Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 35
Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 20. nóv., 325. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.13 13.13 16.13 Akureyri 10.15 12.58 15.40 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveim- ur árum. Hann er mest einn að bardúsa en nýtur þó góðrar aðstoðar konu og sona. „Frúin er vakin og sof- in yfir þessu og leysir mig af þegar með þarf og svo erum við að ala upp efnilega partasala,“ segir Björgvin hlæjandi. Björgvin sérhæf- ir sig í starfinu og kveðst aðallega versla með vara- hluti í japanska jeppa. „Ég er mest með í Nissan- og Suzuki- jeppana. Þetta hefur þróast út í það.“ En hvar fær hann þessa varahluti? „Ég kaupi bíla sem lenda í tjón- um, ríf þá niður og sel úr þeim stykkin hvert og eitt,“ segir hann og kveðst ekki rétta boddýin en reyna að koma öðru í verð. Hann vill ekki gefa upp hvaða varahlutir séu vinsælastir! „Allt getur bilað en það er ekkert eitt stykki öðrum fremur,“ segir hann yfirvegaður. Hvað skyldi honum svo þykja skemmtilegast við þetta starf? „Ja, þetta er auðvitað eins og hver önnur vinna. Kannski er einna mest spenn- andi að fylgjast með uppboðun- um, pæla í því sem þar er að finna og bjóða svo í, í kapp við aðra partasala. Því þótt við þekkjumst og bendum hver á annan ef við eigum ekki sjálfir það sem við- skiptavininn vantar þá yfirbjóðum við hvern annan óspart á uppboðunum.“ Sam- ráð? „Nei,“ segir hann hlæjandi. „Hjá okk- ur er ekki um neitt ólöglegt samráð að ræða.“ gun@frettabladid.is Björgvin og eiginkonan Ásrún Sigurðardóttir hjálpast að í partasölunni þegar með þarf. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég hata mislingana. Ég lít út eins og spægipylsa. Octavia verðlaunaður BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Björgvin kaupir tjónajeppa, rífur þá í sundur og selur í varahluti. Svo elur hann líka upp bílapartasala! FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR Skemmtilegast á uppboðunum Smáauglýsingar byrja í dag á bls. x Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 253 stk. Keypt & selt 52 stk. Þjónusta 45 stk. Heilsa 12 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 32 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 33 stk. Atvinna 25 stk. Tilkynningar 5 stk. bilar@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Allt í botni, stórsýning vél- hjólaíþróttaklúbbsins VÍK er haldin í Reiðhöllinni í dag. Þar sýna mótorhjólaumboð og aðrir söluaðilar nýjustu tor- færuhjólin, hjólafatnað og aðrar vörur fyrir vélhjólaá- hugamenn. Í tengslum við sýninguna er haldin svokölluð Speedway- keppni innandyra í Reiðhöll- inni þar sem 24 bestu öku- menn landsins munu etja kappi á afl- miklum tor- færuhjólum. Þá mun Steve Colley, heimsfrægur trials-ökumaður halda sýningu á trials- eða þrautaakstri á mótorhjóli. Sýningin hófst í gærkvöldi en í dag opnar hún kl. 12 og kappaksturinn og þrautaakst- urssýningin hefjast kl. 14. Sýn- ingunni lýkur um kl. 16. Að- gangseyrir er 800 kr. fyrir full- orðna en ókeypis er fyrir börn yngri en tólf ára í fylgd með fullorðnum. Rolls Royce hefur tilkynnt að félagið muni hefja framleiðslu á blæjubíl árið 2007. Bíllinn mun að mörgu leyti vera byggður á hugmyndabílnum 100EX sem var kynntur á bíla- sýningunni í Genf í mars á þessu ári. Bíllinn hefur fengið dulnefnið RR02 og mun taka fjóra í sæti. RR02 verður ekki jafn stór og 100EX en mun samt ekki vera neinn smábíll. Bíll- inn verður byggður á álgrind og mun nota samskonar 6,75 lítra V12 vél sem er ættuð frá BMW en BMW er eigandi Rolls Royce. LIGGUR Í LOFTINU í bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.