Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 60
48 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR ÍSHOKKÍ Um 40 stelpur æfa íþrótt- ina þrátt fyrir það, með Birnin- um í Reykjavík og Skautafélagi Akureyrar og ríkir mikill rígur á milli. Þau mætast í Egilshöll í kvöld og bæði ætla sér sigur. „Það kemur einfaldlega ekki til mála að láta Íslandsmeistara- titilinn af hendi og því munum við vinna þennan leik í kvöld,“ segir fyrirliði Skautafélags Ak- ureyrar, Birna Baldursdóttir, kjarnyrt fyrir leikinn í kvöld. Norðanstelpurnar hafa nánast verið með Íslandsmeistaratitil- inn í áskrift undanfarin ár og að því leyti fetað sama stíg og karla- lið SA sem enn þann dag í dag á í vandræðum með að koma öllum verðlaunabikurum sínum fyrir með góðu móti. Allhvasst að norðan Leikur liðanna í kvöld er önnur viðureign þeirra á þessu tímabili en alls eigast þau við sex sinnum í vetur. Fyrsta leikinn sigraði Skautafélag Akureyrar 7-3, að því er virðist nokkuð auðveld- lega, en þegar tölfræði leiksins er skoðuð kemur í ljós að fram í þriðja og síðasta leikhluta var staðan jöfn 2-2. Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir, fyrirliði Bjarnarins, segir þau úr- slit enga þýðingu hafa fyrir leik- inn í kvöld. „Við áttum í fullu tré við þær í síðasta leik en þar sem við erum með ungt og tiltölulega óreynt lið þá var ákveðið að senda óreyndan markvörð á ísinn í síð- asta leikhluta. Það kostaði okkur leikinn en í staðinn fékk mark- vörðurinn okkar örlitla reynslu og öðruvísi er ekki hægt að verða sér úti um hana. Það hafa verið örar breytingar hjá hópnum milli ára og þar sem leikir eru fáir þá höfum við tekið þann pól í hæðina að leyfa öllum að spila og vonandi með því móti skapa enn betra lið í framtíðinni.“ Hvað leikinn í kvöld varðar þá er Hrafnhildur með öllu óhrædd og blæs á yfirlýsingar fyrirliða SA um að Björninn tapi leiknum. „Þetta er vindur um mín eyru og ómarktækt með öllu. Þetta er okk- ar heimavöllur og þar liggjum við ekki fyrr en í fulla hnefana. Ég held að þegar upp er staðið þurfi hún að kyngja þessum orðum sín- um. Við sigrum þennan leik.“ Björninn unninn Óhætt er að fullyrða að félög að norðan hafa í langan tíma drottn- að í íshokkíheiminum á Íslandi. Um tíma var það nánast svo að ís- lenska landsliðið í greininni var sama lið og spilaði fyrir SA þess utan. Stelpurnar hafa ekki látið sitt eftir liggja til að fylgja for- dæmi karlanna og hefur Íslands- meistaratitillinn síðustu þrjú árin endað þeim í greipum. Birna Baldursdóttir er ekki í neinum vafa um að lið hennar fer með öll stigin sem í boði eru í Egilshöll í kvöld. „Við leggjum ekkert út í svona ferðalög til að koma til baka tómhentar og mið- að við fyrsta leikinn þá yrði það áfall ef það tekst ekki. Sigur er dagskipunin.“ Birna hefur ekki spilað ýkja lengi með SA en kolféll fyrir íþróttinni þegar hún prófaði fyrst. Hún spilar einnig blak með liði KA sem er efst í 1. deild kvenna í þeirri grein. „Það er engin vafi á því að íshokkí er skemmtilegasta íþrótt sem hægt er að spila og reyndar að horfa á líka því hraðinn er svo mikill. Það er aldrei dauð stund í íshokkíi eins og oft er raunin í öðrum greinum. Það hjálpar að sjálf- sögðu til að okkur hefur gengið vel undanfarin ár þrátt fyrir að liðið hafi tekið breytingum milli ára. En fleiri og fleiri stelpur sýna því áhuga á að æfa með okk- ur og þær virðast ekki setja fyrir sig að þetta getur verið kostnað- arsamt til að byrja með. Skautar og aðrar græjur sem til þarf geta kostað einhvers staðar á bilinu 30 - 50 þúsund krónur. Þá eru eftir æfingagjöld og ferðakostnaður.“ Harðari reglur hjá stelpunum Reglur í kvennadeildinni eru mun harðari en hjá körlunum og gilda þar sömu reglur og annars staðar í heiminum hvað það varðar. Íshokkí er ein af hættulegri hópíþróttum sem fyrirfinnast og meiðsl algeng, sérstaklega þegar komið er í at- vinnumannadeildir erlendis. Hrafnhildur segir að auðvitað kitli alltaf að taka alvöruslag á svellinu eins og oft sést þegar karlarnir spila sína leiki en það sé góð og gild ástæða fyrir því að meðal kvennanna sé harðar tekið á slíku. „Við erum líkamlega ekki eins sterkar og það er mun meiri hætta á beinbrotum ef okkur lendir sam- an en strákunum. Sérstaklega eru mjaðmirnar viðkvæmar og þess vegna spilum við ekki eins hart en svo er það reyndar undir hverjum og einum dómara komið hversu hart hann tekur á slíkum brotum. Stöku sinnum er hægt að taka að- eins á andstæðingnum og það er bara gaman.“ Í kvöld eru þó allar stelpur í báðum liðum heilar og klárar í leikinn sem hefst kl. 18.15 í kvöld. albert@frettabladid.is GEFA EKKI ÞUMLUNG EFTIR Úr fyrsta leik SA og Bjarnarins í vetur. Jafnt var á öllum tölum langt fram í þriðja og síðasta leikhluta en þá skoruðu norðanstúlkur fjögur í röð með stuttu millibili. Þær ætla sér að leika sama leikinn í kvöld á heimvelli Bjarnarins í Egilshöll. Pedromyndir Stelpurnar sleipar á skautasvellinu Íshokkí hefur lengi verið sterkt vígi karlmanna enda leikurinn erfiður líkamlega og ekki óþekkt að slysavarðstofan sé annað heimili þeirra sem hann spila. Engu að síðar spila 40 stelpur þessa íþrótt með bros á vör. El clasico – stórleikur Barcelona og Real Madrid í kvöld Fáir deildarleikir í veröldinni vekja jafn heitar tilfinningar og umræður og viður- eignir Barcelona og Real Madrid sem Spánverjar nefna „El clasico“. „Þetta hlýtur að teljast stærsti deildarleikur í heimi, ég hef aldrei kynnst öðrum eins æsingi,“ sagði enski varnarmaðurinn heilsutæpi Jonathan Woodgate. Spænsku blöðin fjalla um fátt annað vikuna fyrir leik og fannst eiginlega grábölvað að vináttulandsleikur Spánverja og Englendinga skyldi endilega þurfa að þvælast inn í vikuna fyrir leik. Öll tækifæri notuð til að tengja umfjöllun um þann leik í slagnum á Ný- vangi í Barce- lona í dag. Mestar áhyggjur Madrídarblað- anna voru af því að Madrídarleik- mennirnir sex yrðu þreyttir eft- ir vináttuleikinn á meðan aðeins einn Börsungur tók þátt. Madrid mætir annars endurnært á sálinni til leiks eftir mikla uppsveiflu undanfarið á meðan hraðlest Barcelona var stöðvuð af Real Betis um síðustu helgi. Hneykslisleikurinn mikli Gengi liðanna skiptir reyndar litlu þegar í þennan slag er komið og viðureignirnar hafa verið hnífjafnar undanfarin ár. Madrid sótti sigur í fyrra en tvö ár þar á undan skildu liðin jöfn. Heitustu leikir undanfar- inna ára snérust um tvær stjörnur sem höfðu framið drottinssvik og farið frá Barcelona til erkifjendanna. Fyrir fjórum árum tóku aðdáendur Barcelona á móti Luis Figo vopnaðir ávöxtum, smápening- um, viskíflöskum og já, svínahausum! Er ævinlega vitnað til þessa leiks í pressunni sem „hneykslisleiksins mikla“. Reiði stuðningsmanna Barca í garð Figo var skiljanleg, þótti brotthvarf hans dæmigert liðhlaup málaliða. Skrílslæti þeirra í garð Michaels Laudrup í leiknum fyrir 10 árum voru hinsvegar alveg fyrir neðan allar hellur. Búlgarinn Hristo Stoickov var afar sár út í stuðningsmenn liðsins og taldi þetta daprasta dag sinn í búningi Barca. Laudrup var mikill félagi hans, hafði orðið meistari fjögur árin á undan með Barca en fékk samning sinn ekki endurnýjaðan og gekk til liðs við Madrid. Leikurinn tapaðist en Laudrup stóð uppi með pálmann í höndunum og fagnaði fimmta meistaratitli sínum í röð um vorið. Net á Nývangi Hatrið á milli stuðningsmanna liðanna virðist ekkert minnka þrátt fyrir að þrjátíu ár séu frá falli Francostjórnarinnar og Kata- lóníuhérað hafi fengið síaukið sjálfstæði. Enda skipta rætur rígsins kannski ekki máli frekar en önnur órökvísi íþróttanna. Madrídarmenn reyna að gera lítið úr leikn- um með því að vitna til þess að þeir leiki marga mikilvæga leiki á tímabilinu og eru þar með að skjóta á Börsunga sem lítt hafa komist áleiðis í Evrópukeppni undan- farin ár. Aðdáendur Börsunga virðast staðfastari í að viðhalda illindunum en Laporta forseti félagsins friðmælist við kollega sinn Flor- entino Perez í fjölmiðlum. Viðbúnaður í Barcelona bendir þó til þess að menn telji vart að reykurinn úr friðarpípum forset- anna muni leggjast í lýðinn á leikdegi því búið er að setja upp net allt í kringum völl- inn svo svínshausarnir fljúgi ekki í Figo & kó. Leikurinn lofar annars góðu, flestir menn liðanna heilir. Börsungar hafa þó einhverjar áhyggjur af Puyol og Giuly og Madrídarmenn af Helguera og Beckham. Og eins og venujlega er látið í það skína í pressunni að þetta sé „leikur aldarinnar“ sem muni skera úr um hvort liðið stendur uppi sem Spánarmeistari í vor. EINAR LOGI VIGNISSON Það þurfti ekki meira en fjóra tap-leiki í röð til að orðrómur færi af stað um Vince Carter hjá Toronto Raptors í NBA-körfu- boltanum. Nú ganga þær sög- ur fjöllum hærra að Carter sé á förum til Portland Trail- blazers. Líklegt þykir að Jalen Rose muni fylgja honum yfir og að í þeirra stað komi Nick Van Exel, Derek Ander- son og Shareef Abdur-Rahim. Raptors er í öðru sæti Atlantshafsrið- ilsins með fjóra sigra og fimm tap- leiki. Tim Duncan fór fyrir sínum mönn-um þegar San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deild- inni. Duncan skoraði 34 stig og tók 13 fráköst þegar liðið lagði Phila- d e l p h i a 76ers, 88-80. G r e g g P o p o v i c h , þjálfari Spurs, var ánægður með sinn mann. „Hann bar liðið á herðum sér í kvöld og sýndi hversu mikill leiðtogi hann er,“ sagði Popovich. Spurs hefur aðeins tapað einum leik fram til þessa og er í efsta sæti suðvesturriðilsins. Enska knattspyrnusambandinubarst í gær afsökunarbeiðni frá spænska knatt- spyrnusambandinu eftir að spænskir áhorfendur höfðu kallað ókvæðisorð að leikmönnum enska landsliðsins í vináttuleik sem fram fór í Madríd á miðvikudaginn var. Spánverjar harma að hegðunin hafi varpað skugga á skemmtilega viður- eign liðanna á milli. Jimmy Gilligan byrjar vel semknattspyrnustjóri hjá Milton Keyn- es Dons og er nú þegar búinn að næla sér í Nicky Rizzo frá Crystal Palace. Talsmaður Milton Keynes staðfesti að Rizzo hefði gert samning við liðið og að menn þar á bæ litu bjartir fram á veginn með tilkomu nýja leikmannsins. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Örsmá tafla meðstórt hlutverk ÆFING HJÁ BIRNINUM Mikill uppgangur hefur verið í íshokkí í Grafarvogi síðan Egilshöll var reist. Í liðinu eru stelpur frá tólf ára aldri og þær elstu eru komnar yfir þrítugt. Fá félög geta státað af jafn breiðum aldurshópi í einni og sömu greininni. Fréttablaðið/Vilhelm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.