Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 492. Páll Steingrímsson. Fjórum sinnum. 30 16. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Jú, auðvitað er ég oft uppgefinn en númer eitt er að hafa gaman af því að skemmta fólki og það geri ég með bros á vör,“ segir Sighvat- ur Sveinsson, skemmtikraftur og rafvirkjameistari á hjúkrunar- heimilinu Eir í Grafarvogi. Sig- hvatur hefur skemmt landsmönn- um flestar helgar síðastliðin þrjá- tíu ár. Hann kallar sig „Hrók alls fagnaðar“ en var á árum áður í tríóinu Hrókar alls fagnaðar og hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar sem lék fyrir gömlu dönsunum í Þórskaffi í kringum 1970. Síðustu fimmtán árin hefur hann verið einn á ferð með hljómborðin sín, gítarinn og harmóníkuna. „Ég var fimmtán ára þegar ég byrjaði að sjálfmennta mig og glamra á gítarinn heima. Ég er fljótur að grípa upp laglínur og spila á hljóðfæri. Leik aðallega á hljómborðið undir dansi og í dinnertónlist og svo nota ég gítar- inn aðallega fyrir fjöldasöng, en ég er ágætur í að stjórna honum og segi oft skemmtisögur á milli laga.“ Sighvatur er með nýjustu tækni í fórum sínum; alls að and- virði tveim milljónum króna. Hljómborðin segir hann vera eins og að vera með fimmtán manna band á staðnum. „Hljómborð eru ekkert annað en tölvur og hljóðgervlar sem geta frosið hvenær sem er. Ég vil ekki lenda í því og hef varann á með tvö í einu. Þannig get ég líka spilað á píanó á öðru og kannski flautu eða fiðlu á hinu. Það lífgar upp á dinnertónlistina.“ Sighvatur spilar aðallega í prí- vat mannfögnuðum en aldrei á búllum eða börum, segir hann. Á lagalistanum eru 400 lög sem hann notar mest og kann bæði að spila og syngja. „Ég er kominn á sjötugsaldur- inn; orðinn 63 ára, en þetta heldur mér ungum og ég er í fínu formi, hjóla og geng mikið og rogast með 200 kílóa græjurnar sjálfur; hef aldrei fengið mér rótara. Ef- laust má kalla mig vinnualka. Og ég er alls ófeiminn; annars væri ég varla í þessu.“ Í vinnu sinni á Eir lét Sighvat- ur kaupa fyrir heimilisfólkið harmóníku og gítar og einu sinni í viku heldur hann skemmtun með gamla fólkinu. „Já, ég hef svona „sing-a-long“ á fimmtudögum og þá bökum við vöfflur í leiðinni. Þetta er mikið fjör og ég segi oft öðrum léttar sögur um að fólk þurfi ekki að kvíða ellinni vegna stuðsins á Eir.“ Í desember gerist svo Sighvat- ur jólasveinn fyrir leikskólabörn sem engan annan vilja sjá. „Ég er með mjög fínan búning og fínt skegg. Farða mig og set upp göm- ul gleraugu og skemmdar tennur sem ég lét smíða upp í mig. Þetta verður að vera ekta; jólasveinn- inn má ekki vera plat.“ thordis@frettabladid.is Fyrsta prentun af ljóðabókinni Andræði eftir Sigfús Bjartmars- son er nánast uppseld hjá útgef- anda. Það þykir einstakt að ljóða- bók seljist svo vel en fyrsta prentun var á milli 400 og 500 eintök. „Það voru eitthvað um tuttugu bækur eftir hjá okkur síðast þeg- ar ég vissi en svo er eitthvað eft- ir í búðunum,“ segir Jón Karl Helgason, hjá bókaforlaginu Bjarti sem gefur út Andræði. „Bókin var prentuð í þessu venju- lega ljóðabókarupplagi. Það er mjög óvenjulegt að ljóðabækur komist inn á metsölulista en hún var í sjöunda sæti í síðustu viku.“ Jón Karl segir að Sigfús hafi náð að kveikja í fólki með ljóðum sínum enda ekkert venjulegt skáld þar á ferð. „Hann er Bólu- Hjálmar meðal vor, yrkir meðal annars um bankastjóra, verð- bréfasala og fjömiðla,“ segir Jón Karl sem býst svo sannarlega við að Bjartur láti prenta annað upp- lag af Andræði. Sigfús hefur á liðnum árum sent frá sér ljóðabækur, sagna- söfn og ferðabækur. Síðasta bók hans, Sólskinsrútan er sein í kvöld, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. ■ Ljóðabók að seljast upp SIGHVATUR SVEINSSON: RAFVIRKI Í STUÐI Er hrókur alls fagnaðar Dótið? Olli strútur og félagar eða Ollie The Ostrich and Friends. Sem er? Grímubúningar af bestu gerð. Hægt er að kaupa þrjár tegundir af bún- ingnum, áður nefndan Olla, Ólivíu strúta- stelpu og Jón og gríðarstóru górilluna. Búningarnir eru einhverjir þeir flottustu sem sést hafa. Búningarnir eru til í ýms- um stærðum en sá stærsti er fyrir rúm- lega tveggja metra og 200 kílóa mann. Þeir eru ákaflega líkir raunverulegum dýr- um en þó þægilegt að klæðast þeim. Aukahlutir? Hægt er að panta búning- inn í öllum regnbogans litum en þó verð- ur að láta vita af því með nokkrum fyrir- vara. Ef fyrirvarinn er nægur kosta breyt- ingarnar ekki krónu. Hvar er hægt að kaupa dótið? Bún- ingarnir eru meðal annars seldir á heimasíðunni www.buycostumes.com. Þar er að finna mikið úrval af grímu- búningum en Olli og félagar eru þeir langflottustu. Þó er mikilvægt að átta sig á því að það tekur þrjár til fjórar vikur að fá búninginn sendan heim. Búningarnir eru alltaf sendir með skipi og því um að gera að panta fyrr en síð- ar. Á heimasíðunni er einnig skýrt tekið fram að ekki sé hægt að skila búningn- um, sama hvað. Kostar? Búningarnir eru venjulega seldir á um 1.300 dollara, sem samsvar- ar um 90 þúsund krónum. Þessa dagana eru búningarnir hins vegar á tilboðsverði og hægt að fá þá á 895 dollara eða rúmar sextíu þúsund krónur. Sumum kann að finnast það heldur mikið en það má ekki gleyma því að svona búningar slá í gegn í öllum veislum. DÓTAKASSINN 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Ómar Ragnarsson fyrir að slá Sveppa, Audda, Gísla Mart- eini og Eddu Andrésar ref fyrir rass á Edduverðlaunahátíðinni. HRÓSIÐ Lárétt: 1 ílát, 5 kýs, 6 einkennisstafir, 7 sem, 8 fugl, 9 trunta, 10 tveir eins, 12 svelgur, 13 dropar, 15 á reikningi, 16 skógardýr, 18 dreifir fræi. Lóðrétt: 1 svitastorknar, 2 ílát, 3 málmur, 4 þrár, 6 vel að sér, 8 skjóti, 11 lífskraftur, 14 hrun, 17 slá. Lausn. – hefur þú séð DV í dag? Eiður Smári Með nuddaranum og eiginkonunni á Íslandi um helgina Lárétt: 1skál,5vel,6fa,7er, 8örn,9 dróg,10tt,12iða,13tár, 15an,16apar, 18sáir. Lóðrétt: 1sveittar, 2ker, 3ál,4langanir, 6fróða,8öri,11táp,14ras,17 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R RAFVIRKINN SÍKÁTI Sighvatur Sveinsson er kominn á sjötugsaldurinn en hefur aldrei verið kátari og skemmtir landsmönnum sem Hrókur alls fagnaðar með fjöldasöng, dinnertónlist og dansi fram á nótt. SIGFÚS BJARTMARSSON Bólu-Hjálmar okkar tíma segir einn af útgefendum hans. » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.