Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 6
6 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR NORÐURSKAUTSRÁÐ Ný skýrsla um mannlíf á norðurslóðum var kynnt á Nordica hóteli í gær. Sam- antekt skýrslunnar var eitt af for- gangsmálum Íslands í for- mennsku Norðurskautsráðsins árin 2002 til 2004. Níels Einarsson, forstöðumað- ur Stofnunar Vilhjálms Stefáns- sonar og annar verkefnisstjóra skýrslunnar, segir hana vera fyrstu og einu samantekt sinnar tegundar. Aðspurður segir hann Ísland helst eiga sameiginlegt með samfélögum norðurskautsins að vera háð hreinu umhverfi og auðlindanýtingarétti. Skýrsluna segir hann skrifaða þannig að hún sé aðgengileg almenningi, einnig sé hún fallega myndskreytt. Farið er yfir efnahagsmál, heilbrigðis- mál, jafnréttismál, menntun og fleira sem viðkemur búsetu á norðurslóðum. Fram kemur í skýrslunni að vandamál steðji að tungumálum sem fáir tala í Norður-Rússlandi og hjá frumbyggjum í Kanada. Einnig er bent á gífurlega menn- ingarlega fjölbreytni þar sem oft er dregin upp nokkuð einsleit mynd af norðurslóðum. Alls komu 140 manns að gerð skýrslunnar, þar af um 90 höfundar. - hrs Íslendingarnir að skemma Stoke Yfirtaka Íslendinga á knattspyrnuliðinu Stoke hefur engin áhrif haft, að mati Alans Hudson, fyrrum leikmanns Stoke og landsliðsmanns Englendinga í knattspyrnu. Hudson segir Íslending- ana ekki einu sinni hafa áhuga á fótbolta og þeir komi í raun í veg fyrir að liðið fái að dafna. KNATTSPYRNA Alan Hudson, fyrr- verandi landsliðsmaður Englend- inga í knattspyrnu og áður leik- maður Stoke og Chelsea, vandar íslenskum eigendum Stoke ekki kveðjurnar í viðtali við staðar- blaðið The Sentinel í Stoke. Hud- son lýsir samstarfi félagsins við íslensku hluthafana sem „fárán- legu ástandi“. Hann segir ís- lensku yfirtökuna ekki hafa haft nein áhrif og sakar Íslendingana meðal annars um að hafa ekki einu sinni áhuga á fótbolta. Hann segir metnað Íslendinganna til að koma liðinu í efstu deild greini- lega ekki vera til staðar og efast um tilgang fjárfestingarinnar sem Gunnar Gíslason, stjórnar- formaður Stoke, og félagar réð- ust í fyrir réttum fimm árum. Tilefni viðtalsins er nýútkom- in bók Hudsons um yfirtöku Rússans Romans Abramóvitsj á fyrrum félagi Hudsons, Chelsea, og þá jákvæðu hluti sem sú yfir- taka hefur leitt til. Þá bendir hann á til samanburðar að annað fyrrum félag sitt, Stoke, sé á sama tíma að fara illa út úr yfir- töku annars aðila, Íslendinganna. Hann bendir á að félagið geti ekki búist við að sjá miklar fram- farir á meðan stjórnin láti ekki meiri pening til leikmannakaupa, en Tony Pulis knattspyrnustjóra var nýlega úthlutað 2 milljónum punda til að styrkja liðið. „Þeir eru vandfundnir gæða- leikmennirnir sem hægt er að fá á réttu verði. Stuðningsmenn ættu að venjast því að vera í þessari deild þangað til einhver leggur til skítnóg af pening í félagið,“ sagði Hudson meðal annars og segir íslensku stjórn- ina koma í veg fyrir að liðið fái að dafna. „Til hvers voru þeir eigin- lega að kaupa félagið ef þeir vilja ekki leggja meiri pening í það? Til hvers að leggja pening í það í fyrstu og staðna svo bara? Annað hvort eiga menn að gera þetta al- mennilega eða sleppa því. Til hvers komu þeir eiginlega hing- að? Í hvaða tilgangi? Þeir hafa greinilega ekki áhuga á fótbolta. Ég held að þeir komist ekki lengra með félagið. Þeir geta ekki keypt almennilega leikmenn enda eru það aðeins þeir góðu sem geta búið til góð lið,“ sagði Hudson og er greinilega heitt í hamsi. Hudson var greinilega í miklu stuði í viðtalinu því hann hélt áfram að gagnrýna Stoke en hann segir að það hafi verið mis- tök að flytja frá Victoria Ground, gamla heimavellinum. Hann er á þeirri skoðun að félagið hefði betur átt að sleppa því að flytja á Britannia-leik- vanginn og gera frekar upp þann gamla og efla þar andann. Gunnar Gíslason fær eflaust ekki jólakort frá Hudson í ár. th@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Í hlöðu á hvaða bæ kom eldur upp áföstudagskvöldið? 2Hvaða orðrómur um dauða JassersArafat hefur komist á kreik í araba- heiminum? 3Hvaða heimsmset var sett í Kringl-unni á laugardaginn? Svörin eru á bls. 30 Hryðjuverkin í Madrid: Skipulögð gegn Aznar AFP, SPÁNN Eduardo Zaplana, fyrr- verandi talsmaður ríkisstjórnar Spánar, heldur því fram að hryðjuverkárás- unum í Madríd þann 11. mars á þessu ári hafi ver- ið stýrt af erlend- um aðila í von um að koma forsætis- r á ð h e r r a n u m , Jose Maria Aznar, frá völdum. Zaplana vildi þó ekki tjá sig um hver hann héldi að bæri ábyrgð á árásunum. Nefnd á vegum ríkisstjórnar- innar rannsakar nú tildrög árásanna og tekur viðtal við Azn- ar 29. nóvember og núverandi for- sætisráðherra, Jose Luis Rodrigu- ez Zapatero, þann 13. desember. ■ BRUTU SÉR LEIÐ INN UM GIFS- VEGG Fatnaði að verðmæti á aðra milljón króna var stolið úr versl- un í miðbæ Reykjavíkur í fyrri- nótt. Þjófarnir brutu niður gifs- vegg til að komast inn í verslun- ina. Málið er í rannsókn lögregl- unnar í Reykjavík. STÁLU SKÍÐABÚNAÐI Brotist var inn í bílskúr í Breiðholti í fyrr- inótt og þaðan stolið skíðabúnaði og raftækjum fyrir nokkur hundruð þúsund krónur. Hurð var spennt upp til að komast inn í skúrinn. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en lögregl- an rannsakar málið. Ragnar Arnalds: MARÍU MESSA ,,Karlar höggvist og konur drekkist” Þannig var boðskapur Stóradóms. Mál hennar vakti furðu. Hún bætti gráu ofan á svart. Og brátt var lífi hennar ógnað. Var það kraftaverk eða guðlast? Var hún saklaus eða dauðasek? Skáldsaga um einstætt lífshlaup ungrar konu. Lesið upphaf sögunnar: www.krabbinn.is krabbinn.is Gíslataka í Írak: Pólskum gísl sleppt úr haldi VARSJÁ, AFP Teresa Borcz-Halifa kom heim til Póllands í gær eftir að gíslatökumenn í Írak slepptu henni úr haldi. Henni var rænt á heimili sínu í Bagdad í lok október og hafði verið meira en þrjár vikur í haldi gíslatökumanna, sem hún sagði að hefðu komið vel fram við sig. „Mér var haldið í litlu en mjög hreinu herbergi, nýmál- uðu. Ég fékk nóg að borða og drekka og hafði nóg af hreinlæt- isvörum,“ sagði hún brosandi. „Það var bundið fyrir augun á mér þegar ég var frelsuð, en mér fannst ekki eins og ég væri í neinni hasarmynd.“ Borcz-Halifa er 54 ára gömul. Hún er gift íröskum manni og hefur búið í Írak í þrjátíu ár. Hún sagðist þó að öllum líkind- um ekki ætla að snúa aftur til Íraks. Lausn hennar úr haldi olli miklum létti í Póllandi, en aðeins fjórum dögum fyrr bárust fregn- ir af því að hin breska Margaret Hassan hefði líklega verið myrt af gíslatökumönnum í Írak. Frá því í apríl hafa meira en 150 erlendir ríkisborgarar verið hnepptir í gíslingu í Írak. ■ KOMIN HEIM TIL MÖMMU Teresa Borcz-Khalifa ræðir þarna við blaðamenn í Varsjá. Vinstra megin á myndinni er móðir hennar, Halina Borcz. AP /A LI K KE PL IC Z ROMAN ABRAMÓVITSJ Í samanburði við yfirtöku Abramó- vitsj á knattspyrnuliðinu Chelsea koma Íslendingarnir í Stoke ekki vel út, að mati Alans Hudson. JOSE MARIA AZNAR Fyrrverandi for- sætisráðherra Spánar. Norðurskautsráðið um mannlíf á norðurslóðum: Háð hreinu umhverfi og nýtingu auðlinda NORÐURHEIMSKAUTIÐ Hætta steðjar að tungumálum sem fáir tala í Norður-Rússlandi og meðal frumbyggja í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.