Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 35
Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 13. nóv., 318. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.51 13.12 16.33 Akureyri 9.49 12.57 16.03 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Það er auðvitað ekkert skrýtið því hann er á rauðum Jagúar árgerð 1978 og bílnúmer- ið er R-666. „Það hefur verið draumurinn lengi að eignast Jagúar,“ segir Szymon. „Ég lenti í því í sumar að tapa tveimur bílum, annan lánaði ég kunningja mínum sem lenti í árekstri þannig að bíllinn eyðilagðist og hinn bíllinn dó. Þá var ég bíllaus í einhvern tíma en sá svo þennan og það var ást við fyrstu sýn. Ég var hrikalega blankur og átti svo sem ekkert fyrir honum,“ segir hann hlæjandi og fæst ekki til að gefa upp hvað bíllinn kostaði. „Þetta er 78-módelið, algjör antík og í toppstandi. Hann kostaði sitt. Ég verð líka að fá að koma því að hvað ég er þakklátur starfsfólki hjá bíll.is. Þau voru svo elegant og hjálpleg og redduðu öllu fyrir mig.“ Szymon segir engu líkt að keyra þennan bíl og segir það draumi líkast. „Mér finnst ég svífa yfir jörðinni.“ Bílnúmerið R-666 vekur líka athygli, en talan hefur verið kennd við andkrist. „Ég hugsaði aðeins um það,“ segir Szymon, „en fyrst og fremst er þetta töfratala. Það er galdur í þessu númeri, góður galdur.“ Szymon hefur átt nokkra gamla bíla í gegnum tíðina en engan eins flottan og þennan. „Ég er brjálaður í antíkhluti yfir- leitt, safna þeim alls staðar að mér og finnst þeir ekki vera hlutir heldur verur sem spjalla við mig og gefa mér kraft og styrk.“ bilar@frettabladid.is Alfa Romeo GT er nýjasti bíll- inn sem Alfa Romeo-umboðið á Íslandi hefur bætt í safnið sitt. Alfa Romeo GT er sportbíll með sæti fyrir fjóra fullorðna. Sætin eru lúxusútgáfa af körfusætum sem halda um öku- mann og farþega. Þessi glænýi sport- bíll verður frumsýndur á Íslandi með vorinu en hægt er að panta bíl nú þegar. M7 vélsleðinn frá Arctic Cat hefur verið kjörinn sleði ársins 2005 af lesendum tímaritsins SnowGoer. Sleðinn er glænýr og er jafnframt fyrsti sleðinn úr flokki fjallasleða sem hampar þessum eftirsóknaverða titli. Beltin á sleðanum eru lengri en þekkist og hann er afar létt- ur, aðeins 208 kíló. Hann hent- ar því vel fyrir krefjandi fjallaklifur. Í umsögn Snow- Goers segir að M7 hafi borið sigur út býtum vegna þess að hann hafi endurskilgreint fjallaklifur á vélsleða í hug- um manna. Umboðsaðili Arctic Cat á Íslandi er B&L. Í þá gömlu góðu daga var vandamál að velja lit á bíl. En þá var svo sem ekki margt annað í boði. Nú keppast bíla- framleiðendur um að framleiða sem flottustu aukahlutina í bíla eins og litlar frystikistur, dem- antslagðar felgur og sjónvarp með gervihnattadisk. Hver neytandi getur hæglega eytt um það bil hundrað þúsund krónum í fína aukahluti. Aukahlutabransinn hefur verið að vaxa um átta prósent á milli ára eins og kemur fram á heimasíðu blaðs- ins Wall Street Journal. Tortímandinn Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, ferðaðist til Japans í síðustu viku til að fara á fund stjórnenda Toyota. Arnold mun væntanlega verða nýja andlit Toyota Prius-bifreiðarinnar og ætlar hann sér að kynna hana í bak og fyrir í heimaríki sínu. Arnold nýtir tæki- færið og eyðir tíma sínum líka í að kynna Kaliforníu fyrir Japönum en meira en hálf millj- ón Japana heimsækir Kaliforníu á hverju ári. Szymon hafði lengi dreymt um Jagúar áður en hann keypti sér slíkan bíl í sumar. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mamma, af hverju fær maður nálapúða í fæturna ef maður liggur of lengi á þeim? Skipt um dekk BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Szymon Kuran, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, vekur hvarvetna athygli á ferð í bílnum sínum. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR Göldróttur Jagúar Citroën C5 er nýkomin í umboðið hjá Brimborg og að því tilefni verður efnt til franskrar stemn- ingar í húsakynnum Brimborgar að Bíldshöfða 6. Herlegheitin hefjast klukkan 12 og lýkur klukkan 16 í dag, 13. nóvember. Allir gestir fá kaffi og croissant og Edith Piaf mætir á svæðið um klukkan 14 og tekur lagið. Hver sem er getur reynsluekið nýja C5 bíl- inn, en hann er einn af mest seldu bifreiðum í Evrópu í sín- um flokki. C5 er með vökvafjöðrun og búinn sjálfvirkni. Bíllinn er fimm dyra með hlera að aftan en einnig er hægt að fá hann sem station- bíl. Verðið er frá 2.170.000 krónum. Búast má við að franskir dagar verði aftur í mars á næsta ári hjá Brimborg þar sem Citroën C4 verður frumsýndur. Ljúfir og kelnir hreinræktaðir persnesk- ir kettlingar til sölu. Með ættbók, fyrstu sprautu og heilbrigðisskoðaðir. Nánari upplýsingar í s. 554 2506. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 254 stk. Keypt & selt 48 stk. Þjónusta 37 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 37 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 35 stk. Atvinna 28 stk. Tilkynningar 9 stk. Citroën C5 verður frumsýndur hjá Brimborg í dag. FRUMSÝNING HJÁ BRIMBORG - Lúxusbíll frá Citroën
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.