Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 4
4 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Fjarðarbyggð: Framkvæmdir vegna álvers SVEITARSTJÓRN Bæjarstjórn Fjarða- byggðar áætlar að veita 887 milljónum til fjárfestinga á næsta ári. Mest verður varið til vatnsveitu, 205 milljónum; fram- kvæmda við Grunnskóla Reyðar- fjarðar, 160 milljónum og til hafnarframkvæmda, 144 millj- ónum. Auk þess verður leikskól- inn í Reyðarfirði stækkaður. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar segir þess- ar framkvæmdir fyrst og fremst koma til vegna álversins á Reyð- arfirði og fólksfjölgunar því tengdu. „Álverið er þess virði og við getum borgað þetta allt til baka. Við erum brattir yfir þessu,“ segir Guðmundur. Gert er ráð fyrir að íbúar sveit- arfélagsins fjölgi um 250 manns á næsti ári. Auk þess munu 1.200 íbúar búa í starfsmannaþorpi Fjarðaráls. Í fjárhagsáætlun Fjarðabyggð- ar gerir bæjarstjórnin ráð fyrir að afgangur aðalsjóðs sveitarfé- lagsins verði 115 milljónir á næsta ári. Áætlaðar rekstrartekj- ur eru áætlaðar 1.477 milljónir, en rekstargjöld 1.385 milljónir. Helst munar um auknar tekjur vegna fjölgunar íbúa og hækkunar tekna af fasteignagjöldum um 264 millj- ónir vegna hækkunar fasteigna- mats. ■ Sýna mannréttindum megnustu fyrirlitningu Stríðandi fylkingar sýna mannúðarsjónarmiðum enga virðingu í Írak sagði aðgerðastjóri Rauða krossins þegar hann fordæmdi hvort tveggja vígamenn og bandaríska og íraska herinn fyrir framgönguna í bardögum. ÍRAK, AFP/AP „Samhliða því að bar- dagar í Falluja og annars staðar halda áfram virðist hver nýr dag- ur bera með sér ný merki algjörr- ar fyrirlitningar fyrir grundvall- aratriðum mannúðar, þess að vernda mannslíf og mannlega virðingu,“ sagði Pierre Kra- ehenbühl, aðgerðastjóri Alþjóðan- efndar Rauða krossins. Hann seg- ir allar stríðandi fylkingar sekar um sömu fyrirlitninguna á mann- úðarsjónarmiðum. „Við höfum miklar áhyggjur af þeim hörmulegu áhrifum sem bardagar í Írak hafa á almenning í landinu,“ sagði Kraehenbühl sem var óvenju harðorður í garð stríðandi fylkinga. Hann for- dæmdi meðal annars gíslatökur, morðið á hjálparstarfsmanninum Margaret Hassan og það hvernig bandarískur hermaður myrti vopnlausan, særðan vígamann. Íbúar Mosul bjuggu sig í gær undir meiriháttar árásir banda- rískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum í borginni. Hundruð sérþjálfaðra íraskra hermanna leituðu vígamanna í gamla hluta borgarinnar þar sem þeir telja meirihluta vígamanna í borginni hafa komið sér fyrir. Vera vígamanna og hermanna í gamla borgarhlutanum og undir- liggjandi hætta á hörðum bardög- um gerir það að verkum að marg- ir íbúar þar treysta sér varla út fyrir hússins dyr. „Ef ég ætla út á götu til að kaupa kíló af tómötum verð ég að hafa börnin mín með mér svo Bandaríkjamenn haldi ekki að ég sé uppreisnarmaður og skjóti mig,“ sagði Ahmed Ma- hmud. Barátta vígamanna verður sí- fellt meiri hindrun fyrir uppb- yggingarstarf í súnníþríhyrningi Íraks, sagði William Taylor sem hefur yfirumsjón með uppbygg- ingarstarfi Bandaríkjanna í Írak. „Á svæðum súnnímúslima og í Mosul er ástandið verra í dag en það var og við eigum í meiri vandamálum með öryggismál en áður,“ sagði Taylor og bætti við. „Við óttumst að á sumum svæð- um, en ekki öllum, verði erfitt að halda kosningar.“ Hann sagði að til þess að auka líkur á að hægt yrði að halda kosningar yrði að efla uppbyggingarstarf. ■ Heldurðu að kennarar samþykki nýjan kjarasamning? Spurning dagsins í dag: Er gott að búa á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 38,72% 61,28% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun SILVIO BERLUSCONI Segi hann af sér verður forseti að ákveða hvort hann samþykkir afsagnarbeiðnina. Deilt um skatta: Berlusconi hótar afsögn ÍTALÍA, AP Ef samstarfsflokkar Forza Italia, flokks Silvio Berlus- coni forsætisráðherra Ítalíu, sam- þykkja ekki skattalækkanatillög- ur hans er Berlusconi vís til að segja af sér. Þetta kom fram í við- tölum hans við fréttamenn í gær. Aðspurður hvað það þýddi ef samstarfsflokkarnir höfnuðu skattalækkunum svaraði Berlus- coni: „Hvað Forza Italia varðar yrði örugglega að boða nýjar kosningar.“ Berlusconi lofaði skattalækkunum í kosningabar- áttunni 2001. Næstu kosningar eru áætlaðar árið 2006. ■ edda.is „Rosaleg saga“ Stefán Máni Æsispennandi bókmenntaþriller „Rosaleg saga ... Mjög vel skrifuð bók og Stefán Máni er rétti maðurinn til að skrifa hana.“ „Maður horfir ekki í kringum sig sömu augum eftir að hafa lesið þessa bók. Reykjavík verður ekki söm á eftir.“ - Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós Kjör kennara: Þeir yngstu með 173.000 KJARAMÁL Grunnskólakennarar und- ir þrítugu með nítján nemendur verða með 173 þúsund krónur í mánaðarlaun frá 1. október. Fái kennarar aukalega tvo flokka úr potti skólastjóra eins og margir hafa samkvæmt eldri samningi fá þeir 184 þúsund krónur. Séu nem- endurnir tuttugu eru launin 178.700 krónur fái þeir enga umbun fyrir ábyrgð frá skólastjórum en 189.600 með tveimur flokkum úr pottinum. 45 ára kennarar sem hafa mestu mögulega endurmenntun fá 229 þúsund krónur í mánaðarlaun séu nemendurnir nítján en 236 þúsund krónur séu þeir tuttugu. - gag EFTIR SPRENGJUÁRÁS Í BAGDAD „Við höfum miklar áhyggjur af þeim hörmulegu áhrifum sem bardagar í Írak hafa á almenning í landinu,“ sagði Kraehenbühl sem segir allar fylkingar í Írak sýna mannréttindum algjöra fyrirlitningu. REYÐARFJÖRÐUR Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fjarðabyggð vegna byggingar álvers í Reyðarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.