Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 38
SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Guðjón Bergmann með nýja bók Guðjón Bergmann með fimmtu bók sína á aðeins þremur árum. „Sumir líta á það sem mjög óhag- nýtt að bæta sig, hvort sem er lík- amlega eða tilfinningalega. Yfir- leitt er fólk upptekið við að vinna, sinna börnum, heimili og áhuga- málum eða horfa á sjónvarpið. Því finnst ekki hagnýtt að stefna á að bæta sig en það er eitt það hagnýtasta sem hver og einn getur gert,“ segir Guðjón Berg- mann, jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. „Nýja bókin mín er byggð á fyrirlestrum sem ég hef haldið síðastliðin ár við góðar undirtekt- ir jafnframt því sem ég byggi hana á eigin reynslu. Bókin er fyrir alla og af gefnu tilefni vil ég taka fram að þarna er ekki ein- ungis á ferðinni jógabók vegna þess að allir eru að leita að þessu þrennu; hreysti, hamingju og hugarró. Eitt getur varla án hinna tveggja verið,“ segir Guðjón. Með bókinni vill Guðjón fyrst og fremst hvetja fólk til fram- kvæmda. „Til að gera breytingar er ekki nóg að lesa bara heldur er mikilvægt að tileinka sér líka hugmyndirnar sem í bókinni eru.“ „Ég nota tilvitnanir frá ólíkum aðilum til að styðja mál mitt. Ég vitna til dæmis í Búdda, Jesú, sál- fræðinga, jógakennara, Dalai Lama og Gandhi. Bókin er tileink- uð mínum helsta kennara, Yogi Shanti Desai, og ég nota margar tilvitnanir frá honum. Aftast í bókinni er síðan yfirgripsmikill bókalisti þar sem ég skrifa stutt- lega um hverja bók sem ég tel að fólk geti nýtt sér til frekari fróð- leiks. Lestur á minni bók getur verið byrjun á meiri lærdómi. Ég hef sjálfur lært þannig. Lesið bækur sem aðrir höfundar hafa mælt með í sínum bókum,“ segir Guðjón, sem vonar að persónu- legur ritstíll sinn nái til fólks. „Þessi bók er bæði fyrir byrj- endur og lengra komna. Bókin er mjög hnitmiðuð og stutt en um leið tekur hún á fjölbreytileika lífsins. Bókin er fyrir alla þá sem vilja ná árangri, hvort sem er í íþróttum, viðskiptum, samskipt- um eða andlegri leit. Hverju sem er,“ segir Guðjón og bendir á að hann líti ekki á sig sem predikara. „Ég bendi einungis á mögu- leikana. Það er undir hverjum og einum komið að framkvæma þær breytingar sem hann telur að muni nýtast sér í lífinu.“ lilja@frettabladid.is Guðjón hefur gefið út sína fimmtu bók sem ber nafnið Hreysti - hamingja - hugarró. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska Magaæfingar Prófaðu að gera tíu magaæfingar áður en þú stígur fram á morgnana. Auktu alltaf æfingarnar og reyndu að fara upp í hundrað í einu. Svínvirkar.[ ] NÝTTfráFuturebiotics Hindrar að líkaminn taki sykur og fín kolvetni úr fæðunni. 2 hylki fyrir máltíð. Fæst í apótekum, Fjarðakaupum og Hagkaupum Kringlunni HÁGÆÐA AMERÍSK FÆÐUBÓTAREFNI HÁGÆÐA AMERÍSK FÆÐUBÓTAREFNI Eykur brennslu líkamans meðan þú hvílist. Minnkar matarlyst. 3 hylki fyrir svefn. Fæst í apótekum, Fjarðakaupum og Hagkaupum Kringlunni NÝTTfráFuturebiotics Er maginn vandamál? Stress, þreyta og sérstakur matur getur sett magann úr jafnvaægi. Óþægindi lýsa sér oft sem nábítur, brjóstsviði, vindgangur, harðlífi og niðurgangur. Þetta þykir öllum afar óþægilegt og líður þá illa í öllum líkamanum. Silicol fæst í apótekum Offita Hvað er til ráða? Á ég við offituvandamál að stríða? Þetta er spurning sem æ fleiri geta því miður svarað játandi í ljósi þess að á árunum 1990-2002 var 65% aukning á offitu hjá fullorðnum Ís- lendingum. Á sama tíma eru um 25% íslenskra barna orðin of feit! Eftir situr tvennt: 1) Við getum aðeins breytt okkur sjálfum. Það er nær sama hvar við komum niður í mannkyns- sögunni; hvort sem leiðtogar hafa lokkað lýðinn áfram með fögrum fyrirheitum eða hörð- ustu hótunum, þá hefur lýðurinn oftast fylgt leiðtoganum lýðsins vegna, ekki leiðtogans. 2) Flest vandamál er hægt að leysa. Lausnir við vandamálum eru oft undarlega einfaldar og oftast fólgnar í andstæðu vanda- málsins. Við getum til dæmis spurt: Hver er lausnin við stirð- leika? Að sjálfsögðu getum við svarað, lausnin er liðleikaþjálfun. Þannig þurfum við oftast fyrst að geta skilgreint vandamálið áður en við finnum lausn við því. Offita er vandamál sem við þekkj- um lækningu við. Hún skapast í nær öllum tilfellum vegna hreyfing- arleysis, að við innbyrðum fleiri hitaeiningar en við brennum. Reyndar hefur hreyfingarleysi í kjöl- far velmegunar á Vesturlöndum verið lýst sem einni mestu heil- brigðisvá sem að okkur steðjar. Sýnt hefur verið fram á að fylgikvill- ar þess geti verið máttleysi, þreyta, lystarleysi, hár blóðþrýstingur, hjartasjúkdómar, offita, harðlífi, beinþynning, þunglyndi, kvíði og svona mætti lengi telja. Jafnvel þó að við þekkjum ekki lækningu við mörgum þessara sjúkdóma þekkj- um við lækningu við hreyfingarleysi – að hreyfa sig! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Sölvi Fannar Viðarsson er framkvæmda- stjóri Heilsuráð- gjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.