Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 48
36 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR „Lögreglan þarf stundum að tak- ast á við einstaklinga sem eru vopnaðir skotvopnum,“ segir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, þegar hann er spurður hvers vegna við þurfum að hafa sér- sveit innan lögreglunnar. Jón stýrir Sviði 2 hjá embættinu en undir það heyra öryggismál, sér- sveit, alþjóðleg lögreglustörf, umferðarmál, tækja- og búnað- armál, fjarskiptamiðstöð og al- mannavarnadeild. „Lögreglan þarf að geta sinnt vopnuðum lögreglustörfum svo sem þegar hingað koma erlendir þjóðarleiðtogar,“ segir Jón. „Auk þess sem lögreglan verður að hafa lágmarksviðbúnað og skipu- lag til þess að takast á við alvar- leg tilfelli eins og gíslatökur og hryðjuverk.“ Upphaf sérsveitarinnar segir Jón að megi rekja aftur til ársins 1980. Það hafði verið brotist inn í skotfæraverslanir árin á undan og þegar lögreglan ætlaði að skakka leikinn var skotið á hana. Lögreglan var á þeim tíma van- búin til þess að takast á við slík- ar aðstæður. Ári seinna var sér- valinn hópur sendur í þrekþjálf- un og í framhaldi af því í sérs- taka þjálfun hjá sérsveit norsku lögreglunnar. Árið 1983 var svo haldið fyrsta nýliðanámskeiðið hér á landi. Sérþjálfaðir sem ein heild „Þegar sérsveitin var stofnuð var þróun mála með þeim hætti að lögregluliðin á Norðurlöndun- um voru að efla viðbúnað sinn til að takast á við sérstök löggæslu- verkefni sem kölluðu á skipu- lagðan viðbúnað sérsveita og eð- lilegt að við leituðum þangað að fyrirmynd. Hættan af alþjóðleg- um hryðjuverkum hafði aukist og íslensk lögregluyfirvöld höfðu einnig orðið vör við slíka þróun og þá staðreynd að við værum hluti af hinum stóra heimi. Um 1976 lenti hér flugvél sem hafði verið rænt og það voru mál af þessu tagi sem ýttu við lögreglunni að búa sig undir að geta tekist á við slík tilvik. Ofbeldisránum, gíslatökum og hryðjuverkum hefur fjölgað frá þessum tíma og allar þjóðir þurfa að vera í stakk búnar til þess að takast á við slíkt. Upp- bygging sérsveita tekur mörg ár og það er of seint að byggja upp viðbúnað til þess að mæta slíkum verkefnum eftir á.“ Sérsveitin er sérþjálfaður hópur sem leysir verkefnin sem ein heild og er samþjálfaður sem slíkur. Bíll, mannaður tveimur sérsveitarlögreglumönnum, er til staðar allan sólarhringinn og viðbótar mannskap er hægt að kalla út með stuttum fyrirvara. Þegar Jón er spurður hvort það séu viðunandi vinnuskilyrði að vera á eins konar bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring, segir hann: „Menn gefa sig ekki út í þessa miklu þjálfun nema vegna þess að þeir eru tilbúnir til þess að sinna starfinu með öllu sem sem því tilheyrir.“ Þjálfun sérsveitarmanna felst meðal annars í þrekþjálfun, sigi, skotfimi og sjálfsvörn. Síðan er hópurinn þjálfaður sem sam- hæfð aðgerðasveit. „Sveitin þjálfar sig m.a. í að takast á við flugrán, skipatöku, gíslatöku í húsum, strætisvögnum og fólks- bílum,“ segir Jón. „Síðan er ákveðin sérhæfing innan sveitar- innar. Sumir eru þjálfaðir kafar- ar, slysahjálparmenn, aðrir í skotfimi, enn aðrir eru sprengju- sérfræðingar. Sérsveitin sinnir einnig öryggisgæslu, sér um sér- þjálfun annarra lögreglumanna, meðal annar varðandi skot- vopnaþjálfun, öryggisgæslu og mannfjöldastjórnun.“ Eigum ekkert val Oft heyrast efasemdaraddir varðandi uppbyggingu á öllum þessum öryggissveitum hér á Ís- landi, jafnvel gagnrýni. Jón segir að staðreyndin sé sú að við eigum ekkert val. „Íslenska lögreglan þarf að hafa styrk til þess að tak- ast á við þau alvarlegu tilfelli sem upp geta komið hérlendis. Einnig er um að ræða alþjóða- samninga sem kveða á um skyld- ur ríkja svo sem vegna hryðju- verka, flugverndar og siglinga- verndar sem kalla á að við höfum fullnægjandi lágmarksviðbúnað. Þá má einnig nefna að alþjóðlegir samningar kveða á um skyldur gestaríkis til að tryggja öryggi erlendra þjóðhöfðingja. Þetta snýst ekki um það hvort hætta er á hryðjuverkamönnum á Íslandi. Fólki í háum stöðum stafar, til dæmis, meiri hætta af andlega trufluðum einstakling- um en hryðjuverkamönnum hér á landi. Hvað erlenda hryðju- verkamenn áhrærir, þá er minni hætta hér á landi en víða annars staðar. Ef við, hins vegar, stæð- um okkur ekki í stykkinu, er ekki víst að öryggi þeirra yrði eins tryggt og raun ber vitni. Í hvert Upphaf sérsveitarinnar segir Jón að megi rekja aftur til ársins 1980. Brotist hafði verið inn í skotfæraverslanir árin á undan og þegar lögregl- an ætlaði að skakka leikinn var skotið á hana. Lögreglan var á þeim tíma vanbúin til þess að takast á við slíkar að- stæður. Ári seinna var sérval- inn hópur sendur í þrekþjálf- un og í framhaldi af því í sér- staka þjálfun hjá sérsveit norsku lögreglunnar. Árið 1983 var svo haldið fyrsta ný- liðanámskeiðið hér á landi. Sérsveitin Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn segir að lág- marksviðbúnað og skipulag þurfi til að takast á við gíslatökur og hryðjuverk. Súsanna Svavars- dóttir ræddi við Jón um öryggismál, sérsveitina og tækjamál lögreglunnar. Ofbeldisglæpum hefur fjölgað Menn gefa sig ekki út í þessa miklu þjálfun nema vegna þess að þeir eru tilbúnir til þess að sinna starfinu með öllu sem sem því tilheyrir. ,, JÓN BJARTMARZ „Í hvert sinn sem von er á erlendum þjóð- höfðingja hingað koma erlendir lögreglumenn með sem fylgjast með því að við veitum lágmarksvernd.“ segir Jón Bjartmarz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.