Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 25
Í fréttum undanfarið hefur verið fjallað um að sú leynd sem hvílir yfir fjárreiðum sumra íslenskra stjórnmálaflokka sé beinlínis hættuleg lýðræðinu. Ég tek heilshugar undir að feluleik- urinn er bein ávísun á spillingu og hreint ótrúlegt ef íslenskir kjósend- ur láta bjóða sér lengur að vera ætl- að að kjósa frambjóðendur sem hafa verið styrktir með leynilegum fjárframlögum. Frjálslyndi flokkurinn hefur starfað í 6 ár og frá upphafi hefur flokkurinn haft opið bókhald og geta allir sem vilja kynnt sér bók- hald flokksins á heimasíðunni xf.is. Í umfjöllun um fjármál íslenskra stjórnmálaflokka hefur stundum verið látið að því liggja að allir við- hafi vinnubrögð sem bjóða upp á spillingu en það á alls ekki við um Frjálslynda flokkinn og viljum við frábiðja okkur að vera bendluð við spillingu annarra stjórnmálaflokka. Prófessor við Háskóla Íslands hefur upplýst að Olíufélagið ESSO hafi greitt laun starfsmanna Fram- sóknarflokksins og dælt peningum í Framsóknarflokkinn og sömu sögu var að segja um Shell sem dældi peningum í Sjálfstæðisflokkinn. Upplýsingarnar eru áhugaverðar fyrir okkur sem styðjum önnur stjórnmálaöfl og vorum tryggir við- skiptavinir olíufélaganna. Um leið og við dældum á bílana okkar á sam- ræmdu verði vorum við að dæla í kosningasjóði kvótaflokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Fyrr í vor mátti lesa um að Framsóknarflokkurinn hefði verið í peningaáskrift hjá Baugi og Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið milljónir hjá sama fyrirtæki. Tals- menn Samfylkingarinnar tala stundum eins og samviskan sjálf um fjármál stjórnmálaflokka og nýlega voru fréttir af einum borg- arfulltrúa þeirra, Stefáni Jóni, sem hafði fundið upp alveg nýja aðferð til þess að koma í veg fyrir spill- ingu. Hún var eitthvað á þá leið að frambjóðendurnir sjálfir tækju ekki þátt í fjáröflun. Ég tel að Sam- fylkingin ætti að líta sér nær þar sem hún hefur ekki enn opnað bók- hald sitt og hlýtur að liggja undir grun um að þar sé ekki allt með felldu. ■ 17ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2004 Munir varðveittir á Hnjóti Petrína Rós Karlsdóttir skrifar: Undanfarið hefur verið töluverð umfjöll- un í fjölmiðlum um stofnun safns um Gísla á Uppsölum og um Samúel Jóns- son í Selárdal við Arnarfjörð, sem er af hinu góða. Það hefur hins vegar ekki komið fram að á suðurfjörðum Vest- fjarða er starfandi Minjasafn Egils Ólafs- sonar á Hnjóti í Örlygshöfn þar sem bæði Gísla og Samúel hefur verið gert hátt undir höfði og ýmsir munir þeirra eru varðveittir. Það var Egill Ólafsson, bóndi á Hnjóti, upphafsmaður þess, sem einna fyrstur gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að varðveita gamlar minjar og helgaði hann líf sitt því starfi að safna bæði fróðleik og munum. Vissulega hefur hann unnið ómetanlegt starf í varðveislu muna og sagna og er þetta eina byggðasafnið á suðurfjörðum Vestfjarða. Egill Ólafsson var einn af þessum eldhugum og einyrkjum sem gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að varðveita minjar um fortíðina eða um lífsbaráttuna. Enginn er eilífur og þegar Egill féll óvænt frá árið 1999 vildi svo heppilega til að mjög góður og fær maður, Jóhann Ásmundsson, tók við starfi hans og hefur hann haldið uppi merki safnsins jafnframt því að fylgjast með nýjum stefnum og straumum í safnamálum. Jóhann hefur í samráði við sveitunga og samferðamenn haft frum- kvæði um margt sem hefur orðið lyfti- stöng fyrir þetta svæði. Rétt er að geta þess að sérstök sýning er á safninu sem helguð er Gísla á Uppsölum. Ég hef ver- ið þeirrar gæfu aðnjótandi undanfarin sumur að starfa með Jóhanni á Minja- safni Egils Ólafssonar og geri mér grein fyrir því mikla starfi sem hann hefur unnið í safnamálum á svæðinu og há- leitum áformum sem hann hefur fyrir svæðið. Mér finnst nauðsynlegt í allri þessari umræðu að það komi fram hve Jóhann Ásmundsson ásamt stjórn safnsins og sveitungum hefur lagt sitt af mörkum í þeim efnum. BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. [Það er] hreint ótrú- legt ef íslenskir kjósendur láta bjóða sér lengur að vera ætlað að kjósa frambjóðendur sem hafa verið styrktir með leynilegum fjárframlögum. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN BÓKHALD STJÓRNMÁLAFLOKKA ,, Hverjir eru bestir? Kristófer Már Kristinsson skrifar: Það gladdi mitt gamla hjarta að lesa og heyra nýlega umsögn OECD um af- burðaárangur Íslendinga í efnahags- stjórn. Auðvitað veit ég að þessar niðurstöður byggjast meira og minna á upplýsingum frá okkar mönnum en samt er hrósið gott og sérstaklega mark- tækt að auki vegna þess að það kemur frá útlöndum. Ég saknaði svo sem einskis nema kannski smáatriðis sem einhver danskur hagfræðingur benti á um daginn og við vitum gjörla, Ísland eháeff er nefnilega rekið með tapi og hefur verið það um árabil. Og svo er hitt, svo sem tíðkast með góðan taprekstur verða engin ný störf til. En þetta er nátt- úrulega tittlingaskítur. Nú heyrist ekki orð Gaman væri að vita hvernig menn hefðu látið ef hlut þeirra Stefáns Jóns Hafsteins og Steinunnar V. Óskarsdóttur hefði ver- ið skipt. Það er að segja, ef Steinunn hefði sigrað í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og verið í orði kveðnu „oddviti“ flokksins í borgarstjórn. Stefán Jón hefði hins vegar farið halloka fyrir henni í kosningum; notið meira fylgis í bakherbergjum en kjörklefum. Svo hefði embætti borgar- stjóra losnað og þá það allt í einu gerst að hann hefði verið valinn en ekki hún. Ætli þá hefði ekki verið hrópað úti um allt að konu hefði verið hafnað en karl verið valinn. Að það hefði verið „gengið fram hjá konu“. - En núna þegar það er kona sem er tekin fram yfir karlmann sem notið hefur meira fylgis, þá minnist enginn á kynferði þeirra. Vefþjóðviljinn á andriki.is                                           !" #$%&'   ()*++%  ,-.   /0  1  23' ,-.   1  4!5' ,-.   6   '  78+)%+))  9 7:  2  7' ;:2 < /0  4!5 23.36 1  '    !  "#" $ %  !  "#"  &' %%()*+,(---   !  "#"   ./ .  ( '  78+)%+)) *  !  "#"   0+    23.36 ' ()*++   !  "#"  /  !  "#"   1&2  4!5*)23.36 $    *=4!5  .* .  , '  78+)%+))  0433    4!5$  ()*++% Spilling stjórnmálaflokkanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.