Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 4
4 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR SAMKEPPNISMÁL Ísland er að drag- ast aftur úr öðrum vestrænum löndum í eftirliti með samkeppn- isbrotum, að mati Jóns Magnús- sonar hæstaréttarlögmanns. Hann segir að víða hafi viðurlög og rannsóknarheimildir sam- keppnisyfirvalda verið þyngd að undanförnu, umfram það sem þekkist hér á landi. Til dæmis hafi Norðmenn ný- lega breytt sínum samkeppnis- lögum þannig að sektir séu þyngri og rannsóknarheimildir víðari en áður. Þar geti sam- keppnisyfirvöld nú gert húsleit á heimilum starfsmanna fyrir- tækja sem eru til rannsóknar. Bandaríkjamenn hafa þyngt fangelsisrefsiheimildir úr þrem- ur árum í tíu ár, Írar og Frakkar hafa hert viðurlög og Bretar hafa bannað stjórnendum sem hafa verið staðnir að alvarlegum sam- keppnisbrotum að gegna stjórn- unarstöðum í fyrirtækjum um nokkurra ára skeið. Einnig geta bresk samkeppnisyfirvöld nú beitt símhlerunum og tálbeitum við rannsókn mála. Jón segir að breytingarnar hafi verið gerðar þar sem það hafi sýnt sig að verðsamráð sé miklu víðtækara og skaðlegra en menn höfðu áður talið. - ghg VERÐSAMRÁÐ Fordæmi eru fyrir því að stjórnarmenn sæti ábyrgð vegna lögbrota sem framin eru í starfsemi hlutafélaga sem þeir stýra. Hæstiréttur hefur nokkr- um sinnum komist að slíkri niður- stöðu þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að stjórnarmennirnir hafi sjálfir framkvæmt brotin. Hins vegar hefur réttinum þótt sem þeim hafi mátt vera kunnugt um þau, sérstak- lega þegar brotin stóðu lengi yfir. Margir þeirra sem sátu í stjórn- um olíufélag- anna á tímum v e r ð s a m r á ð s hafa sagst grun- lausir um að ekki væri allt með felldu í rekstri félaganna. Sam- keppnisráð telur að samráð olíu- félaganna hafi staðið samfellt frá árinu 1993 til 2001. S a m k v æ m t 68. grein hlutafé- lagalaga er gerð krafa um að s t j ó r n a r m e n n séu með á nótun- um í rekstrinum. Þá ber þeim að afla sér vitneskju um rekstur þess og að annast um að starfsemin sé í réttu og góðu horfi. Dæmi um að Hæstiréttur leggi þessi ákvæði til grundvallar er dómur frá ár- inu 1999 þar sem stjórnar- menn í útgerð- arfélagi voru dæmdir til s k a ð a b ó t a - á b y r g ð a r vegna brota á lögum, þrátt fyrir að þeir hafi borið við vankunnáttu. Í dóm- inum kemur fram að það dugi ekki stjórnarmönnum að bera fyrir sig ókunnugleika í rekstri félagsins eða á þeirri löggjöf sem gildir um starfsemi þess. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1963 í máli Íslenska steinolíu- hlutafélagsins er einnig kveðið á um ábyrgð stjórnarmanna. Þeir voru dæmdir refsiábyrgir þrátt fyrir að forstjóri félagsins hafi einn verið fundinn sekur um tolla- lagabrot. Um þátt stjórnarmanna sagði í dómnum að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að þeir hafi átt þátt í lögbrotum. Þeir hafi hins vegar verið í fyrirsvari fyrir félagið og því verði að gera kröfu til þeirra að þeir hafi eftirlit með rekstri félagsins í meginefn- um. Ólöglegur innflutningur hafi farið fram að staðaldri um langan tíma, ekki síst þar sem skorti eftirlit af hendi stjórnarmanna og því bæru þeir ábyrgð. Refsimál hefur aldrei verið höfðað vegna brota á samkeppnis- lögum og ríkissaksóknari á eftir að taka ákvörðun um hvort ein- staklingar verða ákærðir vegna verðsamráðs olíufélaganna. Rann- sókn Ríkislögreglustjóra á þeim stendur yfir. ghg@frettabladid.is Ungir jafnaðarmenn: Fagna tillögu Valgerðar FJÁRSTUÐNINGUR Ungir jafnaðar- menn fagna tillögu viðskiptaráð- herra um að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokk- anna. Vilja þeir enn fremur að sett verði lög um fjárreiður s t j ó r n m á l a - flokkanna líkt og gilda um aðra sem þiggja fé frá hinu opinbera. Ungir jafn- aðarmenn vilja að allir stjórn- m á l a f l o k k a r sitji við sama borð og opni bók- hald sitt á sama tíma. Þeir vilja meina að opinn aðgangur almenn- ings að upplýsingum fjárstuðn- ings til stjórnmálaflokka sé sjálfsagður hluti lýðræðislegs skipulags. ■ BSRB: Ríkið brýtur lög KJARAMÁL Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hélt aðalfund sinn á föstudag. Í ályktun fundarins segir að lögum sem sett voru á kjaradeilu kennara og sveitar- félaga sé mótmælt harðlega. Jafn- framt er ánægju lýst yfir því að Kennarasambandið hafi ákveðið að ganga til samninga. Þá er launa- leynd hjá ríki og sveitarfélögum mótmælt. BSRB segir launaleynd- ina brjóta gegn upplýsingalögum, en samkvæmt þeim eigi að upp- lýsa um öll föst launakjör á opin- berum vinnustöðum. Í skjóli slíkrar leyndar þrífist misrétti. Þá færist það í vöxt hjá að ráðið sé í störf hjá hinu opinbera án þess að þau séu auglýst, sem brjóti gegn lögum um réttindi og skyldur. - ss Verður þú var/vör við mengun? Spurning dagsins í dag: Ertu byrjaður/-uð að undirbúa jólin? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 43,2% 56,8% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun edda.is Aðdraganda Njálsbrennu lýst með hraða og spennu myndasögunnar. Brennan er sjálfstætt framhald verðlauna- bókarinnar Blóðregns. Bergþórshvoll brennur! Samkeppnisyfirvöld: Íslendingar að dragast aftur úr öðrum þjóðum JÓN MAGNÚSSON Segir vestrænar þjóðir herða viðurlög og rannsóknarheimildir vegna samkeppnisbrota. Íslendingar séu að dragast aftur úr í þeim efnum. Stjórnarmenn bera ríka ábyrgð samkvæmt lögum Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi dæmt stjórnarmenn hlutafélaga til ábyrgðar þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að þeir hafi vitað af brotinu. Stjórnarmenn olíufélaganna hafa margir sagst grunlausir um samráð sem er talið hafa staðið í tæp tíu ár. HÆSTIRÉTTUR Refsimál hefur ekki verið höfðað vegna samkeppnislagabrota. Hæstiréttur hefur hins vegar dæmt stjórnarmenn fyrir efnahagsbrot fyrirtækja þeirra, þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á beina aðild þeirra að brotinu. OLÍUFÉLÖGIN Stjórnarmenn olíufélaganna hafa margir sagst grunlausir um verðsamráð sem talið er hafa staðið yfir frá árinu 1993 til 2001. ANDRÉS JÓNSSON Formaður Ungra jafnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.