Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 63
51LAUGARDAGUR 20. nóvember 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Það er allt að verða vitlaust íHollywood í fatalínubransanum. Nú hafa Britney Spears og nýi eigin- maðurinn hennar, Kevin Federline, ákveðið að framleiða sína eigin fata- línu bæði fyrir konur og karlmenn. Parið langaði að vinna saman að ein- hverju og fannst alveg upplagt að framleiða föt. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og sérstaklega Kevin. Honum finnst hann hafa mjög flottan fatastíl,“ sagði heimildarmað- ur. Britney er afar hamingju- söm í nýja hjónabandinu. „Ég hef aldrei verið jafn ham- i n g j u s ö m , “ sagði hún. Söngvarinn Usher og ofurfyrirsætanNaomi Campbell sýndu ást sína með því að bægja burtu samkeppnis- aðilum á Evrópsku MTV tónlistarverð- laununum. Naomi gaf kvenkynsaðdá- endum Ushers illt auga í fyrstu. Hins vegar æstust leikarnir þegar Usher fór að dansa trylltan dans á gólfinu og Trevor Nelson fór til Naomi sem virt- ist leiðast. Hann spurði hana einung- is hvort henni leidd- ist og þá kom Us- her askvaðandi og öskraði á hann: „Hvað ertu að angra stelpuna m í n a ? Hunskastu í burtu frá s t e l p u n n i minni!“ Trevor spurði hann hissa um hvað hann væri að tala og bað hann að róa sig niður. Á meðan sat Naomi og horfði á látalætin. Kylie Minogue hefur nú ákveðiðað taka sér hlé frá poppbransan- um og snúa sér að djassheiminum um sinn. „Ég hugsa ekki að ég sé hætt í poppinu. Ég veit í rauninni ekkert um það og er ekki góð í að spá fram í tímann. Það sem skiptir mig mestu máli er sviðið. Og það er það sem gefur mér innblástur,“ sagði hún. „Ég ætlaði ekkert að ræða þetta en ég er reyndar búin að taka upp nokkrar prufutökur. Það er mjög misjafnt hvort lögin henta mér eða ekki. Ég þarf að vinna aðeins í þessu.“ Hiphop-sveitin A Tribe Called Qu-est kom saman aftur á tónleikum í Suður-Kaliforníu á laugardaginn. Endurkoman var víst mjög vel heppn- uð og gerði aðdáendur sveitarinnar bara enn æstari yfir möguleikunum á nýrri plötu frá þeim. Bæði rapparinn Q-Tip og Phife ýjuðu að því að þeim yrði að ósk sinni. Q-Tip hrósaði með- al annars Fugees og Wu Tang Clan fyr- ir endurkomu þeirra og Phife laumaði vísbendingum inn í rímur sínar eins og: „Tribe album one day - just be patient.“ Spurn- ingin er samt ennþá hvort sveitin muni op- inberlega til- kynna endur- komu sína fyrir fullt og allt. BAMBI Breski söngvarinn Elton John fékk afhent Bambi-verðlaunin þýsku í Hamborg á fimmtudaginn var. Hann fékk verðlaun fyrir framlag sitt til góðgerðarmála. Outkast stóðu uppi sem sigur- vegarar kvöldsins á Evrópsku MTV tónlistarverðlaununum sem haldin voru í Róm í gær. Dúettinn vann verðlaun fyrir bestu hljómsveitina, besta myndband og besta lag fyrir lagið Hey Ya! Big Boi og André höfðu fengið fimm tilnefningar í allt. Usher vann verðlaunin fyrir besta tónlistarmanninn í flokki karla og Britney Spears skaut Aliciu Keys, Anastaciu, Avril Lavigne og Beyoncé Knowles ref fyrir rass og vann verðlaun- in fyrir besta tónlistarmanninn í flokki kvenna. Hún þakkaði fyrir sig með vídeóupptöku þar sem hún sagði að verðlaunin „væru henni mikils virði“. The Black Eyed Peas unnu verðlaun fyrir bestu popptónlistar- mennina og unnu þar með Ana- staciu, Avril Lavigne, Robbie Willi- ams og Britney Spears. Bresku rokkararnir í hljómsveitinni Muse voru nefndir bestu bresku tónlist- armennirnir og Linkin Park hlutu titilinn besta rokkhljómsveitin. Það kom röppurunum og vinum Eminems, D12 mjög á óvart að vinna verðlaunin fyrir besta hip- hopið og unnu þeir þá meðal ann- ars Beastie Boys, Jay-Z, Kanye West og Nelly. „D12 fékk loksins verðlaun, takk kærlega fyrir!“ sagði Eminem. Hópur barna kom fram ásamt Eminem þegar hann opnaði há- tíðina með flutningi á lögunum Mosh og Just Lose It. Einnig tóku nokkrir dúett – Usher og Alicia Keys og Nelly og Pharrell Williams. Athyglisverðasta atriðið er talið hafa verið atriði Beastie Boys sem komu inn á sviðið á hjólum og hjólabrettum og söng- kona No Doubt, Gwen Stefani var látin síga niður á sviðið á risastórri klukku. ■ ANDRÉ 3000 Með ein af þremur verðlaunum sem hann og félagi hans Big Boi hlutu. Outkast voru sigurvegarar kvöldsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.