Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 78
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Beach Boys Reykjanesbæ Á Írlandi 66 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Þ að ríkti mikil eftirvænting íleikhúsinu Playhouse áWest End í London á fimmtudagskvöldið þegar átta hundruð manns komu saman til að bera ódauðlegu (og í þetta sinn ís- lensku) elskendurna Rómeó og Júlíu augum. Nína Dögg tók andköf er hún steig á sviðið, svo mikið varð henni við að sjá allan mannfjöld- ann en forsetafrúin Dorrit Mous- saieff, sem ber hag íslenska leik- hópsins fyrir brjósti, vildi meina að sjálf hefði hún verið stressaðri fyrir frumsýninguna en leikar- arnir. „Þetta var æðislegt,“ sagði Dorrit við meðlimi Vesturportsins að sýningu lokinni. „Þið eruð ótrú- leg og hafið ekki hugmynd um hversu góð landkynning þetta er. Miklu áhrifameiri en fiskurinn.“ Í sýningunni sem er flutt á ís- lenskuskotinni ensku er óspart gert grín að allra þjóða kvikindum en áhorfendasalurinn samanstóð mestmegnis af Bretum og Íslend- ingum. Íslensku áhorfendurnir gripu andann á lofti er Víkingur Kristjánsson í hlutverki sirkus- stjórans Péturs lýsti því yfir að á Bretarnir væru einna þekktastir fyrir að eiga ljótar konur, en sal- urinn tók aftur við sér er spjótin fóru að beinast að íslensku þjóð- inni. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig íslenska sýning legð- ist í Bretana. „Ég ætla að segja öllum vinum mínum hvað þetta er frábær sýning,“ sagði kona á besta aldri og eiginmaðurinn tók undir. „Fyrstu kynni mín af Ís- landi gætu ekki hafa verið betri. Þetta var tilgerðarlaus Shakespe- are og leikararnir komu öllu vel til skila.“ Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri sýningarinnar, var að vonum hæstánægður með frammistöðu leikhópsins á fimmtudaginn en gagnrýni birtist í bresku blöðunum í gær. Times gaf sýningunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Gagnrýnand- inn, Benedict Nightingale, hafði líka séð Vesturportið spreyta sig í leikhúsinu Young Vic á West End fyrr á árinu. Í þetta sinn hrósar hann Vesturportinu sérstaklega fyrir áframhaldandi uppfinninga- semi og segir sýninguna á nýju sviði bæði skrítna, skemmtilega og hrífandi. Vesturportið sýnir Rómeó og Júlíu í Playhouse þar til 5. mars næstkomandi og fyrir þá sem eru á leiðinni til London þá er hægt að panta miða í síma 08700606631. thora@frettabladid.is SMS LEIK UR Sendu sm sið JA BSF á númeri ð 1900 og þú gae tir unnið! Bíómiðar , DVD myn dir og margt fleira! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SVIFIÐ INN Í HJÖRTU BRETA Nína Dögg Filippusdóttir sveiflaði sér inn í hjörtu Breta á frumsýningu Rómeó og Júlíu á fimmtudaginn. RÓMEÓ OG JÚLÍA: VESTURPORT FRUMSÝNDI LEIKRITIÐ ÓDAUÐLEGA Á FIMMTUDAG Ástin áhrifameiri en fiskurinn 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fá aðstandendur heimildar- myndarinnar Blindsker, um ævi Bubba Morthens, sem hefur sleg- ið fyrri aðsóknarmet heimildar- mynda hér á landi. HRÓSIÐ Lárétt: 2 líf, 6 skyldir, 8 hæða, 9 læsing, 11 listamaður, 12 kjánar, 14 ílát, 16 útv- arpsbylgja, 17 skel, 18 hrun, 20 á fæti, 21 óska. Lóðrétt: 1 skriðdýr, 3 svar, 4 lét heyra í sér, 5 sagði upp, 7 lofar, 10 eins um n, 13 keyra, 15 ófín skemmtun, 16 fljót, 19 höfuðáttir. LAUSN. 1. 2. 4. 3. 5. 1. BJÖRGÓLFUR THOR OG TÓMAS ARON GUÐMUNDSSON Ferillinn byrjar vel hjá hinum þrettán ára gamla Tómasi Aron. Björgólfur þakkaði Tómasi innilega fyrir fimleikastökkin á West End. 2. NÍNA DÖGG FILIPPUSDÓTTIR OG DORRIT MOUSSAIEF Dorrit átti ekki orð yfir frammistöðu íslensku leikarana. „Þetta er besta landkynning sem hugsast getur. Þið áttið ykkur ekki á því hvað þetta hefur mikið að segja,“ sagði Dorrit við leikhóp- inn og bætti við að þetta væri miklu betri landkynning en fiskurinn. 3. ÍSLENSKAR OG ERLENDAR STÓRSTJÖRNUR Hér sést Nína Dögg ræða við sænsku leikkonuna Siri Svegler sem lék á móti Brad Pitt í kvikmyndinni Troy. 4. HALLI HANSEN OG RAGNAR BRAGASON Halli Hansen gerði sér sérstaka ferð til London til að vera viðstaddur frumsýninguna á Rómeó og Júlíu og Ragnar Braga- son kvikmyndagerðarmaður heldur áfram að fylgjast með ævintýrum Vesturports- ins. 5. FÓTBOLTAFJÖR Eiður Smári mætti í Playhouse í fylgd kærustunnar sinnar og fót- boltakappans Hermanns Hreiðarssonar til að fylgjast með sportlegri sýningu ís- lenska leikhópsins. MYNDIR/ÞÓRA KARÍTAS Lárétt: 2fjör, 6ðd,8ása,9lás,11kk, 12asnar, 14askar, 16fm,17aða,18 ras,20il,21árna. Lóðrétt: 1eðla,3já,4öskraði,5rak,7 dásamar, 10sns,13aka,15rall,16frá, 19sn. Björk: Rigningasamar dimmar roknætur með endalausu myrkri og mað- ur liggur í híði fram á miðj- an dag. Þunglyndið sprett- ur út um svitaholurn- ar...hvar er prósakkið...En svo snjóar, loft- ið hreinsast og Walt Disney jólaandinn hellist yfir mann. Maður ákveður að baka níu sortir af smákökum fyrir þessi jól og jafnvel íhugar að sofa hjá mannin- um ...alveg ótrúlegt hvað örlítil birta get- ur gert. Edda: Það er náttúrlega langbest að vaka fram eftir á köldum vetrarnóttum – svona þangað til fer að birta – og þrífa íbúðina, þvo þvottinn og brjóta saman, taka til í geymslunni og þvotta- húsinu. Ef kaffið er búið er hressandi að klæða sig í stormgall- ann og rölta út í næsta bakarí og hinkra þang- að til þeir opna. Vekja svo fjölskylduna og drífa alla út í skafl- ana... OG HALDA ÁFRAM AÐ ÞRÍFA!! Guðlaug: Þykki bómull- arnáttkjóllinn klikkar ekki með angórusokk- unum og fullum bolla af swiss miss. Kúra svo undir sæng með Titanic eða Sense and sensibili- ty í tækinu og þegar manni er farið líða óþægilega mikið eins og Bridget Jones er bara eitt að gera; tvöfaldan konna í kakóið. Guðrún: Á slíkum nóttum er best að kúra sig í hálsakotinu hjá kallinum sínum, vera komin í dúnsokkana, en passa samt að ekkert af krökk- unum sjái múnderinguna. Það virðist kitla þessi ofvöxnu börn til hláturs. Þau skilja ekki neitt þessir grislingar og hafa átt það til að senda eiginmanni mínum samúðarskeyti, sé kalt í veðri og hann megi eiga von á slíkri bómull- arhlussu upp í til sín. Unnur Ösp: I love it!!! Án efa langbesti tími ársins og dagsins :) Hlaða kertum út um allt hús... kveikja á jóla- seríum... láta renna í heitt freyðibað... fá sér malt og appelsín... fara í inniskó og vefja um sig teppi... kveikja á raf- magnsofninum... setja Buckley á fón- inn...fá sér mandarínu og súkkulaði...taka trúnó... kveikja á Love Actually eða sambærilegri vellu...poppa...horfa út um glugg- ann...lesa...hugsa...skrifa ljóð róleg! ...láta renna aftur í bað til að reyna að ná upp eðlilegum líkamshita og sofna út frá Buckley :) I love it!!! | 5STELPUR SPURÐAR | Kaldar vetrarnætur? » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á LAUGARDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.