Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 66
54 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR 1 1 . tb l. 2 1 . árg . 2 0 0 4 G L E Y M D A R H E T J U R Nóvember 2004 11. tbl. 21. árg. 899 kr. m. vsk Sólrún Bragadóttir söngkona um ungaeiginmanninn, klíkustarfsemina í Íslenskuóperunni og Bergþór Pálsson ERFIÐLEIKARNIR AÐ BAKI FERÐABLAÐ FYLGIR María Huld Markan ➝ Hundaveðreiðar ➝ María Sólrún Sigurðardóttir ➝ Þórarinn Eldjárn ➝ Nýir ilmir ➝ Sigga á Sirkus ➝ Flottheit ➝ Brynja Davíðsdóttir ➝ Jenni í Brain Police ➝ Baltimore og Washington ➝ Jón Sigurðsson ➝ Þórey Vilhjálmsdóttir ➝ María Solveig og Sigfús, kenndur við Heklu „ÉG VAR ALLTAF HRÆDDUR“ Átakanleg saga manns sem var misnotaður í Heyrnleysingja- skólanum VÆNGJUÐ ÁSTJón Ársæll og Steinunn Þórarinsdóttir HVAR BORGAR SIG AÐ BÚA?Úttekt á kjörum Reykvíkinga og landsbyggðar-fólks N Ý T T B L A Ð Á N Æ S TA S Ö L U S TA Ð ! Á s k r i f t a r s í m i : 5 1 5 5 5 5 5 María Solveig og Sigfús, kenndur við Heklu Þórey Vilhjálmsdóttir, hjónin Jón Ársæll Þórðarson og Steinunn Þórarinsdóttir og fleiri. KRAFTMIKIL HJÓN SPENNANDI VIÐTÖLM A N N L ÍF F E R Ð IR FERÐABLAÐ Nice • Stokkhólmur • New York • Martinique • Kaupmannahöfn • Marseille • Frankfurt • Prag • Róm Við SilfuránaEinar Kárason í Argentínu SkemmtilegarskíðaferðirÁsdís Halla, Helgi Jóhannesson,Eyjólfur Kristjánsson og fleiri Á vit áhugamálannaFjallgöngugarpur, maraþonhlaupari og jógaiðkandi HAUST 2004 FERÐABLAÐ FYLGIR SMS LEIKU R Sendu sm sið JA BSF á númeri ð 1900 og þú gae tir unnið! Bíómiðar , DVD myn dir og margt fleira! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Bush er ekki almáttugur Harry Belafonte er velgjörðarsendiherra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir menntun besta tækið til að berjast gegn örbirgð og gagnrýnir stefnu bandarískra stjórnvalda harðlega. Trausti Hafliða- son ræddi við Belafonte um börnin og Bush. Harold George Belafonte eðaHarry Belafonte eins oghann er betur þekktur er nú á Íslandi á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Belafonte, sem er 77 ára gamall, hefur síðan árið 1987 starfað sem velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og sem slíkur hefur hann ferðast vítt og breytt um heiminn og kynnt starfsemi Barnahjálpar- innar. Hann er í heimsókn hérlend- is í tilefni af 15 ára afmæli Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og heimsforeldraátaki Barnahjálpar- innar á Íslandi. Belafonte heimsótti meðal annars Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Íslands, í gær. Belafonte er án efa þekktastur fyrir að tónlistarhæfileika sína. Árið 1956 skaust hann upp á stjörnuhimininn með breiðskífunni Calypso þar sem er að finna hið víðfræga lag „Day-O“ (The Banana Boat Song). Síðan þá hefur hann barist fyrir réttlæti í heiminum. Hann lagði sitt að mörkum í rétt- indabaráttu blökkumanna í Banda- ríkjunum þar sem hann starfaði með John F. Kennedy þegar hann var forseti og Martin Luther King. Árið 1985 fékk hann hugmynd um að taka upp lagið „We Are the World“ með öllum helstu tónlistar- mönnum heims. Það var gert í tengslum við Live Aid tónleikana sem voru styrktartónleikar vegna hungursneyðarinnar í Afríku. Talið er að rúmlega milljarður manna hafi fylgst með tónleikunum. Ætlið þið að verða sjálfselsk þjóð? Í tilefni af heimsókn Belafonte til Íslands hitti blaðamaður Frétta- blaðsins hann á skrifstofu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Skaftahlíð. Óhætt er að segja að Belafonte sé mjög fágaður maður sem hafi þægilega nærveru. Hann er vel máli farinn og miðað við ald- ur er hann ótrúlega vel á sig kom- inn líkamlega og andlega. Hás röddin býr yfir sannfæringarkrafti sem auðvelt er að ímynda sér að henti vel í rökræður. Af þessu einu að dæma er engin furða að Samein- uðu þjóðirnar hafi viljað nýta sér krafta hans undanfarin sautján ár. „Ég er hér fyrst og fremst til að vekja athygli á starfsemi Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna,“ seg- ir Belafonte. „Ísland er mjög merkilegt að því leyti til að landið er orðið mjög ríkt. Spurningin er hvernig ætlið þið að nýta þá stöðu sem þið eruð í? Ætlið þið að verða fjármálamiðstöð eins og Sviss þar sem mannúðarmál mæta algjörum afgangi eða ætlið þið að hafa mann- úðarmál efst á forgangslistanum? Ætlið þið að verða sjálfselsk þjóð eða þjóð sem tilbúin er að láta eitt- hvað af hendi rakna til mannaúðar- mála? Það er mjög mikilvægt að þið sem þjóð séuð meðvituð um þá stöðu sem þið eruð í.“ Bandaríkin hafa ekki staðfest barnasáttmálann Belafonte er Bandaríkjamaður. Hann er fæddur í New York. Faðir hans var frá Jamaíka og móðir hans frá eyjunni Martinique í Karabíska hafinu. Vegna uppruna síns tekur Belafonte það greinilega nærri sér þegar hann upplýsir að Bandaríkin séu eina landið af þeim tæplega tvö hundruð, sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum, sem ekki sé búið að staðfesta barnasátt- málann. „Siðferðilega er þetta náttúr- lega hræðilegt. Bandaríkin vilja ekki staðfesta sáttmálann því þau vilja ekki verða gerð ábyrg fyrir því sem í honum stendur.“ Þegar Belafonte er spurður hvernig best sé að berjast gegn ör- byrgð barna er svarið einfalt: „Menntun. Ef við getum menntað fólk þá er það líklegasta leiðin til að hjálpa því út úr örbyrgðinni. Það ætti að vera markmið okkar allra að mennta börn þessa heims – öll börn. Örbyrgð, fátækt og sjúkdóm- ar eru ekki bara vandamál þriðju heims landanna – þetta eru fyrst og fremst vandamál hins vestræna heims. Við erum ekki að gera nóg til að hjálpa hinum bágstöddu – þeim sem minna mega sín.“ Hafnaði boði demókrata Belafonte er mjög póltískur. De- mókrataflokkurinn í Bandaríkjun- um hefur nokkrum sinnum beðið hann að fara í framboð en hann hefur alltaf neitað því. Hann segist ekki vilja vera fastur í flokksræð- inu sem fylgi stjórnmálum. Það kom örlítið hik á Belafonte þegar blaðamaður spurði um álit hans á utanríkisstefnu Bandaríkj- anna og stríðinu í Írak. Hann and- aði djúpt að sér, horfði í augu blaðamannsins í nokkrar sekúndur og sagðist síðan ekki getað talað um stjórnmál Bandaríkjanna sem velgjörðarsendiherra Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vil hins vegar gjarnan tjá mig um þessi mál en það verður að vera alveg ljóst að ég geri það sem bandarískur þegn. Ekki sem vel- gjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna,“ segir Belafonte. „Það verður að vera alveg á hreinu.“ Bush hefur gert þjóðina ónæma Þó kannanir eftir forsetakosn- ingarnar í byrjun mánaðarins hafi sýnt að George W. Bush hafi einna helst höfðað til siðferðiskenndar þjóðarinnar í kosningabaráttu sinni segir Belafonte að gott sið- ferði sé það síðasta sem hann tengi Bush við. „Það að George W. Bush skuli vera forseti Bandaríkjanna er ekk- ert annað en stórslys – öll hans ríkisstjórn er stórslys. Bush og repúblíkanar hafa gert bandarísku þjóðina ónæma fyrir þeim ábyrgð- arskyldum sem henni ber að gegna. Við verðum að koma þessum ná- unga frá völdum.“ Bush laug að þjóðinni þegar hann sagði nauðsynlegt að fara í stríð í Írak. Vegna þessa er þjóðin nú sokkin í hyldýpi stríðs sem lík- ist Víetnam meira og meira með hverjum degi sem líður. Í dag segja herforingjarnir að það sé nauðsyn- legt að ráðast inn í þessa borg til að uppræta andspyrnu. Á morgun segja þeir að það sé nauðsynlegt að ráðast inn í aðra til að ná í hryðju- verkamenn. Áður en við vitum af verður Bandaríkjaher kominn með milljón hermenn til Íraks.“ Þrískipting valdsins í hættu Belafonte segir algengt að litið sé á Bush sem almáttugan og að hann hafi enga veikleika. „Hann er hins vegar mjög veik- ur fyrir. Bara af því hann var endurkjörinn forseti þýðir það ekki að við Bandaríkjamenn getum ekk- ert gert. Það þýðir ekki að við leggjust bara niður og bíðum þess að deyja. Ef við látum Bush komast upp með það sem hann er að gera gætu Bandaríkin orðið Fjórða rík- ið. Hann hefur þegar innleitt lög í Bandaríkjunum sem skerða mjög alvarlega þau réttindi sem borgar- anir hafa samkvæmt stjórnar- skránni. Lögmæti þessara laga hef- ur nú þegar verið dregið í efa af nokkrum dómurum.“ „Í fyrsta skiptið í sögunni eru Bandaríkin nú föst viðjum einnar ákveðinnar hugmyndafræði. Hug- Í VETRARKULDANUM Í REYKJAVÍK Harry Belafonte og Einar Benediktsson, formaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. EINLÆGUR BARÁTTUMAÐUR Þó að kannanir eftir forsetakosningarnar í byrjun mán- aðarins hafi sýnt að George W. Bush hafi einna helst höfðað til siðferðiskenndar þjóðar- innar í kosningabaráttu sinni segir Belafonte að gott siðferði sé það síðasta sem hann tengi Bush við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.