Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 16.11.2004, Qupperneq 1
● er hrókur alls fagnaðar Sighvatur Sveinsson: ▲ SÍÐA 30 Rafvirki í stuði ● tónleikar í salnum í kvöld Diddú og Eyjólfur Eyjólfsson: ▲ SÍÐA 26 Syngja lög Björgvins Guðmundssonar ● Ísland-Þýskaland á World Cup Viggó Sigurðsson: ▲ SÍÐA 22 Landsliðsþjálfarinn fullur bjartsýni MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR ÍVAN GRIMMI Klukkan átta í kvöld sýnir Kvikmyndasafn Íslands annan hluta Ívans grimma eftir Sergei M. Eisenstein. Myndin verður sýnd í Bæjarbíói við Strandgötu 6 í Hafnarfirði. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 16. nóvember 2004 – 314. tölublað – 4. árgangur RÁÐHERRAFUNDUR Íslensk stjórn- völd vonast til að afsögn Colins Powell sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna dragi ekki úr gildi viðræðna hans við Davíð Oddsson utanríkisráðherra í Washington í dag. Sjá síðu 2 HEIMILISOFBELDI Um 140 skýrt skil- greind heimilisofbeldismál eru greind á ári hverju á slysa- og bráðasviði Landspítalans. Yfir stendur tilraun með bráðamóttöku fyrir þolendur slíks ofbeldis. Tveimur milljónum var veitt til verkefnisins. Sjá síðu 4 UPPRÆTING VÍGAMANNA Bardag- ar blossa upp víða í Írak á sama tíma og herferðin gegn vígamönnum í Falluja er sögð vera að skila sér í upprætingu þeirra. Birgðalestum hjálparstofnana hefur verið snúið frá borginni. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Kristján Franklín Magnús: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Æfir fótbolta, dans og lyftingar ● heilsa SVALT OG VÍÐA ÉL Fremur skýjað á landinu. Nokkuð samfelld snjókoma aust- an og norðaustan til. Sjá síðu 4. Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 KENNARAVERKFALL Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gær- kvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. „Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum,“ segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og at- huga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skóla- skrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga for- eldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til star- fa. „Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirð- ingar foreldra sem bæta ekki úr skák.“ Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sín- um að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælands- skóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svar- að því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greini- lega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður. - ghg SAMGÖNGUR Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. hefur áhuga á að fjármagna jarðgöng á milli lands og Vestmannaeyja, segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður og oddviti Vestmannaeyjalist- ans, en hann var í lok síðustu viku kosinn í stjórn félagsins. Áætlaður kostnaður vegna ganganna nemur um 27 millj- örðum króna. Fasteign hf. er í eigu nokkurra sveitarfélaga auk fjármálafyrirtækja og var stofnað um rekstur húseigna bæjarfélaganna. Lúðvík segir þrennt þurfa að koma til svo af fjármögnun geti orðið. Niðurstaða rannsókna á jarðlögum þarf að leiða í ljós að göngin séu möguleg. „Fyrstu yfir- borðsrannsóknir sýna að það lag hefur ekki hreyfst í 11 þúsund ár og það er nú ágætisafskriftartími á göngum,“ segir Lúðvík, en niður- staða rannsóknar á að liggja fyrir næsta haust. Hin skilyrðin eru að ríkið láti árlega af hendi rakna sömu eða ívið hærri fjárhæð og greidd er vegna reksturs Herjólfs í einhver ár og að virðisaukaskatt- ur verði felldur niður líkt og gert var við gerð Hvalfjarðarganganna. „Með þessum hætti yrði ekki rask- að framkvæmdum hjá ríkinu,“ segir Lúðvík og bendir á að á 30 til 40 árum þyrfti ríkið hvort eð er að endurnýja skipakost til Eyja eða jafnvel byggja höfn í Bakkafjöru. - óká Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.: Vill fjármagna göng til Eyja Landvernd: Ráðuneyti kannar pallbíla UMHVERFISMÁL Fjármálaráðuneyt- ið ætlar að skoða til hvaða ráð- stafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði ein- ungis notuð í atvinnuskyni. Þetta kom fram í svari fjármála- ráðuneytisins við bréfi sem Landvernd sendi í september. Stjórn Landverndar telur að fjölmargir þeirra palljeppa sem fluttir eru til landsins sem vinnutæki og beri gjöld sem slík séu fyrst og fremst notaðir sem einkabílar. Þessi bílar noti mikið elds- neyti og því telur stjórnin að þessi þróun sé ekki í takt við áætlun ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. - ghgÍ RÉTTARHOLTSSKÓLA Gerða, Sandra, Bergþóra, Halla, Helga, Auður og Sigga voru á heimleið í gærmorgun eftir að ljóst varð að kenn- arar kæmu ekki til starfa. Stúlkurnar eru að ljúka grunnskólanámi í vor og höfðu nokkrar áhyggjur af samræmdu prófunum. Fatah-hreyfingin: Vilja Abbas sem forseta GAZA, AP Mahmoud Abbas, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, verð- ur forsetaefni Fatah í forseta- kosningunum í Palestínu. Þetta sagði Nabil Sha- ath, utanríkis- ráðherra palest- ínsku heima- stjórnarinnar. Hann sagði sam- hug um þetta innan hreyfing- arinnar og í raun ætti aðeins eftir að staðfesta það með formlegum hætti. Abbas var valinn leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, eftir fráfall Jass- ers Arafat og hefur verið talinn einn líklegasti eftirmaður Arafats á forsetastóli. Abbas var fyrsti forsætisráðherra Palestínu en sagði af sér eftir deilur við Arafat. ■ MAHMOUD ABBAS Verður forsetaefni Fatah-hreyfingar- innar. Kennt með öllum tiltækum ráðum Kennsla í grunnskólum virðist vera að færast í eðlilegt horf. Skólastjórar búast við fleirum til starfa í dag en í gær. Þeir ætla að leita allra leiða til að komast hjá því að senda börn heim. Þungt hljóð er í kennurum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.