Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 2
2 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR „Jú, maður verður einn af þeim. Og eins og sagt er: Maður borðar ekki vini sína.“ Vignir Þór Bragason er innkaupamaður græn- metisdeildar Hagkaupa. Hann var sendur á nám- skeið til menntastofnunnar atvinnulífsins í Hollandi og í verslunarkeðju í Bretlandi á svoköll- uðum Leonardó-styrk. Á þessum námskeiðum lærði hann allt sem þarf um grænmeti og ávexti. SPURNING DAGSINS Vignir, verður maður ekki hálfgert grænmeti af að vinna svona mikið með grænmeti? edda.is Grátbrosleg og fjörug saga „Þegar ég áttaði mig á því að ég var lent í alltof flóknu sam- bandi við alltof gamlan mann ákvað ég að gera það sem allar skynsamar konur gera: flýja land.“ Birna Anna Björnsdóttir er ein þriggja höfunda skáldsögunnar Dís sem sló rækilega í gegn árið 2000, en eftir henni var nýlega gerð vinsæl kvikmynd. Birna Anna Björnsdóttir 10. sæti Skáldverk Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 10. – 16. nóv. Vinstri grænir: Stóriðja fjölgar ekki störfum STJÓRNMÁL Flokksráð Vinstri grænna lýsti þungum áhyggjum af atvinnuleysi í landinu á fundi sínum í Reykjavík um helgina. Í ályktun fundarins um atvinnumál er bent á að nú stefni í að atvinnu- leysi á árinu 2004 verði að jafnaði 3,2 prósent. Það jafngildi því að um 5.200 manns séu án vinnu á sama tíma og hagvöxtur sé tiltölu- lega mikill. „Stóriðjustefna ríkis- stjórnarinnar hefur ekki bætt at- vinnuástandið í landinu. Þvert á móti hefur hún leitt til vaxta- hækkana og gengisþróunar sem þrengir mjög að öðrum atvinnu- greinum, auk niðurskurðar hjá hinu opinbera sem birtist í lakari almannaþjónustu, minni fram- kvæmdum og færri störfum“ seg- ir í ályktun Vinstri grænna. Þá ítreka Vinstri grænir kröfu sína að Ísland verði tekið af lista hinna vígfúsu ríkja. Þeir gagn- rýna lagasetningu meirihluta al- þingis á verkfall kennara og mót- mæla harðlega skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem þeir segja að hygli hátekju- og stóreigna- mönnum. - ás IYAD ALLAWI Forsætisráðherra Íraks. Ghazi Allawi: Sleppt úr gíslingu ÍRAK, AFP Ghazi Allawi, frændi Iyads Allawi, forsætisráðherra Íraks, var látinn laus á sunnudag í Bagdad en hann var tekinn í gísl- ingu þann 10. nóvember. Daginn eftir að Allawi náðist lýsti hópur uppreisnarmanna sig ábyrgan fyrir verkinu og hótaði að afhöfða hann, konu hans og tengdadóttur þeirra ef Iyad Allawi hætti ekki árásum á land- svæði byltingarsinna í Fallujah og sleppti föngum í Írak. Konunum tveim var sleppt þann 15. nóvember. ■ Suður-Súdan: Hermenn halda friðinn KHARTOUM, AFP Sameinuðu þjóðirn- ar munu staðsetja þúsundir her- manna í Suður-Súdan þegar ríkis- stjórnin í Khartoum, höfuðborg Súdans, og byltingarhreyfingin í suðrinu hafa skrifað undir friðar- samning. Um það bil sjö þúsund her- menn frá mismunandi löndum munu verða staðsettir í Suður- Súdan fyrir árslok til að fylgjast með að bæði ríkisstjórnin og bylt- ingarhreyfingin standi við sinn hluta af samningnum. Stríðið í suðrinu hefur geisað síðan 1983 og hefur kostað eina og hálfa milljón manna lífið. Fólk er þó vongott um að friðarsamning- urinn leysi vandann. ■ SKATTAMÁL Jóhanna Sigurðardóttir segir á heimasíðu sinni að barna- bætur hafi lækkað verulega að raungildi frá því sem þær voru árið 1995. Í því samhengi eigi að líta á hækkun á barnabótum á ár- unum 2006 og 2007 um 2,4 millj- arða. Hún segir að á árunum 1995- 2004 hafi útgjöldin verið um 10 milljörðum lægri en þau hefðu verið ef raungildi þeirra hefði haldist óbreytt frá 1995. Því sé ríkisstjórnin að skila innan við fjórðungi þess sem barnafólk hafi verið hlunnfarið um í barnabótum undanfarin 10 ár. Þá bendur hún á að útgjöld vegna barnabóta séu nú 0,5 pró- sentustigum minna af landsfram- leiðslu en árið 1995, þegar útgjöld- in voru 1,1 prósent. Þá hafi hlutfall tekjutengdra barnabóta aukist úr 44 prósentum 1995 í 81 prósent á þessu ári. Þetta séu svik Fram- sóknarflokksins um ótekjutengdar barnabætur til allra barna sem lof- að hafi verið fyrir kosningarnar 1999. - ss Bráðaþjónusta á Vogi verður lögð af Vegna mikils hallareksturs á Vogi verður gripið til aðgerða sem spara sjúkrastofnuninni 45 milljónir á ári. Sjö starfsmönnum sagt upp. Innlögnum fækkað. Sjúklingar yngri en 16 ára ekki innritaðir. SÁÁ Sjö starfsmönnum verður sagt upp á Vogi og ráðgjafavakt og bráðaþjónusta sem veitt hefur verið á göngudeild meðferðar- stofnunarinnar verður lögð af, eftir því sem Þórarinn Tyrfings- son, framkvæmdastjóri með- ferðarsviðs SÁÁ, segir. Einnig verður dregið úr viðhaldsmeð- ferð fyrir ópíumfíkla og nýir sjúklingar munu ekki njóta góðs af þessari meðferð þó að hún hafi borið góðan árangur. Inn- lögnum verður fækkað um 10 prósent, sjúklingar yngri en 16 ára verða ekki innritaðir og þjón- usta við vímuefnasjúklinga sem einnig eru haldnir geðsjúkdóm- um mun minnka. Niðurskurður- inn kemur til vegna mikils halla á rekstri Vogs. Þrátt fyrir þessar sparnaðaraðgerðir verður Vogur rekinn áfram með 70 milljóna króna halla, sem er minnkun um 45 milljónir króna. Árlegur rekstrarkostnaður við Vog er 380 milljónir króna. „Það eru alltaf breytingar í heilbrigðisþjónustunni til og frá. Við á Vogi höfum hafið nýja með- ferð fyrir sprautufíkla sem er ný bráðaþjónusta með lyfi sem er mjög dýrt. Kerfið gerir einfald- lega ekki ráð fyrir þessari bráða- þjónustu og er mjög stíft og erfitt í þeim málum. Alþingismenn virð- ast ekki skilja að bráðamóttöku í Reykjavík vantar peninga og það þarf að leysa núna. Það hlýtur að vera hægt að spara annars staðar,“ segir Þórarinn vegna þess mikla niðurskurðar sem er fyrir- hugaður á sjúkrahúsinu Vogi. Sjúklingum þar hefur fjölgað og þjónusta annarra sjúkrastofnana við áfengis- og vímuefnaneytend- ur hefur minnkað verulega. Ekki náðist í Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, þar sem hann er staddur í Mexíkó. Vænst er að hann muni veita svör í þessu máli þegar hann kemur heim næstkomandi fimmtudag. Jón stýrði fundi heil- brigðis- og félagsmálaráðherra á Norðurlöndum sem haldinn var í október. Þar náðist sameiginleg niðurstaða um að það þyrfti að hækka skatta á áfengi í forvarna- skyni. lilja@frettabladid.is Á FLOKKSRÁÐSFUNDI Flokksráð Vinstri grænna segir í ályktun sinni að stjóriðjustefna ríkisstjórnarinnar hafi ekki bætt atvinnuástandið í landinu. ÞÓRARINN TYRFINGSSON „Stofnunin er alltaf að borga sjötíu milljónir á ári með meðferð en núna er kostnaðurinn einfaldlega orðinn of mikill.“ Barnabætur: Hafa lækkað verulega JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Segir ríkisstjórnina skila innan við fjórðungi þess sem barnafólk hefur verið hlunnfarið um í áratug. Kindur mótmæla: Vilja viðhald slóða AFP, MADRÍD Um það bil 1.200 kind- ur ráfuðu um götur Madrídar í gær til að vekja athygli á kröfu um verndun á árstíðabundnum flutn- ingi búpenings milli beitilanda á láglendi og hálendi, en það er alda- gömul hefð á Spáni. Með kindunum fylgdu auðvitað fjárhirðar og um tólf hundar en fylkingin marseraði til ráðhússins eftir að hafa gengið þvert á mikil- vægustu samgönguleiðir í höfuð- borginni. Fjárbændur vilja við- halda 125.000 kílómetra löngum slóðum á milli beitilanda á láglendi og hálendi sem eru notaðar af hundruðum þúsunda kinda tvisvar á ári. Skipuleggjanda mótmælanna, Jesus Garzon, finnst leitt að í mörgum hlutum Spánar séu lög frá árinu 1995 til að varðveita þessa slóða en ekki farið eftir þeim. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.