðið OLÍUFÉLÖG Orkan bauð í gær lægsta verðið á 95 oktana bensíni. Lítrinn kostaði 102,6 krónur við Eiðistorg en athygli vekur að stöðin býður sama verð í Njarðvík og á Súðavík en þar opnaði Orkan nýja stöð fyrir skömmu. ÓB bauð næstlægsta verðið, 102,7 krónur lítrann, á bensín- stöðinni við Fjarðarkaup í Hafn- arfirði. Fyrirtækið bauð sama verð í Njarðvík. Egó býður lítr- ann á 102,8 krónur á öllum sínum fimm stöðvum. Hjá Atlantsolíu, sem fyrst olíufélaganna lækkaði verð á bensíni í fyrradag, kostar lítrinn 102,9 krónur á stöðvum félags- ins í Kópavogi og Hafnarfirði. Lítraverðið hjá stóru olíufélög- unum þremur er um það bil krónu hærra en hjá hinum félög- unum. Þess ber að geta að ÓB er í eigu Olís, Orkan í eigu Skelj- ungs og Egó í eigu Essó. Um 10 prósenta hækkun varð á olíumörkuðum í október en verðið hefur verið að lækka síð- an um mánaðamót. ■ Kennarar eru ævareiðir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, óttast að flótti grípi um sig í kennarastéttinni. Kennurum er misboðið með lagasetningu stjórnvalda. KJARABARÁTTA Grunnskólakennar- ar eru ævareiðir yfir lagasetn- ingu ríkisstjórnarinnar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands, telur að margir kennarar muni flýja stéttina enda hafi stjórnvöld sýnt skelfilegt vanmat og vanvirðingu á skóla- starfi og kennurum með lagasetn- ingunni til að enda kennaraverk- fallið án þess að koma neitt til móts við kennara. Úrskurður Gerðardóms á að liggja fyrir 31. mars á næsta ári. „Það er verið að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern ann- an fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang. Kennarar eiga ekki að fá neina hækkun strax og ekki neinar skaðabætur fyrir þær fórnir sem þeir hafa fært. Gerðar- dómur fær tíma langt fram á skólaárið til að kveða upp úrskurð sinn og það er lögbundið að niður- staða Gerðardóms verður ekki afturvirk. Forsendurnar eru svo loðnar að það er ekki að vænta neins,“ segir Eiríkur. Fulltrúar kennara fóru á fund ráðherra á fimmtudag til að gera grein fyrir því hvernig þeir sæju framhaldið fyrir sér ef gripið yrði til aðgerða af hálfu stjórnvalda og segir Eiríkur að varnaðarorð kennara hafi verið hunsuð. Í lög- unum sé ekkert jákvætt fyrir kennara. „Það sem við vöruðum við er rauði þráðurinn í þessum lögum. Fólki er svo misboðið að skóla- starf í landinu verður ekki með eðlilegum hætti fyrr en eftir langan tíma. Fólk hefur verið launalaust í sjö vikur og veit ekk- ert hvað gerist 31. mars. Það er bara sparkað í það liggjandi. Ég óttast að þetta leiði til þess að kennarar láti ekki misbjóða sér lengur. Fólk spyr hvernig það getur losað sig út úr þessu starfi. Þetta var vitlausasta leiðin sem stjórnvöld gátu farið. Mönnum finnst nánast að þeir hafi verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Það er gífurleg reiði meðal kenn- ara,“ segir hann. -ghs Fíkniefnarannsókn: Áfram í varðhaldi AFBROT Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir manni sem handtekinn var í lok október vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára. Maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok október. Nú eru fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Rannsóknin hefur staðið yfir frá því í mars. Þá fund- ust tæp þrjú kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi. Í júlí fundust átta kíló af amfetamíni í sendingu með skipinu og í septem- ber fundust 2000 skammtar af LSD í póstsendingu. ■ GUNNAR RAFN SIGURBJÖRNSSON Formaður launanefndar sveitarfélaganna segir nefndina ekki hafa leitað eftir því við ríkisstjórnina að sett yrðu lög á kennara- verkfallið. Launanefndin: Neitar samráði við ríkisstjórn KENNARAVERKFALLIÐ Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launa- nefndar sveitarfélaganna, harmar lagasetningu á verkfall Kennara- sambands Íslands. „Það hefur aldrei verið ósk við- ræðunefndar sveitarfélaga að til lagasetningar komi. Ég hef hins vegar sagt oftar en einu sinni að ég skil vel að það sé reynt að létta þessari möru af þjóðinni. Ég skil nauðsyn þess að grípa til aðgerða til að koma börnum í skóla en það að setja lög á kjaradeilu er auðvit- að ákveðin frestun á vandanum. Ég vorkenni okkur samningsaðil- um ekkert að leysa okkar vanda. Við eigum auðvitað að gera það,“ segir hann. „Ég mótmæli harðlega og neita því algjörlega að launanefnd sveitarfélaga hafi nokkurn tím- ann eða á nokkru stigi málsins leitað eftir því við ríkisstjórnina að sett yrðu lög á kjaradeilu grunnskólakennara. Við höfum hvað eftir annað og ævinlega lýst því yfir að lagasetning sé okkur ekki að skapi.“ - ghs NORÐRIÐ SKOÐAÐ Í SUÐRINU Suður-kóreskur maður virðir hér fyrir sér myndir af sveltandi norður-kóreskum börnum á sýningu í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Á sýningunni eru myndir af mannréttindabrotum í Norður-Kóreu, svo sem úr búðum þar sem andófsmönnum er haldið. 100% 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is Eignatilfærsla: Tveir sjóðir sameinast VIÐSKIPTI Gengið hefur verið frá formlegri sameiningu Frjálsa líf- eyrissjóðsins og Séreignalífeyris- sjóðsins. Við sameininguna flutt- ust yfir eignir 3.866 sjóðfélaga Séreignalífeyrissjóðsins, sem námu rúmum þremur milljörðum króna. Í tilkynningu kemur fram að sameiningin sé talin vera til hags- bóta fyrir sjóðfélaga vegna þess að áhættudreifing verði meiri. „Heildarstærð sameinaðs sjóðs þann 30. september sl. var rúmir 34 milljarðar og fjöldi sjóðfélaga var 29.751. Frjálsi lífeyrissjóður- inn er nú 7. stærsti lífeyrissjóður landsins,“ segir þar. - óká Þjálfunarbúðir Kúrda: Nær þrjátíu handteknir HOLLAND, AFP Hollenskir lögreglu- menn handtóku 29 manns þegar þeir gerðu áhlaup á þjálfunar- búðir Kúrdíska verkamanna- flokksins sem er útlægur í Tyrk- landi vegna vopnaðrar baráttu hans gegn stjórnvöldum. Hollenska lögreglan hefur rannsakað starfsemi Kúrdíska verkamannaflokksins í meira en ár og var áhlaupið afrakstur þeirrar rannsóknar. Þjálfunarbúð- irnar eru nærri Liempde í suður- hluta Hollands. Kúrdíski verka- mannaflokkurinn lýsti yfir vopna- hléi árið 1999 eftir fimmtán ára vopnaða sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi en sagði það úr gildi fyrr á árinu og hótaði árásum. ■ Yfirmannaskipti hjá varnarliðinu: Breytingar ekki fyrirhugaðar VARNARLIÐIÐ Robert S. McCormick ofursti tók í gær við stöðu yfir- manns varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli af Noel G. Preston flotaforingja. Við athöfnina voru fluttar ræð- ur en í þeim voru ekki boðaðar breytingar á starfsemi varnar- liðsins. Í máli nýja yfirmannsins, eftir athöfnina, kom fram að allar mögulegar breytingar á starfsem- inni byggðust á samkomulagi Ís- lands og Bandaríkjanna og að enn hafi ekki verið teknar neinar ákvarðanir í þeim efnum. Á þriðjudag hittast utanríkisráð- herrar Íslands og Bandaríkjanna, Davíð Oddsson og Colin Powell, og ræða stöðu varnarmála. Við yfirmannaskiptin á Vellin- um flutti Charles F. Wald hers- höfðingi, aðstoðaryfirmaður Evr- ópuherstjórnar Bandaríkjahers, einnig ræðu. Í tilkynningu varnarliðsins kemur fram að Noel G. Preston flotaforingi taki nú við fram- kvæmdastjórastarfi á vegum Evr- ópudeildar Bandaríkjaflota í Napolí á Ítalíu. - óká NÝR YFIRMAÐUR VARNARLIÐSINS Robert S. McCormick ofursti hefur tekið við stöðu yfirmanns varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, en hann tók við starfi aðstoðaryfirmanns í júlí síðastliðnum. Fráfarandi yfirmaður hverfur til starfa á Ítalíu. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R VERÐ Á 95 OKTANA BENSÍNI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU: Fyrirtæki Lægsta Hæsta Orkan 102,6 102,7 ÓB 102,7 102,8 Egó 102,8 102,8 Atlantsolía 102,9 102,9 Essó Express 102,9 102,9 Essó 103,8 104,4 Olís 103,8 104,4 Skeljungur 103,9 104,4 Samkvæmt verðskrá fyrirtækjanna klukkan 16 í gær. EIRÍKUR JÓNSSON „Það er verið að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.