Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 58
46 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Innifalið í verði er: Æfingatreyja, sokkar og stuttbuxur Morgunmatur Allar nánari uplýsingar í síma 896 2386 og á heimasíðu okkar www.knattspyrnuskólinn.is Skráning er á: skraning@knattspyrnuskolinn.net 4.3.2.m.fl. karla – 3.2.mfl.kvenna Æfingar 3x í viku Þriðjudagar, Fimmtudagar og Föstudagar kl: 06.30 - 07.30. 4 vikur kosta 21.900 4.975 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu. 5.flokkur karla og 4. flokkur kvenna: Æfingar 2x í viku Mánudagar og Miðvikudagar kl: 06.30 - 07.30 4 vikur kosta 15.900 4.433 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu. Námskeið 4 vikur: 15. Nóv–10. Des. Markmannsþjálfun: Guðmundur Hreiðarsson Almennur hluti 1c Almennur hluti 1 - Fjarnám Þ já lf ar an ám sk ei ð Í S Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Helgina 19. – 21. nóvember n.k. verður Þjálfari 1c – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um starfsemi líkamans og íþróttameiðsl. Farið verður yfir stefnu ÍSÍ í forvarnarmálum og einnig verður kynning á notkun tölvu- og upplýsingatækni við þjálfun. Þátttakandi verður að hafa lokið almennum hluta 1b til að komast á þetta námskeið. Námskeiðinu lýkur með skriflegu próf. Verð á námskeiðið er kr. 8.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 17. nóvember. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is ÍSÍ býður nú upp á þjálfaranámskeið í gegnum fjarnám. Námskeiðið innheldur námsefni þeirra þriggja námskeiða sem ÍSÍ hefur boðið uppá á 1. stigi. Námskeiðið er jafngilt ÍÞF102 áfanga framhaldsskólanna og kennt verður í gegnum Menntagátt Menntamálaráðuneytisins. Námskeiðið er ígildi 60 kennslustunda og er byggt upp með verkefnum og umræðum auk þess sem farið er í glærusýningar. Námsbækur eru þær sömu og á hefðbundnum þjálfaranámskeiðum ÍSÍ. Að auki gefst þátttakendum færi á að skoða verklega þætti á geisladiski sem fylgir námskeiðinu. Verð á námskeiðið er kr. 20.000,- en þeir aðilar sem lokið hafa hluta námsins í gegnum önnur námskeið ÍSÍ eða hafa sambærilegt nám að baki gefst kostur á sækja þetta námskeið á lægra verði. Skráningar þurfa að berast á netfangið namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 24. nóvember. Kennsla hefst mánudaginn 29. nóv. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar hafa nóg að gera þessa dagana í körfubolt- anum því liðið stendur í ströngu á öllum vígstöðum bæði heima og erlendis. Keflvíkingar léku í gær við KR í Intersportdeildinni en það var annar leikur liðsins í einni erfið- ustu leikjatörn sem íslenskt körfuboltalið hefur gengið í gegn- um. Hún hófst með glæsilegum sigri liðsins á portúgalska liðinu Madeira í Bikarkeppni Evrópu á miðvikudaginn og endar um næstu helgi þar sem svo gæti far- ið að liðið spilaði leiki þrjá daga í röð. Það er ekki nóg með að þetta séu margir leikir á stuttum tíma heldur eru þetta mikilvægir leikir gegn sterkum liðum. Inni í þessari törn eru tveir Evrópuleikir gegn portúgölsku og frönsku liði, útileikur gegn KR, heimaleikur gegn Grinda- vík og svo úrslit Hópbílabik- arsins sem fara fram um næstu helgi. Þar leikur Keflavík fyrst við topplið Njarð- víkur og vinnist sá leik- ur bíður úrslitaleikur við Grindavík eða Snæ- fell rétt rúmlega hálfum sólarhring síðar en allt eru þetta sterk lið sem krefjast öll fullrar ein- beitingar og athygli frá leikmönnum Keflavík- urliðsins. Lítill tími til að blása úr nös Komist Keflvík- ingar í úrslitaleikinn verður hann sjötti leikur liðsins á ell- efu dögum en það gefst lítill tími til að blása úr nös eftir þessa ótrúlegu helgi því tveir úti- leikir bíða í vik- unni á eftir, fyrst ferð til Frakklands þar sem liðið mæt- ir Reims og svo á Selfoss þar sem lið- ið spilar við Ham- ar/Selfoss en það verður hugsanlega áttundi leikur liðs- ins á tveimur vik- um. Þá hefur Keflavíkurliðið á 14 dögum spilað átta kvöld og fengið hvíld frá leikjum á aðeins sex kvöldum sem eru líklega flest tekin undir æf- ingar. Keflvíkingar unnu tvöfalt í fyrra, fóru alla leið í úrslitaleik Hópbílarbikars- ins og áfram í Evr- ópukeppninni þrátt fyrir mikið álag á leikmönnum liðsins. Standast álagið með glans Liðið spilaði alls 54 leiki í öllum keppnum á vegum KKÍ eða FIBA en þrátt fyrir það var ekki að sjá nein veikleikamerki á liðinu þegar það vann Snæfell 3-1 í lokaúrslitunum í apríl. Liðið stóðst það álag með glans þar sem Sigurður Ingimund- arson, að venju Keflvíkinga, spilar á mörgum mönnum og er mjög umhugað um að sínir menn endurnýi orku- birgðir sínar. Þrátt fyrir að viðlíka törn myndi reynast flestum íslenskum liðum ofviða eru líklega engir betri í að spila átta leiki á 14 dögum en einmitt Keflvíkingar, sem sætta sig að sjálfsögðu ekki við neitt annað en að vinna alla leikina. ooj@frettabladid.is Átta leikir á tveimur vikum Keflvíkingar eru á fullu á öllum vígstöðum í körfunni og spila hugsanlega átta leiki á tveggja vikna kafla, þar á meðal þrjú kvöld í röð. NÚ REYNIR Á STÓRA MANNINN Anthony Glover er eigilega eini mið- herji Keflavíkurliðsins og því kemur til með að reyna mikið á hann þegar Keflavík leikur allt að átta leiki á tveimur vikum. ÁTTA LEIKIR Á 14 DÖGUM? Mið. 10. nóv. Madeira (heima) Eins dags hvíld Fös. 12. nóv. KR (úti) Tveggja daga hvíld Mán. 15. nóv. Grindavík (heima) Tveggja daga hvíld Fim. 18. nóv. Bakken Bears (heima) Fös. 19. nóv. Njarðvík (Höllin) Lau. 20. nóv. Úrslitaleikur Hópbílarbikars Tveggja daga hvíld Þri. 23. nóv. Reims (úti) Eins dags hvíld Fim. 25. nóv. Hamar/Selfoss (úti) Úrtökumótið fyrir evrópsku mótaröðina í fullum gangi: Birgir Leifur meðal efstu manna á Spáni GOLF Birgi Leifi Hafþórssyni gekk öllu betur á öðrum degi úrtöku- móts fyrir evrópsku mótaröðina sem fram fór í gær og er meðal þeirra 30 efstu fyrir þriðja hring sem leikinn er í dag. Birgir þarf að vera meðal 35 efstu manna að keppni lokinni til að tryggja sér keppnisrétt í evrópsku mótaröð- inni á næsta ári og ljóst að það takmark er ekki úr augsýn haldi kappinn áfram að spila eins og í gær. Leiknir verða alls sex hring- ir á tveimur mismunandi völlum en eftir fjórða hring verður skor- ið niður í 75 kylfinga sem keppa innbyrðis síðustu tvo dagana. Er því Birgir Leifur vel innan þeirra marka eins og staðan er og von- andi að gengi hans verði áfram gott. ■ BIRGIR LEIFUR Er samanlagt á pari eftir tvo fyrstu hringina á úrtökumóti fyrir evr- ópsku mótaröðina Fréttablaðið/Eiríkur Á ÞRIÐJUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.