Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 12
Guðný Jóhannesdóttir býr á Ísafirði en ritstýrir eyfirsku staðarblaði: Skagfirðingur dró Eyfirðing til Ísafjarðar 12 „Mér finnst náttúrlega að allir borgarar landsins verði að fara eftir lögum,“ segir Guðmundur Halldórsson, heið- ursfélagi og fyrrverandi formaður smá- bátafélagsins Eldingar á Vestfjörðum, um fjarvistir kennara frá vinnu í gær í kjölfar lagasetningar sem sett var á verkfall þeirra. „Hitt fannst mér til fyrir- myndar eins og þeir gerðu á Ísafirði, þar sem kennararnir mættu til vinnu sinnar í svörtum fötum og voru með hljóðlát mótmæli,“ sagði hann og bætti við að kennarar sýndu af sér afl- eitt fordæmi með því að fara ekki að landslögum. „Mér finnst þeir ganga of langt, en þögul mótmæli eins og á Ísafirði finnst mér til fyrirmyndar. Ég hef starfað sem sjómaður í mörg ár og oft fengið á mig lög, en sjómenn hafa alltaf borið gæfu til að fara eftir lögum, hvað sem þeim hefur þótt um þau. Við höfum ekki alltaf verið sáttir við lögin sem á okkur hafa verið sett. Langt því frá. Kennarar fá ekki samúð þjóðarinnar með svona vinnubrögð- um.“ ■ GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON Allir fari að lögum VEIKINDI KENNARA SJÓNARHÓLL Starfsmannabústaðir á Kárahnjúkum hafa nú tekið stakkaskiptum eftir að skipt var um þök á þeim og gengið frá annarri aðstöðu sem var afar ófullkomin. Mikið var fjallað um ástand bústaðanna í fyrravetur, þegar í ljós kom að þeir héldu hvorki vatni né vindi. Sandur fauk þar inn í þurrviðri, en snjór í byljum. „Það er búið að setja þök á húsin og ganga frá allri aðstöðu,“ sagði Oddur Friðriksson trúnaðarmaður. „Ég hef engar kvartanir fengið síðan að gert var við húsin. Svo á þetta eftir að koma í ljós þegar vetrarveðrin fara að geisa. Hins vegar er orðið ljóst, eftir haustáhlaupin, að þessi hús standast nokkuð vinda. Nú er bara vonandi að þessar úrbætur hafi gert sitt gagn.“ Oddur sagði að mannlíf væri gott á Kára- hnjúkum. Vetur væri genginn í garð en þeir menn sem nú væru við störf þar hefðu verið þar áður, þannig að við- brögðin við kuldanum væru ekki eins harkaleg nú og í fyrra. „Þetta er eitthvað sem þeir eru aðeins farnir að þekkja. Þeir eru æðrulausir og hlakka bara til jólanna. Stór hluti fer heim þá og kemur síðan aftur. Mér finnst þetta horfa til betri vegar með þau atriði sem út af hafa borið. Lagfær- ing húsanna var eitt af grundvallaratrið- um. Þá finnst mér samstarf undir- og yfirmanna vera að slípast til. Menn ganga að sínum verkum og það er minni efi og óvissa. Óánægjuraddir hafa mikið minnkað, en þó koma alltaf þessar stundir að það örlar á þeim. Það er bara eins og gerist á þessum stóru vinnustöð- um.“ Oddur sagði að íslenskum starfsmönn- um hjá Impregilo hefði heldur farið fækkandi á síðustu mánuðum. Hann kvaðst hafa lagt að forráðamönnum að ráða fleiri Íslendinga, en þeir hefðu nokkuð greiðan aðgang að Vinnumála- stofnun með áritanir. Spurður hvort Íslendingar vildu yfir höf- uð starfa hjá Impregilo kvaðst Oddur telja að svo væri ekki. „Það er þessi fasti kjarni þarna sem er tiltölulega sáttur. En úthöldin eru ofsa- lega löng fyrir fjölskyldufólk. Þau eru 28 dagar og síðan vika í fríi. Þetta er mjög langur tími, einkum yfir háveturinn.“ ■ Ný þök komin á starfsmannabústaðina EFTIRMÁL: ODDUR FRIÐRIKSSON TRÚNAÐARMAÐUR Á KÁRAHNJÚKUM: 16. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Ég kom til Ísafjarðar í afslöppun- arferð um páskana og var þá leidd fram fyrir karlmann og mér til- kynnt að hann væri mannsefni mitt,“ segir Guðný Jóhannesdóttir, alsæl með lífið og tilveruna fyrir vestan og bætir við að þar sem þau séu bæði hlýðin með eindæm- um hafi hún flust búferlum í haust. Húsbóndinn heitir Karl Jóns- son og er frá Sauðárkróki og ann- ast innkaup á sjúkrahúsinu á Ísa- firði. Guðný var blaðamaður hjá Fróða og skrifaði um efni sem snerti landsbyggðarfólk í tímarit fyrirtækisins. Þegar kreppti að missti hún starfið og stóð uppi at- vinnulaus. Hún lagðist ekki í eymd og volæði heldur bjó sér hreinlega til vinnu; fékk prentsmiðjuna Ás- prent/Stíl á Akureyri í lið með sér og hóf að skrifa og gefa út tímarit- ið Við sem fjallar um mannlíf á Akureyri og nágrenni. „Blaðið gengur mjög vel enda spilum við þetta eftir eyranu og pössum að fara ekki fram úr okk- ur,“ segir Guðný og þvertekur fyrir að það sé eitthvert vandamál að búa á Vestfjörðum og skrifa um menn og málefni í Eyjafirði. „Tölvur og net bjarga því og svo nýt ég aðstoðar nemenda við fjöl- miðladeildina í Háskólanum á Ak- ureyri.“ Ritstjórnin er ekki eina starf Guðnýjar því hún vinnur að gæða- málum hjá byggingafyrirtækinu Ágústi og Flosa á Ísafirði og hefur því í mörg horn að líta. Að auki er heimilið stórt, þar búa tvö börn Guðnýjar og annað tveggja barna Karls. „Þau eru þriggja, fimm og sjö ára og það er mikið fjör hjá okkur.“ Guðný unir hag sínum vel vestra og segir sig í stórum hópi fólks sem hafi uppgötvað dásemd- ir Vestfjarða. Eyrarfjall blasir við henni á degi hverjum í stað Vaðla- heiðar áður en eitt sinn var Esjan hennar bæjarfjall. „Ég bjó í Reykjavík í tvö ár en ég kunni ekki alveg við umferðarhraðann,“ segir hún. „Færri bílar eru á Ísa- firði en í Reykjavík og þeir aka líka hægar.“ bjorn@frettabladid.is BETRI BÚSTAÐIR Starfsmannabústaðir Impregilo á Kárahnjúkum hafa verið lagfærðir fyrir veturinn. Myndin er tekin á Kárahnjúkum. Hreinar hendur – örugg samskipti Öflugt kornótt handþvottakrem fyrir mikil óhreinindi – fáanlegt í 4,5 ltr og 600 ml pk. Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 21 GUÐNÝ JÓHANNESDÓTTIR Eyrarfjallið er hennar fjall um þessar mundir. Spjallið við smáfólkið Á degi íslenskrar tungu eru landsmenn hvattir til að leggja sérstaka rækt við mál sitt. Grunnskólabörn munu reyna að gera sér dagamun þrátt fyrir röskun á skólastarfi. Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag, að venju á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Það er ekki síst í skólum landsins sem mikið hefur verið um dýrðir á þessum degi en að þessu sinni er hætt er við að kjaradeila kennara setji örlítið strik í reikninginn. Margrét Erlendsdóttir, kennari í Fossvogsskóla, segir ekki alveg ljóst hvað gert verður í tilefni dagsins en ætlunin var að rýna í ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Þórarins Eldjárn. „Ég var byrjuð að undirbúa daginn í síðastliðinni viku og fékk til mín nokkra krakka sem voru komin með texta sem átti að lesa. En við ætluðum að æfa í vikunni og af því hefur ekki orðið þannig að ég á síður von á að það verði skipulögð dag- skrá hjá okkur. Hvað hver kenn- ari gerir í sínum bekk veit ég ekki,“ segir hún. Að sögn Margrétar hafa gríslingarnir yfirleitt gaman að ljóðalestri. „Ég hef verið í mörg ár með ýmsa bekki og oftast hafa krakkarnir gaman af ljóðum, bæði gömlum og nýjum. Oft not- um við þetta sem kveikju og síðan fara þau sjálf að leika sér að mál- inu.“ Þegar Margrét er spurð hvern- ig best sé að kveikja áhugann hjá ungviðinu stendur ekki á svörum. „Það þarf bara að tala við þau, fá þau til að hugsa dálítið í líkingum og lýsa því sem þau sjá. Ég reyni að fá þau til að umorða og skreyta mál sitt og ýmislegt í þeim dúr.“ Margir telja að heldur hafi dofnað yfir málvitund barna á undanförnum árum en Margrét er ekki viss um það. „Það er ekkert hægt að alhæfa. Málvitund barna byggist mjög mikið á því að lesið sé fyrir þau og sérstaklega að talað sé við þau. Þannig læra þau tungumál- ið. Kannski er minna talað við börn á heimilum núna en áður, ég hugsa að það sé það sem við finnum helst fyrir. Hins vegar er auðvelt að kveikja áhuga hjá krökkunum. Ég hef oft fengið mjög skemmtileg lít- il ljóð enda hugsa þau svo margt, þetta eru heimsspekingar,“ segir Margrét hlæjandi að lokum. sveinng@frettabladid.is MARGRÉT ERLENDSDÓTTIR Margrét segir krílin hugsa margt skemmtilegt enda eru litlir heimspekingar á ferðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.