Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 24
Nýr borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, tekur tilstarfa um næstu mánaðamót. Niðurstaðan í málið komfurðufljótt og líklega höfðu flestir búist við meiri vand- ræðagangi við val á borgarstjóra en raun varð á. Það sem meira er, er að allir sem hlut eiga að máli virðast afar sáttir við niður- stöðuna. Ljóst er þó að valið á Steinunni er dæmigerð „lending“, kostur sem fáir hefðu tekið sem þann fyrsta en flestir gátu sætt sig við miðað við þær forsendur að nýi borgarstjórinn kæmi innan úr borgarstjórnarflokknum. Sömuleiðis er ljóst að hlutur, eða öllu heldur neitunarvald, Framsóknarflokksins vegur þungt í valinu á borgarstjóranum nýja. Framsóknarmenn vildu ekki of sterkan samfylkingarmann í embættið til að stuðla ekki að uppeldi fram- tíðarleiðtoga þar á bæ. Þeir telja þá væntanlega að engin slík ógn stafi af Steinunni í stólnum og sætta sig við hana þess vegna. Styrkleikar Steinunnar í starf borgarstjórans eru hins vegar margir. Steinunn hefur starfað samfellt í stjórnmálum allt frá háskólaárum sínum þar sem hún var meðal stofnenda Röskvu. Hún varð virk í Kvennalistanum en samstarf á vinstrivængnum í anda Röskvu var áhugamál hennar. Það lá því beint við að hún væri þátttakandi í stofnun Reykjavíkurlistans og seinna Sam- fylkingarinnar. Þessi fortíð Steinunnar er örugglega mikill styrkur þegar hún nú verður leiðandi í R-listasamstarfinu því meirihluti hennar pólitísku fortíðar er einmitt í samstarfi fólks úr mismunandi flokkum á vinstrivængnum. Steinunn hefur verið í borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlist- ans frá upphafi og gegnt forystu í tveimur áberandi málaflokk- um, íþrótta- og tómstundamálum og skipulagsmálum. Í starfi sínu sem formaður íþrótta- og tómstundaráðs sýndi Steinunn Valdís að hún er stjórnmálamaður sem getur sætt sjónarmið og stjórnað þar sem margs konar hagsmunum ægir saman og al- mennt er talið að hún hafi verið afar farsæl á þeim vettvangi. Formennska hennar í skipulagsnefnd, sem er nær í tíma, hefur verið skrykkjóttari. Þar hefur hún verið í brennidepli í erfiðum málum eins og Austurbæjarbíómálinu þar sem hún mátti éta ofan í sig niðurrif hins sögufræga kvikmyndahúss við Snorra- braut og í Hringbrautarmálinu þar sem henni tókst að halda stefnu sinni til streitu en við óvinsældir margra borgarbúa. Ekki má gleyma að Steinunn Valdís er kona og út frá jafnrétt- issjónarmiðum er sterkt þegar kona bætist í hóp þeirra sem gegna valdamestu embættum landsins. Auk þess telst hún ung í stjórnmálaheimum, reyndar vantar hana ekki nema nokkra mánuði í fertugsafmælið, rétt eins og Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún settist í stól borgarstjóra 1994. Verkefni Steinunnar Valdísar næstu 18 mánuði verður að skjóta samstarfsfólki sínu í Reykjavíkurlistanum, ekki síst framsóknarfólkinu, ref fyrir rass og sýna fram á að hún er öfl- ugur leiðtogi. Ef henni tekst það er hreint ekki víst að dagar hennar í stóli borgarstjóra verði taldir að loknum næstu borg- arstjórnarkosningum, hvort sem R-listasamstarfið heldur áfram eða ekki. ■ 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Valið á arftaka Þórólfs Árnasonar í stóli borgarstjóra gekk hratt miðað við þá pattstöðu sem virtist vera komin upp. Nýr borgarstjóri í Reykjavík FRÁ DEGI TIL DAGS F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 F yrir um tíu árum voru vin-sældir bandarísku atvinnu-mannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA-deildarinn- ar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Ís- landi fyrir jólin 1994 um skær- ustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með der- húfur merktar liðunum og óhóf- legum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skipti- spil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan, sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera fræg- asti íþróttamaður heims síðan Muhammad Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA-deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratugnum var mikil lægð í at- vinnukörfubolta í Bandaríkjun- um. Leikmennirnir urðu margir uppsvísir að ýmiss konar hneyksl- um svo sem vegna eiturlyfja- neyslu og annars ólifnaðar. Al- mennt er álitið að kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar „Magic“ Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979-80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sín- um og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og fram- komu utan vallar. Sérstaklega var „Magic“ mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og of- dekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að „Magic“ og Bird fóru í gamal- gróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. „Magic“ fór til Los Angeles á vesturströndinni og Bird til Boston á austurströnd- inni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með höfðu deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikil- vægustu mörkuðunum í Banda- ríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ung- menna. Þetta réð mestu um að NBA-deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA-æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnu- menn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði „Magic“ og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns, og Michael Jordan, sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA-deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja at- hygli almennings á deildinni. Fjöl- margir leikmenn hafa verið staðn- ir að eiturlyfjanotkun og skot- vopnaeign og ein helsta von deild- arinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt til að taka við kyndli deildarinnar fara í súg- inn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leik- manna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O’Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meist- aratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O’Neal og þjálfar- ann Phil Jackson fara til að þókn- ast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Sérfræðingar um málefni NBA-deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörð- urinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er að- eins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinn- ar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skamm- ar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og bar- áttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA-deild- inni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra, Carmelo Anthony, hef- ur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í far- angri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwyane Wade, félagi Shaquille O’Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA-deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA-deildina gætu spennandi tímar verið fram undan og ef leikmönnum og stjórn- endum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað veru- lega í þeim hópi á næstu árum. Grein þessi birtist upphaflega á Skoðanavefnum á visir.is. Þar birtast daglega nýjar greinar um málefni líðandi stundar. Safnað fyrir Valhöll Sjálfstæðismönnum um land allt barst í gær bréf frá Davíð Oddssyni og Geir H. Haarde þar sem þeir eru beðnir um að láta fé af hendi rakna til að greiða reikninga vegna hinna miklu og kostn- aðarsömu endurbóta á húsi flokksins í Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut, en framkvæmdum er nýlega lokið. Flokks- bundnir sjálfstæðismenn skipta þúsund- um og greiðir stór hluti þeirra regluleg gjöld til flokksins. Er flokkurinn því ekki eins háður fjárframlögum frá fyrirtækj- um og ýmsir aðrir stjórnmálaflokk- ar. Aftur á móti eru forystu- menn Sjálf- stæðis- flokksins á móti því að öll framlög til flokksins verði gerð opinber og hafa á orði að það sé beinlínis hættulegt lýð- ræðinu að birta opinberlega lista yfir alla þá sem gefa í flokkssjóðinn. Þetta sjónarmið er umdeilt og líklega á undanhaldi, meðal annars vegna þess að ýmsir telja að stjórnmálaflokkarnir hafi misnotað leyndina sem umlukið hefur fjárhag þeirra. Upplýsingar á netinu Hvergi á byggðu bóli er fólki jafnt annt um friðhelgi einkalífsins og jafn tor- tryggið gagnvart ríkisvaldinu og vestur í Bandaríkjunum. Samt þykir þar í landi sjálfsagt að greina frá því opinberlega hverjir styrkja stjórnmálaflokka og ein- staka frambjóðendur. Þar er þetta talið styrkja lýðræðið og eyða tortryggni en ekki öfugt. Upplýsingar um hvern doll- ara sem skiptir um hendur í þágu stjórnmálabaráttu eru meira að segja að finna á vefsíðum á netinu. Þar er hægt að slá nafni einstaklings eða fyrir- tækis í viðeigandi reiti í leitarvélum og koma þá samstundis upplýsingar um þær fjárhæðir sem viðkomandi aðili hefur látið af hendi rakna. Þar má til dæmis sjá að fjölm- argir Íslendingar búsettir vestanhafs settu peninga í sjóði þeirra Bush og Kerrys í kosn- ingabaráttunni á dögunum. UMRÆÐAN BANDARÍSKI KÖRFUBOLTINN ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR Fyrir áhugamenn um NBA-deildina gætu spennandi tímar verið fram undan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinn- ar tekst að halda rétt á spil- unum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum. ,, NBA: Endurnýjun eða hnignun? ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS gm@frettabladid.is » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.