Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2004 Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn Bætiefni á betra verði! Gerið verðsamanburð! Glucosamine byggir upp brjósk í liðum. Það er því mikilvæg hjálp til að viðhalda heilbrigðum liðum. Þú finnur ekki sterkara Glucosamine hérlendis, 1500mg í einni töflu. Nánari upplýsingar á: www.heilsa.is og í bókinni "Glucosamine, Nature´s Arthritis Remedy" (Longevity Res. Ctr. CA) A ð ein s 1 á d ag ! Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. „Í raun og veru er verið að ein- blína á allar konur sem geta eignast börn. Sérstaklega er lögð áhersla á fólasín en það er mjög mikilvægt að taka á meðgöngu og helst áður en meðganga hefst,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, sérfræðingur á Mat- vælasviði Umhverfisstofnunar um bæklinginn. Þrjár stofnanir stóðu að útgáfu bæklingsins: Miðstöð mæðraverndar, Lýð- heilsustöð og Umhverfisstofnun. „Það er mjög mikilvægt að faðirinn lesi bæklinginn því það er mjög góður stuðningur. Það hefur sýnt sig að óléttar konur eru móttækilegar fyrir breyting- um á mataræði til hins betra og því er tilvalið að taka mataræði fjölskyldunnar í gegn í leiðinni, ef þörf er á. Þannig fá allir góða næringu og borða reglulega,“ segir Jóhanna en hún segir að þörf hafi verið á bæklingi um mataræði á meðgöngu. „Öll lönd í kringum okkur búa til samskon- ar bæklinga eða ráðleggingar. Það er alltaf verið að rannsaka mataræði barnshafandi kvenna og nýjar upplýsingar að koma í ljós. Þess vegna er þörf fyrir að endurmeta þær upplýsingar sem eru til staðar og er það á dagskrá að endurskoða þennan bækling reglulega með tilliti til nýrra rannsókna.“ „Óléttar konur spá mikið í það hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Ef þær hafa ekki upplýsing- ar um hvað megi gera þá getur það valdið streitu. Þegar mann- eskja ber ábyrgð á öðrum ein- staklingi þá vill hún, í flestum til- vikum, gera hlutina rétt,“ segir Jóhanna að lokum. ■ Hægt er að nálgast bæklinginn á heima- síðu Umhverfisstofnunar, ust.is. Fólasín mikilvægt á meðgöngu Umhverfisstofnun hefur gefið út bæklinginn Mat og meðgöngu – fróðleik fyrir konur á barneignaraldri. Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, VILL EKKI LÁTA ÓTTANN KOMA Í VEG FYRIR BREYTINGAR. Ekki svo slæmt? Það virðist vera tvennt sem rek- ur fólk áfram til að gera breyt- ingar. Ótti við þjáningu og mögu- leiki á því að öðlast hamingju. Af þessu tvennu virðist ótti við þjáningar hvetja meira. Margir Íslendingar hafa gjörbreytt um lífsstíl vegna þeirra þjáninga sem hafa fylgt því að vera greindir með „ólæknandi“ sjúk- dóm. Í mörgum tilfellum hafa lífsstílsbreytingarnar bjargað lífi þeirra en alls ekki öllum. Ekkert kemur í staðinn fyrir heilsueflingu og forvarnir. En margir sætta sig við ástand sem versnar stöðugt og segja það ekki vera „svo slæmt“. Hvað þýðir það? Það þýðir að fólkið er ekki tilbúið til að gera breyting- ar. Óttinn við þær þjáningar sem fylgja breytingum er meiri en óttinn við þær þjáningar sem fólk mun uppskera haldi það áfram sömu hegðun. Hjá reyk- ingamönnum sem ég hef talað við í gegnum tíðina er þessi hugsun mjög sterk. Margir eru hræddari við að hætta að reykja en þær þjáningar sem reyking- arnar munu að öllum líkindum valda þeim síðar. Hver er lausn- in? Ekki sætta þig við ástandið! Skerðu upp herör gegn ósiðum sem munu örugglega valda þér skaða og gerðu breytingar. Aldrei segja: „Þetta er ekki svo slæmt.“ Sættu þig annað hvort alveg við ástandið eða notaðu kraft óánægjunnar til að fram- kvæma þarfar breytingar. gbergmann@gbergmann.is. Tímaritið fjallar um hollefni og heilsurækt og stuðlar að heil- brigði allra landsmanna en stef- na Heilsuhringsins er að vinna með náttúrunni gegn sjúkdóm- um. Mjög fróðlegt er að finna í nýjasta tölublaðinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis er fjallað ítarlega um D-vítamín. D-vítamín er kallað gleymda vítamínið því margir í hinum vestræna heimi þjást af D-vítamín skorti. Einnig er fjallað um raflækningar og næringu barna og hráfæði. Enn- fremur er talað um hvernig hómópatía getur hjálpað ein- hverfum. Þeir sem hafa áhuga á tíma- ritinu geta haft samband við skrifstofu Heilsuhringsins. ■ Nýtt tölublað Tímaritið Heilsuhringurinn kemur út tvisvar á ári. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.