Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 89 stk. Keypt & selt 27 stk. Þjónusta 34 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 13 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 5 stk. Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 16. nóv., 321. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.00 13.13 16.24 Akureyri 10.01 12.57 15.53 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég veit hvað ást er, en það er ekki hægt að útskýra það, bara vita það! Matur á meðgöngu BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Æfir lyftingar, fótbolta og dans Heilsan er mikilvæg í starfinu segir Kristján Franklín Magnús leikari. Nýjustu rannsóknir á alkóhól- isma sýna að ekki aðeins séu til gen sem valda sjúkdómnum heldur eru einnig til gen sem varna gegn honum. Sjúkdóm- urinn er talinn koma til að helmingi vegna erfða en hinn helmingurinn sé samfélagsleg- ur þáttur. En það sem virðist vera að skýrast æ meir er að genin virka á tvo vegu, annars- vegar með því að verja fólk gegn ofdrykkju en ýta undir þau hjá öðrum. Til dæmis bera margir Japanir, Kínverjar og gyðingar gen sem auka magn lifraensíma þegar þeir neyta áfengis, sem veldur mikilli ógleði og örum hjartslætti. Þessi líkamlegu óþægindi draga úr neyslu áfengis. Aðrir bera gen sem virka á heilann frekar en lifrina og geta aukið líkur á alkóhólisma. Nýtt segulómtæki var tekið í hús Landspítalans - háskólasjúkrahúss þann 11. nóvember síðastliðinn. Tækið er 1,5 tesla af gerðinni Magnetom Avanto framleitt af Siemens í Þýskalandi. Það er af fullkomnustu gerð segulóm- tækja sem framleidd eru í heiminum í dag. Því var komið fyrir í nýju, björtu og rúmgóðu húsnæði í G álmu sjúkrahúss- ins í Fossvogi sem er sérhann- að fyrir starfsemina. Tækið verður tekið í notkun í byrjun desember og verður eitt af mikilvægustu og öflugustu lækningatækjum sjúkrahússins. LIGGUR Í LOFTINU í heilsu heilsa@frettabladid.i Kristján og Sigríður sækja danstíma í Kramhúsinu um þessar mundir og læra hinn sjóðheita og suðræna tangó. Af nógu er að taka hjá Kristjáni Franklín Magnús leikara þegar hann er spurður um hvernig hann heldur sér í formi sökum mikillar fjölbreytni í hreyf- ingum hans. „Ég er í fótbolta með hópi karlmanna sem ein- hvern veginn hefur lent saman. Við æfum einu sinni í viku inni og úti upp í þrisvar sinnum í viku. Ég var í fótbolta þegar ég var yngri en hann þurfti að vík- ja fyrir borðtennis. Ég var alltaf sendur í sveitina á sumrin og á meðan ég var að mjólka kýr voru vinir mínir að spila fótbolta með liðinu mínu, KR. Það var í þá gömlu góðu daga,“ segir Kristján en spurning er hvort hann sé í eins góðu fótboltaformi og hann var? „Hæfileikarnir eru enn til staðar en getan hefur að- eins minnkað. Þetta er samt ennþá jafn gaman.“ Kristján lætur ekki fót- boltann duga og lyftir lóð- um öðru hvoru. „Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa um heilsuna í því starfi sem ég er í. Maður þarf kraft til að stunda þetta starf,“ segir Kristján sem náði að draga konu sína, Sigríði Arnardóttur, í danstíma í Kramhúsinu. „Við reynum að fara einu sinni til tvisvar í viku. Við höfum helst verið í sam- kvæmisdönsum en nú erum við í argentínskum tangó. Það er voðalega gaman að geta gert eitthvað saman fyrir utan heimilið. Það er alveg öfugt farið með okkur miðað við önnur pör þar sem það var ég sem dró hana í dans en henni leist ekkert á blikuna fyrst.“ lilja@frettabladid.is FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.