Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 10
10 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR MÓTMÆLI Í PAKISTAN Pakistanar hrópuðu slagorð til að mót- mæla aðgerðum Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Þeir kröfðust þess að herir Bandaríkjamanna yrðu kallaðir heim. FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 64 66 1 1/ 20 04 www.urvalutsyn.is Stuttar ferðir í nóvember og desember. 6 nætur, 24. og 30. nóv., 11 nætur 6. des. Enska ströndin – Montemar Verð frá: 42.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 6 nætur Maspalomas – Cay Beach Princess Verð frá: 39.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 6 nætur *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þérí sólina! Aðrar brottfarir í boði Verð frá: 24. nóv. – 12 nætur 46.900 kr.* 30. nóv. – 17 nætur 49.900 kr.* – 19 nætur 52.900 kr.* 6. des. – 11 og 13 nætur 47.900 kr.* Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Sameining: Sveitarfélögum fækkaði um sex SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélög- um landsins fækkaði um sex á laugardag, þegar íbúar fjögurra hreppa í Austur-Húnavatnssýslu samþykktu í kosningum sem fram fóru á laugardag að sameinast í eitt sveitarfélag auk þess sem íbú- ar fjögurra hreppa sunnan Skarðsheiðar samþykktu að sam- einast. Hrepparnir í Austur-Húna- vatnssýslu sem um ræðir eru Ból- staðarhlíðarhreppur, Svínavatns- hreppur, Sveinsstaðahreppur og Torfalækjahreppur. Mest var and- staðan við sameiningu í Svína- vatnshreppi, þar sem 38 sam- þykktu sameiningu en 29 voru á móti. 228 tóku þátt í kosningunni og af þeim sögðu 165 já en 63 vildu ekki sameiningu. Í samein- uðu sveitarfélagi verða rúmlega 400 íbúar. Útlit er fyrir að fækkun sveit- arfélaga á svæðinu sé ekki lokið því samkvæmt tillögu nefndar um sameiningu sveitarfélaga er lagt til að íbúum Áshrepps, Blönduós- bæjar, Höfðahrepps og Skaga- byggðar verði gefinn kostur á að greiða atkvæði um sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga 23. apríl 2005. Fámennasta sveitarfélagið er nú Mjóafjarðarhreppur, með ein- ungis 37 íbúa. Nefnd um samein- ingu sveitarfélaga hefur lagt til að kosið verði í 80 sveitarfélögum í apríl, og ef þær sameiningar ganga eftir verða sveitarfélögin í landinu 39. - ss BÍLSPRENGJA Í BAGDAD Bíll sprakk nærri bílalest bandarískra hermanna í Bagdad í gær, með þeim afleiðingum að fimm hermenn særðust. Kosningar í Írak ákveðnar Þrátt fyrir átök í Írak og hvatningu til að hundsa kosningar í landinu hefur verið ákveðið að kosið verði 30. janúar. BAGDAD, AFP Tilkynnt var í gær að fyrstu kosningarnar í Írak eftir fall Saddams Hussein verði haldn- ar 30. janúar. Ekki á að fresta kosningum vegna átaka í landinu. „Kjörstjórn hefur einróma sam- þykkt að íhuga 30. janúar sem kjördag,“ sagði formaður kjör- stjórnar, Abdel Hussein al- Hindawi, við fréttamenn í Bagdad. Hann sagðist vona að Sameinuðu þjóðirnar myndu koma að kosningunum. Bandarískir og íraskir her- menn börðust í gær við vígamenn í höfuðborginni og annars staðar í landinu. Að minnsta kosti sjö manns létust í bardögum í nokkr- um bæjum súnnímúslima. Vegna átakanna og ákalls róttækra súnnímúslima að hundsa kosning- arnar hefur verið efast um að kosningarnar geti farið fram svo snemma. Í framboði verða að minnsta kosti 126 flokkar og einstaklingar, sem samþykktir hafa verið af 198 umsækjendum, til þingsins, svæðaþings Kúrda og til 18 hér- aðsstjórna. Kosningarnar verða næsta stóra skrefið í að færa stjórn landsins frá bandarísku herstjórninni til Íraka, sem áætl- að er að gerist í júní á næsta ári. Bandaríski herinn hefur þegar til- kynnt að dvöl hermanna verði framlengd og fleiri herdeildir verði sendar til Íraks fyrir kosn- ingarnar. Tilkynningin um kosningar er sögð mikilvæg fyrir ríkja- ráðstefnu um enduruppbyggingu Íraks, sem hefst í Egyptalandi í dag. Þar munu koma saman aðilar frá G8-löndunum, Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Arababandalaginu og Samtökum íslamskrar ráðstefnu og nágrann- ar Íraka, auk þátttakenda frá Írak. ■ JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN Á GRUNDARTANGA Áður tilheyrði hún SkilmannahreppI, en nú hafa íbúar samþykkt að sameinast öðrum hreppum sunnan Skarðsheiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.