Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 16
16 FÓLKSFJÖLDI Í REYKJAVÍK Flestir Reykvíkingar eru fæddir 1973, eða 2.017 manns. SVONA ERUM VIÐ JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR Mjög svart SAMRÁÐ OLÍUFÉLAGA SJÓNARHÓLL „Ég er á fullu að búa mig undir næsta leik,“ segir Kristinn Jakobs- son knattspyrnudómari, en síðar í mánuðinum heldur hann til Sviss og dæmir þar viðuregin Basel og skoska liðsins Hearts í Evrópu- keppni félagsliða. „Þetta verður hörkuleikur, Basel er á toppnum í svissnesku deildinni og það verð- ur eflaust mannmargt í stúkunni. Svo skiptir leikurinn miklu máli fyrir stöðu liðanna í riðlinum.“ Kristinn segir það gulrót íslensku knattspyrnudómaranna að komast út fyrir landsteinana og dæma, það sé eins og að komast í lands- liðið fyrir leikmenn. En knattspyrnan á ekki athygli Kristins óskipta þessa dagana frekar en vanalega; hann er á kafi í kjötinu, á og rekur kjötvinnsl- una Kjöthúsið. „Við erum á fullu að framleiða matvörur og okkar markmið er að gera viðskipta- vinina ánægðari,“ segir Kristinn og hefur gaman af kjötinu, ekki síður en knattspyrnunni. „Við erum með fjölbreyttar vörur og það er nóg að gera, fólk þarf jú að borða þrátt fyrir verkfall.“ Kristinn sinnir vitaskuld fjöl- skyldu sinni en þau hjónin eiga tvö börn. „Konan segist reyndar stundum eiga þrjú,“ segir Krist- inn og hlær. Og af barnslegri einlægni hlakkar hann til farar- innar til Sviss, undirbýr sig af krafti með hlaupum og þrek- æfingum og dæmir æfingaleiki milli íslenskra félagsliða. Býr sig undir Evrópuleik HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTINN JAKOBSSON, DÓMARI OG KJÖTIÐNAÐARMAÐUR 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Katri hin finnska slær í gegn Katri Raakel Tauriainen hefur breytt mörgum heimilum í Innlit/Útlit á Skjá einum. Hún er sögð fyrsti útlendingurinn sem slær í gegn í íslenskum sjónvarpsþætti. FÓLK Katri Raakel Tauriainen hefur unnið með Völu Matt í Innlit/Útlit í nokkra mánuði og gert margt heimilið huggulegra með einföld- um tilfæringum og lágum kostnaði. Hún hefur lengi haft áhuga á heim- ilum og húsbúnaði og ætlaði að læra innanhússarkitektúr en hætti við því stærðfræðin er ekki hennar sterkasta hlið. „Það var lengi draumur að verða innanhússarki- tekt en stærðfræðin kom í veg fyrir það,“ segir Katri, sem hefur lesið sér til um fagið og sótt ýmis námskeið, meðal annars í Feng Shui. Hún fæddist í Finnlandi og bjó framan af ævi í bænum Kuusamo sem liggur á 66. breiddargráðu líkt og Ísafjörður. Fjölskylda hennar fluttist svo til Svíþjóðar og þar kynntist Katri mannsefni sínu, Guðmundi Rúnari Gunnarssyni. „Hann var Íslandsmeistari í há- stökki og við nám í húsasmíði. Þeg- ar hann kynntist mér hætti hann að stökkva,“ segir Katri og hlær. Þar sem Katri þurfti að láta drauminn um innanhússarkitektúr- inn lönd og leið skellti hún sér í leikskólakennaranám og vann sem slíkur um skeið. Það var svo sum- arið 1982 sem Guðmundur bauð henni með sér til Íslands í sumarfrí og henni leist vel á land og þjóð. Árið eftir harðnaði á dalnum í Sví- þjóð, örðugt var að fá vinnu og þau ákváðu að flytja til Íslands og dvelja hér í tvö ár. Síðan eru liðin rúm tuttugu ár og hér eru þau enn, eiga þrjú börn og Katri komin í sjónvarpið. „Ég var alltaf að breyta heima hjá mér, færa húsgögnin til, kaupa nýjar gardínur og gera eitt og ann- að smálegt. Þegar ég var orðin leið á leikskólastörfunum fór ég svo að aðstoða fólk við að sjá um heimili þess.“ Ritstjóri Húsa og híbýla hafði spurnir af áhuga Katri á heimilum og fól henni að sjá um sérstakan hugmyndabanka í blaðinu. Stóra tækifærið bauðst svo þegar hún var að aðstoða við uppstillingu fyrir Innlit/Útlit og komst þar í tæri við Völu. „Ég sagði henni frá ýmsum hugmyndum sem ég hafði og í kjölfarið hringdi hún og bauð mér að aðstoða sig í þættinum. Þetta kom mér á óvart því það eru svo margir sem tala við hana og hafa einhverjar hugmyndir.“ Eftir að Katri tók að birtast reglulega á skjánum hefur boltinn aldeilis farið að rúlla. „Þegar maður kemur fram í svona þætti auglýsir maður sjálfan sig og ég hef haft mikið að gera við að að- stoða við breytingar og uppstilling- ar á heimilum, verslunum og í fyrirtækjum,“ en samhliða vinnur Katri í húsgagnaversluninni Tekk Company. Hún er sjálf iðin við að breyta heima hjá sér og segir fjölskylduna ekki kippa sér upp við það enda allir orðnir vanir þessu. Katri hefur séð mörg falleg heimili um ævina en nefnir sér- staklega heimili hjónanna Baltasars Kormáks og Lilju Pálma- dóttur í Miðstræti í Reykjavík en hún sá einmitt um það frá a til ö í þrjú og hálft ár. „Það er flottasta heimili sem ég hef séð.“ Katri talar ekki lýtalausa ís- lensku, líkt og sjónvarpsáhorfend- ur hafa tekið eftir, en hún spáir ekki mikið í það. „Völu finnst allt í lagi að ég tali eins og ég tala og þá er það í lagi,“ segir Katri en viður- kennir að hún hafi verið tvístígandi í upphafi um hvort rétt væri að taka tilboðinu, einmitt vegna tungumálsins. „Ég á erfitt með að beygja mannannöfn en finnst þetta í lagi ef ég kem einhverju til skila. Ég læt tungumálið að minnsta kosti ekki stöðva mig.“ bjorn@frettabladid.is 1. flokki 1989 – 56. útdráttur 1. flokki 1990 – 53. útdráttur 2. flokki 1990 – 52. útdráttur 2. flokki 1991 – 50. útdráttur 3. flokki 1992 – 45. útdráttur 2. flokki 1993 – 41. útdráttur 2. flokki 1994 – 38. útdráttur 3. flokki 1994 – 37. útdráttur Frá og með 15. nóvember 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. nóvember. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Innlausn húsbréfa Húsbréf Borgatúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 „Mér finnst þetta mjög svart allt sam- an,“ segir Jónína Ólafsdóttir leikkona aðspurð um meint samráð olíufélag- anna. „Þó ég hafi kannski hugsað með mér að hugsanlega væri samráð á þessum markaði kom þetta mjög aftan að mér þegar málið kom allt á yfirborðið,“ segir Jónína. „Mér finnst starfshættir olíufélaganna lýsa mjög óheilbrigðri stefnu þeirra gagnvart neytendum. Það er líka eins og manneskjurnar séu að versna með degi hverjum. Mér finnst þetta Ísland okkar vera orðið svo rotið. Það er eins og það snúist allt orðið um peninga.“ Jónína segist óska þess að almenn- ingur bregðist við þessu samráði með áþreifanlegum hætti. Vissulega sé erfitt að refsa olíufélögunum fyrir þetta en það sé vel hægt. Hún segist sjálf vera að grípa til aðgerða. „Ég er að selja bílinn minn til þess að þurfa ekki að nota bensíni.“ KATRI RAAKEL TAURIAINEN Stærðfræðin kom í veg fyrir að hún lærði innanhússarkitektúr. BÆKUR Árabilið 1964 til 2004 er viðfangsefnið í nýútkomnu þriðja bindi Sögu Stjórnarráðs Íslands sem kom út í gær. Í því er saga ríkisstjórna á tímabilinu rakin og að auki er þar skrá yfir ráðherra, ráðuneytisstjóra og aðstoðar- menn ráðherra. Er því viðbúið að margur grúskarinn og stjórn- málaáhugamaðurinn líti ritið hýru auga. Jakob F. Ásgeirsson stjórnmálafræðingur og Sigríður K. Þorgrímsdóttir sagnfræðing- ur eru höfundar þessa þriðja bindis. - bþs Þriðja bindi sögu Stjórnarráðsins komið út: Gullnáma fyrir grúskara FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.