Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 20
BAKSTUR Sá siður hefur lengi verið viðhafður að bjóða upp á vöfflur í húsakynnum Ríkissáttasemjara þegar nýir kjarasamningar eru undirritaðir. Ekki var brugðið út af þeirri venju á miðvikudaginn þeg- ar sáttir náðust í kjaradeilu kenn- ara. Sesselja M. Matthíasdóttir, sem jafnan er kölluð Maggý, sér um vöfflurnar á þeim bænum og sagðist hún aðspurð notast við vöfflumix frá Kötlu. Hún lætur þó ekki duga að blanda það vatni held- ur setur hún örlítið af matarolíu og ögn af vanillu út í. Þá bætir hún stundum mjólk saman við. Úr þessu verða ljómandi góðar vöffl- ur, um það vitna þeir sem bragðað hafa. Það er annars galdur að búa til góðar vöfflur og ekki á allra færi, nema þeir hafi góða uppskrift. Samanburðarrannsóknir á nokkr- um viðurkenndum uppskriftum leiða í ljós að uppistaðan er jafnan hveiti, smjörlíki, sykur, egg og mjólk. Misjafnt er hins vegar hvort lyftidufti er bætt við, sumir kjósa það en aðrir ekki. Eins er misjafnt hvernig og hvort dropar eru notaðir en sé svo koma ýmist kardemommu-, vanillu- og sítrónu- dropar til greina. Sumar vöfflu- uppskriftir gera ráð fyrir örlitlu salti og enn aðrar rjómalögg. Reyndar leiddu athuganir í ljós að minnst tuttugu vöffluuppskrifir virðast á floti í samfélaginu en flestar eru þær keimlíkar. Erfitt er að mæla með einhverri einni uppskrift og í raun þarf hver og einn að finna sinn takt, sitt bragð, enda bragðlaukarnir mis- jafnir. Óhætt er þó að hvetja fólk til prófa sig áfram og eins er óhætt að benda á leið Maggýjar hjá Sáttasemjara. Vöfflurnar hennar eru jú rómaðar um alla verkalýðs- hreyfingu og einnig langt inn í rað- ir atvinnurekenda. Engu að síður fylgir hér ágæt uppskrift Helgu Sigurðardóttur úr bók hennar Mat- ur og drykkur. - bþs 20 943 SKIP TELJAST TIL ÍSLENSKA FISKVEIÐIFLOTANS Heimild: Landshagir 2004 SVONA ERUM VIÐ? Skotveiðifélag Íslands vill að hrein- dýrastofninum á Austfjörðum verði skipt í tvennt og hluti dýranna fluttur á Vestfirði eða í Barðastrandarsýslu. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að hreindýr séu mjög falleg dýr. „En einhvern veginn sé ég þau nú ekki fyrir mér hér á Vestfjörðum,“ segir Ólína. „Gróðurfar á Vestfjörðum er mjög viðkvæmt og ég veit hreinlega ekki hvaða áhrif það myndi hafa á gróðurinn ef þau yrðu flutt hingað. Þannig að ég er nú ekki viss um að ég yrði mjög hrifin ef þau yrðu flutt hing- að.“ Ólína segir að hreindýrin tilheyri ekki sjálfsmynd Vestfjarða. „Ég er almennt séð ekki hrifin af því að verið sé að flytja dýr úr því um- hverfi sem þau hafa komið sér fyrir í og fara að planta þeim niður annars staðar. Náttúrulífið er ekki nokkuð sem við eigum að stjórna. Hreindýrin eru upprunalega gestir hér. Þau lifðu af á Austfjörðum og þar eiga þau heima.“ Vinsælt er hjá skotveiðimönnum að fara á hreindýraveiðar. Ólína segist ekki hafa neinn áhuga á þeim. „Ég skaut einu sinni skarf. Það var fyrir 25 árum og ég hitti hann í fyrsta skoti. Ég ákvað að hætta á toppnum og hef ekki farið á skotveiðar síðan og hef ekki áhuga á því.“ ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Ekki hrifin af hugmyndinni FLUTNINGUR HREINDÝRA TIL VESTFJARÐA SJÓNAHÓLL Lífið er farið að ganga sinn vanagang hjá Ágústu Johnson og fjölskyldu eftir að verkfalli kennara lauk, börnin farin í skólann og heimilislífið komið í fastar skorður. „Það sem tekur mesta tímann þessa dagana er skipulagning árlegrar óvissuferðar starfsfólks Hreyfingar,“ seg- ir Ágústa. Ferðin verður um næstu helgi en Ágústa er skilj- anlega ófáan- leg til að láta nokkuð uppi um hvað stendur til. 60 manns vinna í Hreyf- ingu sem er í hópi stærstu líkamsræktarstöðva landsins. Þeim fjölgar stöðugt sem stunda heilsurækt reglulega og hreyfingin er ekki lengur bundin við tiltekna árstíma, líkt og var. „Flestir hreyfa sig allan ársins hring og það er ekki nema á bestu blíð- viðrisdögum og í mesta jólaundirbún- ingnum sem aðsóknin minnkar.“ Til marks um þetta nefnir Ágústa að flestir viðskiptavina kaupi sér árskort í líkams- rækt og stór hópur fólks kaupi kort til þriggja ára. „Flestir hafa gert þetta að lífsstíl enda er annað bara vitleysa.“ Sjálf er Ágústa iðin við kolann og hreyfir sig daglega. „Ég æfi að lágmarki í 30 mínútur á dag og helst upp í klukkustund.“ Hún fer annað slagið í einkaþjálfun en notast annars við eigin sjálfsaga. Sú var tíðin að Ágústa leið- beindi fólki í líkamsræktinni en þeir dagar eru að mestu liðnir. Nú kennir hún einn tíma á hálfs mánaðar fresti og gerir það svona til að vera aðeins með. „Ég kenndi svo lengi, byrjaði sautján ára og finnst bara gaman að æfa sjálf.“ Eitt sinn reyndi Ágústa fyrir sér í stjórnmálunum en lætur nú duga að fylgjast með þeim málum í gegnum eiginmanninn Guðlaug Þór Þórðarson, borgarfulltrúa og alþingismann. „Ég hef nóg annað að gera en að taka þátt í pólitík, þetta var bara eitthvað bjart- sýniskast á sínum tíma að halda að maður hefði einhvern auka tíma. Ég er með fjögur börn og rek fyrirtæki og það er brjálað að gera.“ Annars líst Ágústu ágætlega á stöðuna í samfélaginu, hún er fegin því að búið sé að semja við kennara og vonar að allt sé á beinu brautinni. Margir kaupa sér þriggja ára kort HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁGÚSTA JOHNSON FRAMKVÆMDASTJÓRI HREYFINGAR 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Landsmenn skella í vöfflur með mismunandi hætti: Ekki sama vaffla og vaffla ■ SÍÐBRÆKUR VÖFFLUUPPSKRIFT HELGU SIGURÐARDÓTTUR: 85 g smjörlíki 1 matsk. sykur 2 egg 250 g hveiti kardemommur 11/2 dl mjólk 1-11/2 dl rjómi SÖNGUR „Það ríkir mikil tilhlökkun meðal kórfélaga,“ segir Jón Halls- son, formaður Karlakórs Reykja- víkur, en kórinn er á leið til Eng- lands til tónleikahalds fyrstu helg- ina í desember. Í 78 ára sögu sinni hefur kórinn aldrei til Englands komið þrátt fyrir að hafa sungið um víða veröld, til dæmis í Kína, Bandaríkjunum og Rússlandi. „Við vildum gera eitthvað á aðventunni og ákváðum að nýta prógrammið sem við höfum æft að undanförnu. Úr varð að fara til Englands en áður syngjum við í Reykholti og svo í Hallgrímskirkju eftir heim- komuna.“ Yfir 70 félagar eru í Karlakór Reykjavíkur og halda þeir vita- skuld flestir utan og margir bjóða eiginkonunni með. Fyrir þær þarf að greiða úr eigin vasa en kórinn borgar bróðurpart ferðakostnaðar kórfélaganna sjálfra. Kórinn heldur fyrst hljómleika í Southwark-dómkirkjunni í Lund- únum sem stendur við Thames- ána, rétt við hina sögufrægu Lund- únabrú. „Svo heimsækjum við líka erkibiskupssetrið í Kantaraborg og það er okkur mikil ánægja að geta komist þangað,“ segir Jón formað- ur. Að endingu syngur kórinn í jóla- messu Íslendingasafnaðarins í Lundúnum. Viðbúið er að einhverjir Ís- lendingar bregði sér utan til að hlýða á Karlakór Reykjavíkur flytja jóladagskrá sína í South- wark-dómkirkjunni því Icelandair efnir til sérstakrar hljómleika- ferðar dagana 2. til 4. desember. Förin kostar 43.437 krónur á mann og miðast verðið við tveggja manna herbergi á Somer- set Bayswater-hótelinu. Miði á tónleikana fylgir. - bþs Karlakór Reykjavíkur í jólatónleikaferð til Englands: Tilhlökkun í hópnum KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Síðbrækur af ýmsu tagi hafa selst vel á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Kuldinn hefur enda verið mikill, mun meiri en höfuðborgar- búar eiga að venjast. Sömu sögu er ekki að segja af ullarnærbolum. Þeir virðast „úti“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.