Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 50
38 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Þ að er miðvikudagskvöld íReykjavík. Stillt og stjörnu-bjart. Rómantísk birta frá gulum mána speglast í pollum gangstéttanna við Laugaveginn og þegar hurðin á þétt setnu veitinga- húsinu Ítalíu opnast á undan matar- gestum berst út ómur af ástar- söngvum frá Napólí. Inni fyrir er ys og þys; sælkeramatur á borðum, flöktandi kertaljós í ásjónum elskenda og á háum stól situr hann: Ítalinn og Íslendingurinn Leone Tinganelli. Fæddur í glæpaborginni Napólí „Ég syng á Ítalíu tvisvar í viku; rómantíska tónlist frá Napólí á napólíönsku. Ítalía er eins og Ís- land; það er blæbrigðamunur á máli fólksins milli landshluta, nema hvað munur á mállýskum er miklu sterkari á Ítalíu en hér. Þannig skilur Mílanóbúi ekki mann frá Napólí,“ segir Leone, sem búið hefur á Íslandi síðastlið- in átján ár og er fyrir löngu orðinn íslenskur ríkisborgari. „Ég er fæddur og uppalinn í Napólí, sem býr yfir afar sérstakri fegurð. Það hefur loðað við hana að vera mesta glæpaborg Ítalíu, en glæpir fyrirfinnast í öllum stór- borgum. Í Napólí býr mikið af efnafólki svo kannski er eftir miklu að slægjast fyrir óprúttna einstaklinga en stimpillinn hefur Napólí haft frá því að ég man eftir mér. Ég hef margsinnis farið með íslensku konuna mína til Napólí og við höfum enn ekki lent í skothríð,“ segir Leone hlæjandi dátt. Dreymdi Ísland í landafræðitímum æskunnar Það var jarðfræðin sem rak Leone til Íslands sumarið 1986, en þá lagði hann stund á jarðfræði í há- skólanum í Napólí. „Ég vildi skoða landið vegna þess að það er jarðfræðilegt undur og ekki spillti fyrir að ég er hrifinn af köldu veðri, þótt mér finnist ís- lenska sumarið einstaklega yndis- legt. Ég þoli ekki hita eins og hann gerist í Napólí. Við fórum þangað í júlí og hitinn var fjörutíu stig dag eftir dag. Ég var að drepast. En þegar ég var lítill fannst mér mest spennandi að hugsa um köldu lönd- in og í landafræðitímum starði ég hugfanginn á Ísland á landakortinu og velti vöngum yfir því hvernig væri að búa þar. Svo þegar ég kom loksins sem ferðamaður fann ég að eitthvað kallaði á mig. Hér átti ég heima. Ég fór heim að sumarleyf- inu loknu en kom aftur í október og byrjaði að vinna í lopaverksmiðj- unni Álafossi,“ segir Leone, sem nú starfar sem vaktstjóri í Laugar- dalslaug meðfram tónlistinni sem á hug hans allan. Trúbador allt lífið „Ég hef sungið á Íslandi sem trú- bador síðan ég kom hingað og á Ítalíu síðustu tíu árin. Ég var tón- listarmaður í Napólí áður, en söng þá á ensku; oft lög þeirra Simons og Garfunkels, James Taylor og Cat Stevens. Við bræðurnir vorum allir í tónlist og sungum mikið saman; oft fyrir eitt bjórglas að launum. Í Napólí þótti fallegt og öðruvísi að syngja á ensku en hér hefur fólk yndi af ítalskri tungu.“ Á liðnum árum hefur Leone verið iðinn við að semja eigin lög og texta. Hátt á vinsældalista fór lag hans „Io e Te“ í flutningi Emilíönu Torrini, sem hann samdi fyrir leik- ritið Veðmálið, og árið 2002 sigraði íslenska stúlkan Halldóra Baldvins- dóttir í söngvakeppninni Zecchino d'Oro í Bologna með lagi Leone; „Se Ci Crede Anche Tu“ og vann hugi og hjörtu nær fjögurra millj- óna áhorfenda. Þá söng Leone sjálf- ur dúettinn „Hjartasól“ með Björg- vini Halldórssyni á plötu hins síð- arnefnda „Duet“ og á nú tvö lög í spilun á útvarpsstöðvunum, sem notið hafa mikilla vinsælda. Hugfanginn af Íslandi á landakortinu Ítalinn og Íslendingurinn Leone Tinganelli kom til Íslands 1986 vegna áhuga á jarðfræði landsins og óslökkvandi þrá í kaldara loftslag en tíðkaðist heima í Napólí. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir vildi vita meira um fagurgalann sem söng fyrir hana undir borðum Ítalíu við Laugaveg. Til að mæta óskum viðskiptavina hefur RV ákveðið að hafa einnig opið á laugardögum í verslun sinni að Réttarhálsi 2. Núna er líka opið á laugardögum lí i l Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: Þegar ég var nítján ára þurfti ég á hagstofuna heima í Napólí vegna vegabréfsáritunar. Ég mætti eldsnemma á staðinn og beið þess að hagstofan opnaði, enda eins gott því það er alltaf brjálað að gera hvar sem maður kemur í Napólí og ég vildi komast fyrstur í röðina til að fylla út umsóknareyðublaðið. Að hagstofunni eru þrír inngangar og stórar súlur á milli. Ég beið við eina þeirra. Korteri fyrir opnunartímann birtist jakkafataklæddur maður með skjalatösku og klappstól meðferðis. Setur stólinn niður við eina súluna, tyllir sér, opnar töskuna og tekur fram bunka af umsóknareyðublöðum. Þetta tók bara nokkrar sekúnd- ur og þá var allt klappað og klárt. Hann stendur svo upp aftur og fær sér að reykja. Gott og vel. Eftir fimm mínútur kemur annar jakkalakki með skjala- tösku og klappstól og kemur sér fyrir við næstu súlu og skömmu síðar sá þriðji og velur sér aðra súlu. Kemur þá fyrsti maðurinn til mín þar sem ég bíð fyrir utan og hefur miklar umkvartanir yfir því að enn sé von á fleirum og nú séu þeir allir komnir í stríð! „Hvað ertu eiginlega að meina?“ spurði ég furðu lostinn. Jú, kom þá í ljós að þessir menn voru mættir til sinnar eigin sjálfskipuðu vinnu sem var að fylla út umsóknir fyrir fólk sem kann ekki að skrifa eða fylla þær út sjálft. Þetta væri voðalegt ástand því hann hefði fyrstur byrjað að vera þarna í atvinnuleysinu en svo hefðu fleiri komið með sömu hugmynd og hann sífellt haft minna upp úr krafs- inu. Ég vorkenndi karlgreyinu og bað hann endilega að fylla út umsókn fyrir mig. Það kostaði svo 200 kall fyrir tuttugu árum síðan, sem var stórfé og fór næstum með mig á hausinn, fátækan námsmanninn! Þetta er dæmigerð saga frá Napólí þar sem erfitt er að fá vinnu og fólk bjargar sér einhvern veginn með lífsviður- væri. Saga frá Napólí: Atvinnulausir jakkalakkar við hagstofuna LEONE TINGANELLI Á STRÖNDINNI Í NAPÓLÍ Á þessari mynd er Leone fimm ára gamall um borð í gúmmíbát á ströndinni í Bagnoli-hverfinu í Nisida. Enginn Bond-áróður fylgdi höfuðfatinu sem móðir hans hafði keypt handa Leone til að verja hann heitustu sólargeislunum. LEONE TINGANELLI, TÓNLISTARMAÐUR FRÁ NAPÓLÍ Hefur sungið dúett með Björgvini Halldórssyni, samið lag fyrir Emilíönu Torrini, sungið og samið eigin lagasmíðar fyrir útvarp og vinningslag íslensku stúlkunnar Halldóru Baldvinsdóttur í söngvakeppni barna í Bologna á Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.