Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 54
42 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Eitt moskítónet kostar ekki nema um það bil 300 krónur. Samtökin Vinir Afríku stefna að því að safna 300 þúsund krónum á næstu vikum til þess að geta keypt þúsund moskítónet. Netin verða send til Sambíu, þar sem þau geta bjargað fjölmörgum börnum sem annars hefðu orðið malaríuveirunni að bráð. „Malarían er gífurlegt vanda- mál en því miður eitt best varð- veittasta leyndarmál heims- byggðarinnar. Á hverju ári deyja tvær milljónir manna úr malaríu og helmingurinn af þeim eru börn. Ef viðlíka sjúkdómur kæmi upp á Vesturlöndum yrði neyðar- ástand viðvarandi þangað til búið væri að leysa það,“ segir Júlíus Valdimarsson hjá samtökunum Vinir Afríku. „Netin eru ein sterkasta vörn- in gegn malaríunni og mjög ein- falt ráð um leið og búið er að þjálfa mannskapinn til að nota þau rétt. Til eru dæmi um að menn hafi notað netin til fisk- veiða, því þeir átta sig einfald- lega ekki á því að moskítóflug- urnar séu ein helsta smitleiðin,“ segir Júlíus. Samtökin Vinir Afríku voru stofnuð fyrir fimm árum. Þau eru hluti af starfsemi Húman- istahreyfingarinnar, sem einnig hefur innan sinna vébanda hér á landi stjórnmálaaflið Húman- istaflokkinn. „Húmanistahreyfingin sjálf samt er hvorki pólitísk hreyfing né trúarhreyfing. Við bjóðum fram þegar við getum, en undan- farin ár hefur verið svo mikill kraftur í þessum verkefnum úti í heimi að orkan hefur öll farið í þau.“ Undanfarin ár hefur Júlíus verið að byggja upp hjálparstarf í Sambíu á vegum Vina Afríku. Áherslan er þar öll á að aðstoða heimamenn við að hjálpa sér sjálfir. „Þetta er ekki venjulegt hjálp- arstarf þar sem einfaldlega er verið að bera peninga eða lyf í fólk, heldur er verið að hjálpa fólki til að skipuleggja sig sjálft og fræðast um hlutina. Virkir félagar í þessu starfi í Sambíu eru orðnir yfir þúsund, en skipu- lagið er þannig að hver þátttak- andi sér um að þjálfa tíu manns, og þeir taka síðan að sér tíu manns hver. Þannig breiðist þetta hratt út, og það er mikil gróska í þessu núna.“ ■ VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni? SVAR: Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvall- arágreiningur hafi ríkt milli þess- ara stofnana síðan Galíleó (1564- 1642) var dæmdur í stofufangelsi af kaþólsku kirkjunni fyrir að að- hyllast sólmiðjukenningu Kópern- ikusar. Þeir sem aðhyllast þessa skoðun benda einnig á gagnrýnina sem þjónar kirkjunnar settu fram gegn þróunarkenningu Charles Darwin (1809-1882), sem birtist í bókinni Uppruni tegundanna árið 1859. Rannsóknir vísindasagn- fræðinga benda hins vegar til þess að þessi frægu dæmi teljist til undantekninga og sambúð vís- inda og trúarbragða á þessu tíma- bili hafi yfirleitt verið frekar frið- samleg. Þróunarkenning um lífið en ekki mannshugann Það kann að koma sumum á óvart að árið 1951 fékk tilgátan um Miklahvell, sem þá var enn mjög umdeild, óvæntan stuðning frá kaþólsku kirkjunni þegar Píus XII páfi lýsti því yfir að hún sam- rýmdist hugmyndaheimi Biblí- unnar. Sama gilti hins vegar ekki um þróunarkenninguna. Í yfirlýs- ingu Píusar XII, Encyclical Humani Generis, frá árinu 1950 gat hann þess að svo lengi sem menn tækju tillit til nokkurra óumdeildra atriða fælist engin mótsögn í þróun lífsins og trúar- brögðum. Lykilatriðið taldi Píus vera þá staðreynd að hugmyndin um þróun lífsins var ekki kenning heldur tilgáta, með þeim eðlismun sem þar er á. Sköpun Guðs á Adam og Evu, eins og henni er lýst í fyrstu Mósebók, var talin jafn lík- leg og hugmyndir þróunarfræð- innar. Tæpum 50 árum síðar, nán- ar tiltekið árið 1996, tók Jóhannes Páll II páfi hugmynd Darwins um þróun lífsins í sátt. Í yfirlýsingu páfa leggur hann áherslu á að guð- fræðingar verði að fylgjast vel með rannsóknarniðurstöðum raunvísindanna ef þeir eigi að geta afmarkað eigin rannsóknar- svið. „Í dag,“ segir páfi síðan, „næstum því hálfri öld eftir birt- ingu Encyclical-skjalsins, hefur ný þekking opnað augu okkar fyr- ir því að þróun er meira en tilgáta. „Af þessum sökum talar páfi um „þróunarkenninguna“ og sættir sig við ályktanir hennar þar til kemur að mannshuganum, sem að hans mati getur ekki „sprottið upp af kröftunum í lifandi efni.“ Hér kemur Guð til skjalanna. Sköpunarsaga Biblíunnar sem ljóðræn myndlíking Viðhorf íslensku þjóðkirkjunnar til sambands vísinda og trúar al- mennt og sérstaklega til lýsingar fyrstu Mósebókar á sköpun mannsins og þróunarkenningar- innar hefur ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir mínar á við- tökum Íslendinga við þróunar- kenningunni á árunum 1870-1940 benda til þess að ekki hafi orðið mikil átök milli kirkjunnar og þeirra sem aðhylltust þróunar- kenninguna. Á tímabilinu 1950- 1959 birtust þrjár greinar eftir herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up sem bera með sér að Sigur- björn taldi mjög mikilvægt að já- kvætt samband ríkti milli trúar og vísinda. Að hans mati er kristinn einstaklingur „sannfærður um, að þekking og trú geti ekki verið í raunverulegri andstöðu hvort við annað,“ sem leiðir til þess að „vís- indin geta verið guðsþjónusta og út frá þessum skilningi hafa margir hinna fremstu vísinda- manna litið á starf sitt“. Því telur Sigurbjörn engan tvískinnung vera „í huga kristins vísinda- manns milli þekkingarinnar, sem hann leitar og finnur og þeirrar trúar sem hann á“. Hugmyndir Sigurbjörns fela í sér að túlka beri sköpunarsögu Biblíunnar sem ljóðræna myndlíkingu en ekki vís- indalega úttekt á tilurð jarðarinn- ar og lífsins sem hún hefur að geyma, sem endurspeglast í því að „vísindaleg þekking og trúræn vitund eru sitt hvort, alveg eins og það er sitt hvort að vita allt, sem vitað verður um bein, æðar, taug- ar, vöðva í mannshendi og hitt að finna dýrmætt, langþráð vinar- handtak“. Fyrsta Mósebók er ekki vísindatexti Þórir Kr. Þórðarson guðfræðipró- fessor ítrekaði þetta viðhorf til fyrstu Mósebókar í ritlingi ætluð- um grunnskólakennurum frá ár- inu 1986. Ef litið er sérstaklega á frásögnina um sköpun Adams og Evu þá segir Þórir orðin „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd“ vera myndmál, sem ráða megi af heildarmerkingu sköpun- arsögunnar. Af þessu dregur Þór- ir þá ályktun að textinn sé „ekki náttúrufræði heldur leikrænt trú- arljóð, sem hefur siðferðilega merkingu. Ímyndin (maðurinn í Guðs mynd) merkir að maðurinn á að ganga erinda Guðs til efling- ar lífríkinu“. Það virðist því nokk- uð ljóst að ýmsir þjónar kirkjunn- ar hér á landi sjá enga þörf á því að reyna að skýra Adam og Evu með vísun í þróunarkenninguna því fyrsta Mósebók er ekki vís- indatexti í þeirra augum. Þrátt fyrir þetta „hugsa flestir guð- fræðingar enn og skrifa eins og Darwin, Einstein og Hubble hafi aldrei verið til,“ og hafa þeir því, að mati bandaríska guðfræðings- ins John F. Haught, misst sjónar á „gjöf Darwins til guðfræðinnar“. Steindór J. Erlingsson, vísindasagnfræðingur. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hversu smátt má smáa letrið vera í samningum, hvenær var grá forneskja, hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi og hvenær verður mönnuð rannsóknarstöð sett upp á tunglinu? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Þróunarkenningin og Adam og Eva ADAM OG EVA Listamenn hafa margir hverjir reynt að túlka Adam og Evu í verkum sínum. JÚLÍUS Í AFRÍKU Júlíus Valdimarsson hefur undanfarin ár verið að byggja upp hjálparstarf í Sambíu, þar sem heima- mönnum er kennt að hjálpa sér sjálfir. Nú er verið að safna fyrir moskítónetum til að hefta útbreiðslu malaríuveirunnar. MALARÍUVEIKT BARN Á hverju ári falla tvær milljónir manna fyrir malaríuveirunni. Þar af er helmingurinn börn. Netin bjarga mannslífum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.