Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2004 23 Sevillaliðin í sókn Real Betis náði að stöðva Barcelona- hraðlestina á sunnudaginn með 2-1 sigri á heimavelli. Var sigurinn fyllilega verð- skuldaður og sýndi Betis það að eina ráðið til að verj- ast sóknarmönnum Barcelona er að sækja nógu mikið á viðkvæma vörn liðsins. Real Betis hefur annars ekki byrjað sérstaklega vel í haust og sveim- ar um miðja deild, einkum vegna mik- illa runu jafntefla. Ekki var búist við Bet- is í toppbaráttunni í vetur en þó talið að liðið gæti komið á óvart. Mun meiri væntingar voru til nágranna þeirra í FC Sevilla og talið meira en líklegt að sæti í Meistaradeildinni biði þess efnilega liðs og er liðið nú í sjötta sæti og ekki langt í efstu lið. Höfuðlið suðursins Liðin frá Sevilla hafa síðustu árin ævin- lega verið í hópi betri liða Spánar en skort herslumuninn að komast í hóp sterkustu liða. Real Betis hefur verið heldur sterkara undangengin ár en liðin í heild eru áþekk ef litið er lengra aftur í tímann. Bæði eru þau vel studd og draga gjarnan 40-50.000 manns á leiki sína. Þessi höfuðlið Andalúsíuhéraðs og helstu stolt suðurhluta Spánar hefur þó skort fjárhagslega burði til að keppa við stórborgarliðin frá Madríd og Barcelona og misst lið á borð við Valencia og Deportivo fram úr sér. Þessi lið hafa verið reglulega í Meistaradeildinni und- anfarin ár og velgengnin þar hefur fært þeim miklar tekjur sem aftur breikkar bilið milli þeirra og Sevillaliðanna. Svíð- ur Sevillabúum mjög að sjá efnilegustu leikmenn liðanna hverfa á brott reglu- lega. Sevilla missti þannig Jose Antonio Reyes til Arsenal í fyrra og varla verður vist vængmannsins lipra Joaquin mikið lengri hjá Betis miðað við áhuga stórlið- anna á þeim efnilega pilti. Stórveldisdraumar Fyrir nokkrum árum virtist sem Real Betis hefði fundið einhverjar gullkistur því félagið keypti Brasilíumanninn Denilson fyrir metfé. Hann var þá 19 ára og kaupverðið eitt það hæsta í sög- unni. Fleiri menn voru fengnir og ekki verið að spara samanber kaupin á Jó- hannesi Karli Guðjónssyni. Menn veðj- uðu á að jafn vel stutt félag þyrfti ekki að gera annað en að ná einum titli til þess að framtíðin yrði gulltrygg. En öðruvísi fór en ætlað var og Betis með Denilson innanborðs datt niður í aðra deild og botninn þar með úr öllum stórveldisdraumunum. Denilson hékk þó áfram hjá liðinu, enda var hann svo slakur á sinni fyrstu leiktíð að ekkert lið hefði viljað hann nema fyrir skiptimynt. Í annarri deildinni var hann hinsvegar kóngurinn og rauk liðið strax upp um deild og hefur æ síðan verið í baráttu um Evrópusæti. Denilson efur oft átt býsna góða leiki en aldrei orðið sú stór- stjarna sem menn bjuggust við. Landi hans, Marcos Assuncao, er meiri stjarna í dag þótt ekki sé hann sá liprasti í bolt- anum en annars eru helstu menn Betis áðurnefndur Joaquin, Dani og framherj- inn Ricardo Oliveira sem einmitt skor- aði gegn Barcelona. Sevilla er með jafnt og gott lið og lítið um stjörnur þar á bæ. Mikill breidd í liðinu, nokkuð góð vörn og miðja þar sem Cesar Julio Baptista er kóngurinn og jafnframt helsti markaskorari liðsins. EINAR LOGI VIGNISSON Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið HANN KEMUR TIL BYGGÐA OG MISSIR SIG 18. NÓVEMBER SMS LEIK UR Sendu sm sið JA BSB á númeri ð 1900 og þú gae tir unnið! Bíómiðar , DVD myn dir og margt fleira! GOLF Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í 30.-40. sæti fyrir síðasta daginn á inntökumóti fyr- ir evrópsku mótaröðina sem fram fer á Spáni en hann spilaði fimmta hringinn á einu höggi yfir pari í gær. Verður hann al- deilis að spýta í hanskann en að- eins 35 efstu menn eftir loka- hringinn í dag vinna fullan þátt- tökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Gengi Birgis hefur verið upp og niður þá fimm daga sem mót- ið hefur staðið yfir og er hann fimmtán höggum á eftir þeim Francois Delamonte frá Frakk- landi og Simon Wakefield frá Englandi, en þeir eru efstir fyrir lokadaginn á samtals níu höggum undir pari. Stóð hann sig bærilega eftir fyrstu tvo hringina en átti stórleik þriðja daginn og var meðal allra efstu keppenda eftir þann dag. Í fyrradag lék hann hins vegar dapurlega og náði ekki að bæta fyrir það í gær. Meðan árangur Birgis verður að teljast mjög góður á íslenskan mælikvarða þarf hann engu að síður að standa sig vel í dag ætli hann sér að vera í hópi 35 efstu manna og upplifa þar með draum sinn um þátttöku á fremstu mótaröð kylfinga í Evrópu. ■ Á TÆPASTA VAÐ Birgir Leifur er í 30.-40. sæti á úrtökumótinu í Cadiz á Spáni fyrir daginn í dag. Hann þarf að ljúka leik með- al þeirra 35 efstu til að upplifa draum sinn og hljóta fullan þátttökurétt á Evrópumóta- röðinni á næsta ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IR ÍK U R Lokadagur Birgis Leifs á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í dag: Þarf að spila sinn besta leik Á SUNNUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.