Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 6
6 16. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Axarárásin í Hafnarfirði: Vitnin skrópa og málið tefst Bardagar breiðast út Bardagar blossa upp víða í Írak á sama tíma og herferðin gegn vígamönnum í Falluja er sögð vera að skila sér í upprætingu þeirra. Birgðalestum hjálparstofnana hefur verið snúið frá borginni. ÍRAK, AFP/AP Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á vígamenn í Baquba og Falluja í gær þar sem harðir bardagar geisuðu milli vígamanna annars vegar og bandarískra og íraskra hermanna hins vegar. Tugir manna féllu í bardögum sem hafa breiðst út um Írak í kjölfar árásarinnar á víga- menn í Falluja. Sjö hermenn og 30 vígamenn féllu í bardögum í Mosul. Víga- menn drógu særðan lögreglu- mann úr rúmi hans í sjúkrahúsi í borginni, myrtu hann og hengdu lík hans upp öðrum til viðvörunar. Níu hið minnsta létust í bardögum í Baquba, flestir þeirra óbreyttir borgarar en einnig einn lögreglu- maður og einn vígamaður. Bardagar hafa breiðst út undanfarna daga, einkum í borg- unum Baiji, Mosul, Ramadi og Samarra þar sem súnnímúslimar eru í meirihluta en einnig í Baquba þar sem álíka margir súnnímúslimar og sjíamúslimar búa. Bandarísk og írösk yfirvöld segja bardaga í Falluja á loka- stigi, aðeins eigi eftir að uppræta síðustu leifar vígamanna. Birgðalest Rauða hálfmánans, hlaðinni hjálpargögnum, var snú- ið frá Falluja þar sem ástandið í borginni þótti of hættulegt til að leggja líf hjálparstarfsmanna í hættu. „Ég get ekki fórnað lífi sjálfboðaliðanna. Það er mjög hættulegt að fara inn í Falluja núna og okkur þótti betra að fara ekki inn í borgina,“ sagði Ismail al-Haqi, yfirmaður íraska Rauða hálfmánans. Rauða hálfmánanum hefur ekki tekist að koma hjálpargögn- um til íbúa Falluja þá rúmu viku sem bardagar í borginni hafa staðið yfir. Bandarískar og írask- ar hersveitir hafa snúið birgða- lestum við þegar þær hafa reynt að komast inn í borgina og segja hermenn sína hjálpa íbúunum. Nóg er af hjálpargögnum í sjúkra- húsi borgarinnar, einkum vegna þess að sjúklingar og sært fólk hefur ekki komist þangað. Tugþúsundir hafa flúið Falluja og hafast við í bráðabirgðabúðum við erfiðar aðstæður fyrir utan borgina. Óvissa ríkir um afdrif þeirra sem eftir urðu í borginni, margir eru sárir eftir átök undan- farinna daga. ■ KENNARAR Í VERKFALL Ítalskir kennarar fóru í verkfall í gær til að mótmæla yfirvofandi uppsögn- um. Talið er að tveimur prósent- um starfsmanna skólanna verði sagt upp í sparnaðarskyni, saman- lagt um 14 þúsund manns og mæl- ist það illa fyrir meðal kennara. HUNDRAÐ GLÆPA UNGLINGAR Austurríska lögreglan hefur handtekið fjórtán unglinga á aldrinum fjórtán til sautján ára sem taldir eru bera ábyrgð á 123 ránum og þjófnuðum í Vínarborg. Táningarnir eru taldir hafa haft andvirði á sjöttu milljónar króna upp úr krafsinu. ■ EVRÓPA ■ AFRÍKA VEISTU SVARIÐ? 1Hversu margir spilakassar eru íReykjavík samkvæmt talningu borgar- yfirvalda? 2Hver fékk afhent heiðursverðlaun Ís-lensku kvikmynda- og sjónvarpsaka- demíunnar á Edduverðlaunahátíðinni í fyrrakvöld? 3Hversu oft hefur Dick Cheney, vara-forseti Bandaríkjanna, fengið hjarta- áfall? Svörin eru á bls. 22 Samkynhneigð pör: Fái aukin réttindi ÍRLAND, AP „Samkynhneigð pör ættu að njóta meiri réttinda en nú er en það er langt í að stjórnvöld leggi til að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd,“ sagði Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands. Kveikjan að ummælum Aherns er málshöfðun tveggja lesbía sem krefjast jafnra réttinda á við gagn- kynhneigð pör. Meðal þess sem þær krefjast er að vera skattaðar eins og hjón en írsk skattalöggjöf umbunar hjónum umfram einstak- linga og pör í óvígðri sambúð. ■ Grundarfjörður: Lögreglan fann hasslykt FÍKNIEFNI Fíkniefni fundust í bíl þriggja pilta, sautján og átján ára að aldri, í Grundarfirði í fyrra- kvöld. Bíllinn var stöðvaður í venju- legu eftirliti lögreglu og vaknaði þá grunur um fíkniefnaneyslu vegna hasslyktar. Við leit í bílnum fundust tvö grömm af efni, sem talið er vera amfetamín, og tól til fíkniefnaneyslu. Auk þess fundust nokkrar töflur sem ekki er vitað hverra tegunda eru. Piltunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Mál- ið telst upplýst. ■ Dagur íslenskrar tungu á Gljúfrasteini Aðgangur er ókeypis á safnið í tilefni dagsins – allir velkomnir! Upplestrar klukkan 17.00 Gerður Kristný les úr verðlaunabók sinni Bátur með segli og allt Kristín Steinsdóttir les upp úr Sólin sest að morgni Úlfar Þormóðsson les úr Rauð mold Haukur Ingvarsson les úr fyrstu ljóðabók sinni Niðurfall – og þættir af hinum dularfulla Manga BRUSSEL, AFP Vonast er til að fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins muni taka við völdum 22. nóv- ember, þrem vikum á eftir áætl- un. Það mun ganga upp ef þing Evrópusambandsins samþykkir framkvæmdastjórnina í atkvæða- greiðslu fjórum dögum fyrr. Framkvæmdastjórnin átti að taka við 1. nóvember, en tilnefn- ingar til stjórnarinnar voru dregnar til baka nokkrum mínút- um áður en fjalla átti um þær á þinginu. Þá var ljóst að Ítalinn Rocco Buttiglione, sem tilnefndur var sem dómsmálaráðherra, yrði ekki samþykktur. Jose Manuel Barroso, væntan- legur forseti framkvæmdastjórn- arinnar, sagði í síðustu viku að hann vonaðist eftir góðum stuðn- ingi þingmannanna, þar sem Buttiglione væri ekki lengur tiln- efndur. ■ MANNSKÆÐ FERÐAHELGI 21 einstaklingur lét lífið í um- ferðarslysum í Nígeríu á föstu- dag. Fólk lagði þá í mikil ferðalög í tilefni Eid al-Fitr hátíðahalda sem marka endalok föstumánað- arins Ramadan. Slæmu skyggni og ofsaakstri var kennt um slys- in. VÍGAMENN FAGNA SIGRI Vígamenn réðust á lögreglustöðina í Buhriz fyrir utan Baquba og náðu henni á sitt vald í gær. Einn íraskur lögreglumaður lést í árásinni og fjórir særðust. ROCCO BUTTIGLIONE Vonast er til að tillaga að nýrri stjórn, án Buttiglione, renni í gegnum atkvæðagreiðslu þingsins. Framkvæmdastjórn ESB: Ný stjórn kosin í næstu viku DÓMSMÁL Óútskýrð fjarvera vitna tefur yfirstandandi réttarhöld yfir Berki Birgissyni, sem er meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á tvo menn vopnaður öxi, á veitingastaðnum A. Han- sen í Hafnarfirði í ágúst á þessu ári. Í tvígang hefur þurft að fresta aðalmálsmeðferð og munar mestu um fjarveru mannanna tveggja sem Börkur er sakaður um að hafa ráðist á með öxinni. Þrátt fyrir mikla leit hafa þeir ekki fundist. Þá voru sjö boðuð vitni fjar- verandi, fimm af ókunnum ástæðum en tvö boðuðu forföll vegna veikinda. Saksóknari taldi að vitnin sjö hefðu öll farið fram á nafnleynd. Það gæti tafið máls- meðferðina frekar en við eftir- grennslan kom í ljós að ekkert vitnanna hafði farið formlega fram á nafnleynd. Aðalmálsmeðferð var því frestað til klukkan 15.30 í dag, svo saksóknari geti haft uppi á mönnunum tveimur og kannað hvort vitnin sjö óski í raun og veru eftir nafnleynd. Einn dóm- ara málsins segist ekki muna eftir öðrum eins vandræðagangi í réttarsal. ■ BÖRKUR BIRGISSON Er meðal annars kærður fyrir að ráðast á tvo menn með öxi. Hann ber við sjálfsvörn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.