Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 22
Fall Berlínarmúrsins: Allsendis ógleymanlegt Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður var í heimspekinámi í Vestur- Berlín haustið 1989 og varð því vitni að langþráðum endurfundum austurs og vesturs. „Fyrstu hliðin voru opnuð á miðnætti en ég frétti ekki af þessu fyrr en morguninn eftir,“ segir Hjálmar en hann bjó rétt hjá múrnum. „Ég fór beint á staðinn og það var ógleymanlegt. Fólk streymdi í gegn, á Traböntun- um eða á tveim- ur jafnfljótum og margir voru h á g r á t a n d i . Mikill munur var í klæða- burði á íbúum r í k j a n n a tveggja. Austur- Þjóðverjarnir voru allir í mar- maraþvegnum gallabuxum.“ Næstu 2-3 dagana á eftir fór allt hefðbundið líf úr skorðum. Alls staðar voru biðraðir, hvort heldur í verslana- miðstöðvum eða á klámbúllum. Öll kaffihús og allir veitingastaðir voru troðfullir. „Þjóðverjar sem alla jafna halda fast um budduna opnuðu þarna hjarta sitt. Ég sá marga Vestur-Þjóðverja bjóða á alla línuna, kannski þrjátíu löndum sínum úr austrinu. Mikill höfðings- skapur greip um sig og það var frá- bært að sjá hvernig hinir jákvæðu þættir mannsandans opnuðust þarna.“ Þegar kvölda tók hélt síðan allt fólkið til síns heima. „Á Potsdamer Platz var risastórt autt svæði en þar hafði verið opnað gat á múrinn. Ég stóð þar og fylgdist með fólkinu streyma til baka með troðfulla poka af appelsínum og alls kyns varningi yfir til Austur-Berlínar baðað í tunglsljósinu. Þessi mynd er greypt í huga mér,“ segir Hjálm- ar Sveinsson, íbúi í Berlín 9. nóv- ember 1989. ■ 22 Berlínarmúrinn var engin smásmíði, 160 kílómetrar á lengd og fjögurra metra hár. Nánast ekkert er hins vegar eftir af þessu steypuflikki, í það minnsta ekki í heilu lagi. Múrinn féll fyrir fimmtán árum í bók- staflegri merkingu því borgarbúar tóku strax til við að höggva þetta kúgunar- tákn í smátt. Molarnir hafa æ síðan gengið kaupum og sölum en hætt er við því að þeir ferðamenn sem í dag festa kaup á meintu Berlínarmúrsbroti séu í raun að greiða fyrir steypu annars staðar frá. Einhver hluti járntjaldsins var flutt- ur til Bandaríkjanna og allstór hluti múrsins var malaður í grús og notaður sem undirlag fyrir neðanjarðarlestir borgarinnar. Heillegasti hluti múrsins sem enn stendur er 1.300 metra löng ræma sem gengur undir nafninu East Side Gallery. Það hefur verið kallað lengsta listasafn sögunnar enda eru málaðar á múrinn myndir af ýmsu tagi í öllum regnbogans litum. ■ Berlínarmúrinn bútaður í smátt HVAR ER? BERLÍNARMÚRINN 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Múrinn var tákn fyrir klofna heimsbyggð Fimmtán ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins en atburðurinn markaði endalok kalda stríðsins. Margir íbúar Þýskalands horfa þó til gamla tímans með söknuði. Fall Berlínarmúrsins er án efa einn merkasti atburður veraldar- sögunnar frá því að heimsstyrj- öldinni síðari lauk en um þessar mundir eru fimmtán ár liðin síðan steinsteypuveggurinn alræmdi var brotinn niður. Fögnuður fólks um heim allan var mikill, ekki síst Austur-Þjóðverja sjálfra, sem voru frelsinu afar fegnir. Fimmt- án árum síðar hefur hins vegar gleði margra breyst í beiskju enda hefur hagur þeirra ekki vænkast jafn mikið og þeir vonuð- ust til. Táknmynd kalda stríðsins Múrinn sem skipti þessari sögu- frægu borg í tvennt var táknmynd kalda stríðsins. „Fall múrsins táknaði því endalok kalda stríðs- ins og endalok þessa heimskerfis sem við bjuggum við frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram á þennan dag. Múrinn var þess vegna ekki bara tákn fyrir skipt- ingu Evrópu heldur heimsins alls,“ segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, þegar hann er beð- inn að meta áhrif múrbrotsins mikla. Þótt hlutirnir hafi gerst hratt þessa nóvemberdaga í Berlín áttu þeir sér nokkurn aðdraganda. Andófsmenn í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra höfðu alla tíð barist gegn ófrelsinu en þegar Mikhail Gorbatsjoff, leiðtogi Sovétríkjanna, innleiddi slökunar- stefnu sína, Perestrojku, fóru hjólin að snúast. „Þessi umbóta- andi smitaðist til Póllands, Tékkóslóvakíu og Ungverjalands en austur-þýski kommúnista- flokkurinn hélt hins vegar fast í sína harðlínustefnu og neitaði að lina tökin sín á þjóðinni,“ segir Baldur og bætir því við að margir íbúar fyrrum Austur-Þýskalands beri kúgunarinnar enn merki. Óumflýjanlegt Það kom í hlut Günthers Scha- bowski, fulltrúa í framkvæmda- stjórn austur-þýska kommúnista- flokksins, þann níunda nóvember 1989 að tilkynna að hömlur á ferðafrelsi til Vestur-Þýskalands hefðu verið afnumdar, eiginlega fyrir slysni þar sem hann svaraði spurningu ítalsks blaðamanns. Þar með opnuðust flóðgáttirnar á milli austurs og vesturs. Raunar höfðu Austur-Þjóðverjar síðustu vikurnar þar á undan flykkst yfir landamærin til Tékkóslóvakíu og Ungverjalands þaðan sem þeir að lokum komust til Austurríkis. Þar við bættust gífurleg mótmæli sem almenningur hafði í frammi og ótryggt stjórnmálaástand en í mánuðinum áður hafði Erich Honecker látið af leiðtogaemb- ætti Kommúnistaflokksins en Egon Krenz leyst hann af. Um svipað leyti heimsótti Mikhail Gorbatsjoff landið og hvatti leið- toga þess til umbóta. Enda þótt stjórnvöld hafi í reynd verið að horfast í augu við orðinn hlut kom fall múrsins flest- um Vesturlandabúum í opna skjöldu. Enginn bjóst við öðru en að ríkjandi heimsmynd myndi haldast í marga áratugi til viðbót- ar. Baldur segir að almennt hafi menn talið að leppríkin stæðu mun betur en þau raunverulega gerðu, bæði efnahagslega og hernaðarlega. „Ástandið var hins vegar miklu verra en nokkurn hafði órað fyrir. Kommúnisminn hafði haldið uppi ákveðnum fronti en í raun var staðan afar slæm og ríkið komið að fótum fram.“ Blendnar tilfinningar Þótt fáir hugsi til kalda stríðsins með miklum söknuði eru skoðanir skiptar á meðal Þjóðverja um hversu vel heppnuð sameining Þýskalands hefur reynst. Það gull og þeir grænu skógar sem Helmut Kohl, þáverandi kanslari, lofaði Austur-Þjóðverjum á sínum tíma hafa enn ekki litið dagsins ljós. Atvinnuleysi í þessum hluta Þýskalands er yfir 40 prósent, tvöfalt hærra en í vestrinu, og svæðið er háð ríkisstyrkjum að verðmæti 90 milljarða evra á ári, um 7.750 milljarða króna. Í ágúst síðastliðinn þegar Gerhard Schröder kanslari heimsótti bæ- inn Wittenberge við Elbu var bif- reið hans grýtt með eggjum og ókvæðisorð hrópuð að honum. Jafnframt er áhyggjuefni að rígur fer vaxandi á milli fólks sem múrinn skildi áður að. Margir fyrrum Austur-Þjóðverjar álíta systkini sín úr vestrinu montin og hrokafull en þau telja á móti þá sem eru að austan lata og erfiða. Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að sameining Þýskalands heppnaðist ekki sem skyldi. Gjaldmiðill Austur-Þjóð- verja var metinn allt of hátt til þess að þeir gætu keypt sér varn- ing fyrir vestan. Á móti kom að austur-þýskar útflutningsvörur urðu margfalt dýrari og þar með óseljanlegar. Einkavæðing ríkis- fyrirtækja leiddi til lokunar fjölda þeirra og sú krafa verka- lýðsfélaga að launþegar í austrinu fengju jafn hátt kaup og þeir í vestrinu hafði í för með sér að fáir höfðu áhuga á að fjárfesta í Austur-Þýskalandi. Þýskaland er því ennþá að borga fyrir samein- inguna því hún var margfalt dýr- ari en menn óraði fyrir og er í raun hluti af þeim efnahagsvanda sem Þjóðverjar standa frammi fyrir í dag. Af þessum sökum er kannski ekki að undra að einhverjir sakni gamla Austur-Þýskalands, tilfinn- ing sem Þjóðverjar kalla „Ost- algia“. Búðir sem selja varning frá gamla tímanum eru afar vinsælar í Berlín og eins kvikmyndir á borð við Goodbye Lenin þar sem horft er til gamalla tíma með ljúfsárum söknuði. sveinng@frettabladid.is FRÁ EAST SIDE GALLERY Erich Honecker og Leonid Brésnev reka hvor öðrum rembingskoss. Í GEGNUM MÚRINN Trabant var einkennisbifreið Austur- Þjóðverja. BERLÍNARMÚRINN BROTINN Austur-Þjóðverjar sveifla sleggjunni af miklum móð á meðan landamæraverðir horfa að- gerðarlausir á. HELMUT KOHL OG BÄRBEL BOHLEY Kohl var kanslari Vestur-Þýskalands þegar múrinn féll en Bohley var ein af skipuleggjend- um andófsins gegn austur-þýskum yfirvöldum. Myndin var tekin á minningarhátíð um múrinn sem haldin var í vikunni. BALDUR ÞÓRHALLSSON Baldur var nýbyrjaður í stjórnmálafræðinni þegar múrinn féll. M YN D /R EU TE R S FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L M YN D /R EU TE R S EKIÐ VESTUR YFIR Íbúar austursins komu sér gjarnan vestur yfir á Trabantbifreiðum sínum. VIÐ CHECKPOINT CHARLIE Sýning til minningar um Berlínarmúrinn. HJÁLMAR SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.