Fréttablaðið - 22.11.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 22.11.2004, Síða 1
Handboltalandsliðið: ▲ SÍÐA 20 Aftur meðal þeirra bestu ● í sýnikennslu hjá skattstjóra Pamela Anderson: ▲ SÍÐA 30 Leysir Jón Jónsson af ● skiptinemi á vesturströnd malasíu Ugla Egilsdóttir: ▲ SÍÐA 30 Hlakkar til að koma heim fyrir jólin MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝNAR Á MORGUN Frost um allt land í dag, sýnu mest norðan til. Skýjað með köflum en þurrt á landinu. Hlýnar um hádegi á morgun. Sjá síðu 4. 22. nóvember 2004 – 320. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Valdi og Stella: BRÁÐAÞJÓNUSTA VERÐUR LÖGÐ AF Vegna mikils hallareksturs á Vogi verð- ur gripið til aðgerða sem spara sjúkrastofn- uninni 45 milljónir á ári. Sjá síðu 2 STJÓRNMÁLAMENN BERA RÍKA ÁBYRGÐ Hæstiréttur hefur dæmt stjórn- armenn hlutafélaga til ábyrgðar þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að þeir hafi vitað af brotinu. Sjá síðu 4 ÍSLENDINGARNIR AÐ SKEMMA STOKE Yfirtaka Íslendinga á Stoke hefur engin áhrif haft, að mati Alans Hudson, fyrrum leikmanns Stoke. Sjá síðu 6 TELJA GERÐARDÓM BETRI LEIÐ Kennarar líta til gerðardóms og telja niður- stöðu hans ekki geta orðið verri en nýs kjarasamnings. Sjá síðu 8 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 ÚKRAÍNA, AP/AFP Útgönguspár seinni umferða forsetakosninga í Úkraínu sem voru í gær benda til þess að Viktor Júsjenko beri sigur úr býtum. Samkvæmt skoðana- könnun sem studd er af Banda- ríkjastjórn og byggð á svörum tuttugu þúsunda borgara um allt land hefur hann hlotið 58 prósent atkvæða. Júsjenko vill efla tengsl Úkraínu við Vesturlönd. Viktor Janukovitsj forsætis- ráðherra, sem studdur er af Vladi- mír Pútín Rússlandsforseta og Leoníd Kútsjma, fráfarandi for- seta landsins til tíu ára, virðist hafa lotið í lægra haldi. Hann vill efla tengsl Úkraínu og Rússlands á nýjan leik eftir þrettán ára að- skilnað. Skoðanakannanir sýna mis- mikinn mun á frambjóðendunum. Minnstur er hann 3,5 prósent, Júsjenko með 49,4 prósent en Janukovitsj 45,9 prósent. Um 37 milljónir Úkraínumanna voru á kjörskrá. Fyrri kosning- arnar fóru fram 31. október. For- skot Júsjenko nam þá 156 þúsund atkvæðum. Þá var hræðst að kjós- endur þyrðu ekki að stugga við Janukovitsj. Hefur því verið hald- ið á lofti að kosningastjórar reyni að falsa niðurstöðurnar honum í vil. Opinberra niðurstaðna er að vænta í dag. ■ Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar KÖRFUBOLTI ÍS og KR mætast í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í 1. deild kvenna í körfubolta klukkan 19.30 í kvöld. Önnur umferð forsetakosninga í Úkraínu: Kusu aukin tengsl við Vesturlönd BRIMRÓT Í HÖLLINNI Laugardalshöllin var troðfull í gærkvöld þegar gömlu kempurnar í Beach Boys sýndu að þær kunna þetta ennþá. Söngvari hljómsveitarinnar, Mike Love, hélt uppi góðu stuði og kunnu tónleikagestir vel að meta strandarstemningarlögin sem hljómsveitin flytur enn um allan heim. Hafa það notalegt á nýja heimilinu SVEITARSTJÓRNARMÁL Samkvæmt heimildum blaðsins er um það rætt að Svanfríður Jónasdóttir, fyrrum þingkona Samfylkingar, verði næsti bæjarstjóri á Dalvík fyrir hönd I-lista Sameiningar. Sjálfstæðismenn í bænum hafa boðið Sameiningu bæjarstjóra- stólinn fari flokkarnir í meiri- hlutasamstarf en talið er líklegt að Sameining geti krafist þess að fá að velja bæjarstjóra verði farið í samstarf við framsóknarmenn. Sameining fundaði í gærkvöld til að taka ákvörðun um við hvorn flokkinn eigi að hefja meirihluta- viðræður við og höfðu þá for- svarsmenn Sameiningar heyrt í oddvitum bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Meirihluta- samstarfi Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks var slitið á laugar- dag vegna ágreinings um framtíð Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Ekki er ljóst hvaða áhrif það mun hafa á framtíð skólans við hvern verður farið í samstarf. Ein tillag- an sem rædd var á fundinum var að Svanfríður yrði bæjarstjóri, annar hinna flokkanna fengi for- seta bæjarstjórnar og formann bæjarráðs en Sameining fengi meirihluta í nefndum bæjarins. Sjálfstæðismenn lögðu til á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag að grunnskólinn á Húsabakka yrði sameinaður Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2005-2006. Fram- sóknarmenn lögðu til að fresta ákvörðunum til 31. mars, en settur yrði á fót þriggja manna vinnu- hópur til að útfæra nánari gögn varðandi framtíðarskipan grunn- skólamála í Dalvíkurbyggð. Sam- eining lagði hins vegar til að engar breytingar yrðu á skóla- haldi í Húsabakkaskóla út kjör- tímabilið. Skólastjóri Húsabakka- skóla er Ingileif Ástvaldsdóttir, sem þar til nýlega var oddviti Sameiningar í bæjarstjórn. Fylkingarnar þrjár hafa því mjög ólíka afstöðu til áframhald- andi starfsemi skólans og þó svo að þetta málefni hafi orðið ásteyt- ingarefni síðasta meirihluta verð- ur að gera ráð fyrir að það verði lagt til hliðar til að greiða fyrir nýju meirihlutasamstarfi. svanborg@frettabladid.is Svanfríður í bæjar- stjórastólinn I-listi Sameiningar er í oddastöðu í viðræðum um nýjan meirihluta á Dalvík. Svanfríði Jónasdóttur, fyrrum þingkonu Samfylkingar, hefur verið boðinn bæjarstjórastóllinn. Umferðaróhapp: Göngunum lokað í tvo klukkutíma LÖGREGLA Loka þurfti Hvalfjarðar- göngunum í tvo klukkutíma eftir umferðaróhapp sem varð á sjö- unda tímanum í gærkvöld. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í göngunum með þeim af- leiðingum að bíllinn fór utan í gangavegginn. Eldri hjón sem voru í bílnum voru flutt á slysa- deild Landspítalans en þau voru ekki talin alvarlega slösuð. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík þykir mildi að ekki hafi farið verr. ■ Sagan á netinu: Fórnarlömb helfararinnar JERÚSALEM, AP Safn um helförina sem staðsett er í Jerúsalem, hefur opnað heimasíðu með aðgangi að lífshlaupi um þriggja milljóna gyðinga sem deyddir voru af nas- istum. Gagnasafnið er það yfir- gripsmesta sinnar tegundar og verður að finna á vefslóðinni yadvashem.org. Síða Yad Vashem-safnsins verður opnuð formlega í dag og geymir upplýsingar sem unnar hafa verið síðustu fimmtíu ár. Þetta er stærsti og ýtarlegasti listi sem til er um þá sem létust í helförinni og verður hann birtur bæði á ensku og á hebresku. Á heimasíðunni segir að það sé siðferðileg skylda gyðinga að halda uppi minningu þeirra sem létust og að þetta sé gert af virðingu við fórnarlömbin. Fyrir áratug voru um 1.500 manns fengnir til að vinna úr upp- lýsingum og færa þær á stafrænt form. Á undanförnu ári hefur þeim upplýsingum verið komið á netið. Leitast er við að skrá upp- lýsingar um þá sem ekki eru á síð- unum og voru drepnir í stríðinu áður en það verður of seint. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ● róbert markakóngur mótsins

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.