Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! edda.is „Íslensk Lína“ Uggi er lagður af stað í ferðina miklu, ferðina í heimaána sem allir laxar verða að fara. Stærsta ævintýri ársins sagt af Bubba Morthens og Robert Jackson. Ógleymanlegar persónur Djúpríkisins lifna á síðunum í myndum Halldórs Baldurssonar. Ævintýri ársins! Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fyrri bækur sínar: Strandanornir: Bókaverðlaun barnanna, Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi Í Mánaljósi: Bókaverðlaun barnanna Mói hrekkjusvín: Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur Fíasól er sjö ára stelpa sem vill BARA ganga í bleikum fötum og svo hefur hún meira að segja rænt sjoppu. Hugmyndir hennar um að vera í fínum málum stangast oftar en ekki á við hugmyndir fullorðna fólksins. Og þá getur hún verið í vondum málum. Leikur á borði – Íslensku barnabókaverðlaunin 40 vikur – Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur Spennandi fantasía Á meðan Signý sefur á spítalanum þarf ævintýrapersónan hennar – Leda – að kljást við erfiðar þrautir í öðrum heimi. Æsispennandi bók eftir verðlaunahöfundinn Ragnheiði Gestsdóttur. „ ... upplagt að fjölskyldan lesi bókina saman. Fullorðnir og eldri systkini munu nefnilega ekki síður hafa gaman af uppátækjum Fíusólar en þau litlu.“ – Hrund Ólafsdóttir, Morgunblaðið Bóndabeygjur og bensínbófar Það er myrkur og snjór yfir öllu.Lítil manneskja klárar morgun- verðinn, stingur nesti í tösku, fer í snjógallann, húfu og vettlinga, axl- ar sinn þunga bakpoka og arkar af stað. Í dyrum stendur skólastjóri. Kennararnir mættu ekki í dag. Þið verðið að fara heim og prófa að koma aftur á morgun. Hnípið röltir krílið heim. Kannski er það eitt heima. Í þetta sinn er taskan ekki tekin af bakinu og ekki farið úr bomsunum, bara sest við eldhús- borðið með hönd undir kinn og lopahúfu ofan í augum. Hvenær snýst réttlát barátta upp í and- hverfu sína og verður að skæru- hernaði? STJÓRNARSKRÁIN segir að öll- um skuli tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þar segir líka að börn- um skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefjist. Nú um stundir vilja menn að bensínbófarnir geri upp við þjóð sína. Börn eiga líka þá kröfu að gert verði upp við þau. Stjórnar- skrárvarinn réttur þeirra hefur verið svínbeygður og brotinn. HVER ber ábyrgð? Þegar skip sigl- ir á blindsker mæðir á kallinum í brúnni. Hann á að sjá til þess að áhöfnin komist heil á húfi í land, fái teppi og heitt kakó. Eða á hann að skikka hvern og einn til að standa vaktina til síðasta manns, hvað sem á dynur? Ein af betri hugmyndum sem kastað hefur verið fram að undanförnu er að bensínbófarnir leggi seðlabúntin á borðið, mæti kröfum kennara og borgi þar með skuld sína við samfélagið. Það er tilvalið að olíuflokkarnir sjái um milligöngu. Játningar liggja fyrir svo ekkert er til fyrirstöðu. EN MENN eru uppteknir við stærri og merkilegri styrjaldir, taka kennara í bóndabeygju á meðan þeir þjálfa skáta, slökkvi- liðsmenn og flugumferðarstjóra til hernaðarstarfa á erlendri grund, lýsa yfir stuðningi við stríð í fjarlægum löndum, hreykja sér af – brjóta jafnréttislög og ráða vini sína í hæstu rétti. Þá er nú gott að fá einn borgarstjóra til að segja af sér með tilheyrandi fári. Það kallast tálbeita í styrjöldum og virkar vel svo myrkraverkin megi þrífast áfram. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.