Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 73
61LAUGARDAGUR 20. nóvember 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ LISTSÝNING        Útgáfutónleikar á Nasa í kvöld, kl. 22:00 Miðaverð 1,500 krónur Spilabandið Runólfur kyndir upp stemninguna Jagúar djamma í nýju Smekkleysu plötubúðinni í dag, klukkan 15.00 ■ ■ LISTOPNANIR  13.30 Sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum verður opnuð í Gerðubergi. Einnig lesa höfundar barnabóka úr verkum sínum. Kynnir verður Benedikt búálfur og ballerínur sýna dans.  14.00 Hjörtur Marteinsson opnar sjöttu einkasýningu sína á lág- myndum og þrívíðum verkum í Galleríi Sævars Karls í Reykjavík. Yfirskrift sýningarinnar er Ókyrrar kyrralífsmyndir.  16.00 Níu listamenn opna sýningu í Gallerí Tukt. Sýningin ber heitið Illgresi eins og hópurinn og stendur hún til 4. desember.  16.00 Anna Richardsdóttir opnar sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri á verkum samstarfslistamanna hennar víðs vegar að úr heimin- um, sem taka þátt í tíu ára al- heimshreingjörningi með henni.  19.00 Þýska myndlistarkonan Anke Sievers opnar einkasýningu í Gallerí Dverg, sem er staðsett í kjallara að Grundarstíg 21, Reykja- vk. Sýning hennar ber heitið "Songs of St. Anthony and Other Nice Tries" og verður opin fimmtudaga til sunnudags klukk- an 18-20 og stendur til 5. desem- ber. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Hljómsveitin Úlfarnir halda uppi stemmningu í Vélsmiðjunni, Akureyri.  Hljómsveitin Dúr-X skemmtir á Dubliner.  Stuðmannasýningin Með næstum allt á hreinu á Broadway. Á eftir leikur hljómsveitin Í svörtum föt- um fyrir dansi.  Dj Þröstur 3000 á Sólon.  Eyjólfur Kristjáns- son og Íslands eina von með stórdansleik í Klúbbnum við Gullin- brú.  Geirmundur Valtýsson og hljóm- sveit skemmta gestum Kringlukrá- arinnar.  Hljómsveitin Æði skemmtir í Classic Rock við Ármúla. ■ ■ ÚTIVIST  13.30 Í tilefni af 100 ára afmæli rafmagns í Hafnarfirði verður lagt upp í göngu frá Hafnarborg upp Læknum og upp í Lækjarbotna. Á leiðini verða afhjúpuð fjögur skilti. Rúta ekur göngufólki til baka í Hafnarborg, þar sem boðið verður upp á kaffi. ■ ■ FUNDIR  10.00 Elfa Ýr Gylfadóttir, Guð- mundur Heiðar Frímannsson og Þorbjörn Broddason verða frum- mælendur á málþingi um fjar- skipta- og fjölmiðlasamsteypur, sem haldið verður í húsakynnum Reykjavikurakademíunnar við Hringbraut.  10.00 Alþjóðahúsið efnir til ráð- stefnu um íslenskukennslu fyrir innflytjendur í Versölum við Hall- veigarstíg. Frummælendur verða Bjarni Benediktsson, Noureddi- ne Erradi, Sólrún Björg Kristins- dóttir, Hanna Ragnarsdóttir og Sólborg Jónsdóttir.  12.00 Sturla Gunnarsson, Li Ping meistaranemi, Helga Stephen- son, Jannike Ahlund og Þorfinn- ur Ómarsson flytja erindi á mál- þingi um kvikmyndir og samfélag, sem haldið verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á vegum alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Leikstjórar hátiðarinnar sitja fyrir svörum, og fjöldi fagfólks og áhugafólks um kvikmyndir tek- ur þátt í pallborðsumræðum.  13.00 Dr. Ragnhildur Sigurðar- dóttir umhverfisfræðingur fjallar um virkjanir, umhverfismál og upplýsingar til almennings og Styrmir Gunnarsson ritstjóri ræð- ir umfjöllum Morgunblaðsins um Kárahnjúkavirkjun og hugleiðir hlutverk fjölmiðla á fundi Reykja- víkurakademíunnar um Virkjun lands og þjóðar, sem haldinn er í húsakynnum Reykjavíkurakademí- unnar við Hringbraut. ■ ■ SAMKOMUR  11.00 Bókaforlagið Bjartur efnir til jólabókahátíðar í versluninni Iðu þar sem lesið verður upp úr nýj- um bókum á 15 mínútna fresti til klukkan 17.  15.00 Í tilefni af útkomu bókarinn- ar Á vængjum söngsins, Sögu Jónasar Ingimundarsonar eftir Gylfa Gröndal, býður JPV útgáfa til samkomu í Salnum í Kópavogi þar sem Jónas flytur nokkur lög og kynnir bókina. ■ ■ DANSLIST  20.00 Magdanshús Josy Zareen efnir til afmælissýningar í Tjarnar- bíói. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Prakkararnir Max og Moritz verða áberandi á tónleikum Lúðrasveitar verkalýðsins í Ráðhúsi Reykjavík- ur í dag. „Þetta er heldur betur ævintýra- legt. Þeir eru þvílíkir prakkarar, fara í gegnum hakkavél og hljóta mjög dramatísk örlög,“ segir Linda Ásgeirsdóttir leikkona, sem ætlar að lesa texta við myndasögurnar meðan lúðrasveitin leikur tónlist sem þýska tónskáldið Hans Dörner samdi sérstaklega við sögur og myndir eftir Wilhelm Busch. Lúðrasveit verkalýðsins hefur haldið þeirri árlegu venju að halda fjölskyldutónleika, þar sem brugðið er á leik með einum eða öðrum hætti. Í ár fékk hún Lindu til að vera sögumaður og kynnir á tónleikun- um, en hún var sjálf í Lúðrasveit- inni í eina tíð. „Ég spilaði á flautu,“ segir Linda, og bætir því við að hljóðfær- in sem fólk spilar á segi heilmikið um það hvers konar manngerð það er. Lúðrasveitin ætlar einnig að flytja Kattadúettinn eftir Rossini þar sem Örn Hafsteinsson og Jón Óskar Guðlaugsson leika einleik á trompeta. Einnig verða flutt lög úr kvik- myndinni Pirates of the Caribbean eftir Klaus Badelt og svo fá allir krakkarnir að spreyta sig á að stjórna hljómsveitinni við að spila Öxar við ána. ■ „Það er nóg að gera í skúringum við að hreinsa heiminn,“ segir spunadansarinn Anna Richards- dóttir, sem undanfarin ár hefur ferðast víða um heim til að gera hreint. Eða öllu heldur til að fremja svonefndan hreingjörn- ing, þar sem hún drífur sig í skúr- ingasloppinn og dregur upp skúr- ingadótið til að þrífa götur, gang- stéttir og hvaðeina sem fyrir verður. „Tíu ára alheimshreingjörn- ingur“ er yfirskrift sýningar sem hún opnar í Ketilhúsinu á Akur- eyri í dag. Þar sýnir hún ljós- myndir, vídeómyndir og aðrar heimildir frá samverkafólki sínu víðs vegar um heim, sem tók þátt í því að gera heiminn ofurlítið hreinni þann 10. október síðastlið- inn. „Ég byrjaði hér á götum Akur- eyrar árið 1998, þegar ég gerði þennan gjörning fyrst. Ég gerði hann einu sinni í viku í heilt ár, og það var einfaldlega mitt framlag til þess að heimurinn verði örlítið hreinni og línurnar skýrist.“ Að loknu þessu fyrsta ári hélt Anna áfram hreingjörningum sín- um og hefur framið hann í nokkr- um Evrópulöndum, þar af öllum skandinavísku löndunum, einu sinni í Japan og tvisvar sinnum í Suður-Afríku. „Eftir þetta ár ákvað ég að þrífa allan heiminn, og það er lífs- tíðarverkefni. En síðan smám saman fann ég fyrir því að mig langaði til að aðrir myndu hjálpa mér við þrifin.“ Fjörutíu manns frá ýmsum þjóðlöndum hafa nú undirritað samning, þar sem þeir skuldbinda sig til að leggja sitt af mörkum til að þrífa heiminn einu sinni á ári næstu tíu árin. Þetta á að fara fram 10. október ár hvert, en þá á Anna afmæli og getur tekið sér frí frá þrifunum þennan eina dag. „Mig langar að virkja alls kyns fólk að hjálpa mér að þrífa. Til dæmis langar mig til að geim- stöðvar úti í geimnum verði þrifnar og fá myndir af því, þannig að þetta verði sannkallað- ur alheimshreingjörningur. Einnig kom upp sú hugmynd að fá kafara til að þrífa hafsbotninn.“ Anna hefur skuldbundið sig á móti til að sýna afrakstur þessa samstarfsfólks hennar einu sinni á ári, og fyrsta sýningin hefst sem sagt í dag í Ketilhúsinu á Ak- ureyri. ■ Brugðið á leik í Ráðhúsinu MAX OG MORITZ Í LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS Linda Ásgeirsdóttir leikkona ætlar að lesa söguna af Max og Morits á tónleikum Lúðrasveitar verkalýðsins í Ráðhúsi Reykjavíkur. Teiknimyndirnar verða sýndar á tjaldi á meðan og lúðrasveitin leikur undir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI ANNA FREMUR HREINGJÖRNING Á ýmsu gengur þegar Anna Richardsdóttir fremur hreingjörning. Í dag verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning þar sem getur að líta myndir og aðrar heimildir um verk samstarfsfólks hennar, sem gaf henni frí í einn dag og gerði hreint víða um heim. Ákvað að þrífa allan heiminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.