Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 58
H afsteinn Hafsteinsson erað láta af störfum semforstjóri Landhelgis- gæslunnar. Hann hefur gegnt því starfi í rúm ellefu ár en 35 ár eru liðin síðan hann kom fyrst til starfa hjá gæslunni. Hann tekur nú við starfi skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, með megináherslu á hafréttarmál. Við hringdum í Hafstein og spurðum hvað honum væri minnisstæðast frá þessum árum. „Það er nú margt sem kemur í hugann. Ég ber auðvitað hlýjan hug til Landhelgisgæslunnar og alls þess góða fólks sem með mér hefur starfað. Ef ég ætti að nefna það sem hæst ber í starfi og búnaði gæslunnar, þá er það auðvitað tilkoma nýju þyrlunnar og leitarbúnaðurinn sem settur hefur verið í hana og þá sérstak- lega nætursjónaukinn. Ég hefði auðvitað kosið að komið væri nýtt skip en það er annarra að taka ákvarðanir um það. En engu að síður hafa miklar endurbætur verið gerðar á skipunum. En ég gegndi líka formennsku í Al- mannavarnaráði í tíu ár og þar kom ég að viðbrögðum við nátt- úruhamförum svo sem hinum hörmulegu snjóflóðum á tíunda áratugnum. Svo kom Gjálpargos- ið og Skeiðarárhlaupið í kjölfar þess. Þessir atburðir reyndu mjög á alla sem að þeim komu og mitt starfsfólk stóð sig með mikilli prýði.“ Og hvað er svo fram undan? „Í mínu nýja starfi mun ég einbeita mér að hafréttarmálum. Þar eru mikilvægir tímar fram undan. Við þurfum til dæmis að gæta vel að hagsmunum okk- ar í málefnum hafsbotnsins og þar getur margt gerst á næstu fimm árum. Ég er svo heppinn að ég átti þess kost að kynna mér haf- réttarmál við háskól- ann í Durham fyrir fáum árum og nýt þess nú. En svo er líka fram undan hjá mér að sinna fjölskyldu minni. Ég á sjö barnabörn og hefur ekki gefist nægur tími til þess að vera með þeim. Ég hlakka til þess. Í starfi mínu sem forstjóri Landhelgisgæslunnar var mað- ur á vakt allan sólarhringinn og starfið gekk fyrir öllu. Mitt nýja starf er afskaplega mikilsvert og ég mun einbeita mér að því en ég hef þó tóm á kvöldin og um helgar. En það er öllum hollt, bæði stofnunum og starfsmönn- um, að menn séu ekki of lengi í starfi.“ ■ 18 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR CHARLES DE GAULLE hershöfðingi og forseti Frakk- lands, fæddist þennan dag árið 1890. Hann lést 1970. Kominn tími til þess að breyta til HAFSTEINN HAFSTEINSSON: LÆTUR AF STÖRFUM HJÁ LANDHELGISGÆSLUNNI „Í stjórnmálum er nauðsynlegt að svíkja annað hvort land sitt eða kjós- endur. Ég kýs að svíkja kjósendur.“ -Í lokin sviku kjósendur hann. Hann sagði af sér í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl 1969. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Edda Arn- ljótsdóttir leikkona er fertug í dag. ANDLÁT Unnur Sigurðardóttir Hraunbæ 103 Reykjavík, lést laugardaginn 6. nóvem- ber. Útförin fór fram í kyrrþey. Guðríður Svanborg Stefánsdóttir lést miðvikudaginn 10. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey. JARÐARFARIR 13.00 Ingileif Magnúsdóttir, Háagerði 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. nóvember. 13.00 Rannveig Eggertsdóttir ,Lindar- götu 64, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Neskirkju þriðjudaginn 23. nóvember. 13.00 Pétur Pétursson, fyrrverandi vagnstjóri hjá SVR, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 23. nóvember. 13.30 Einar Borg Þórðarson, Suður- vangi 23b, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. nóvember. HAFSTEINN HAFSTEINSSON „Það er öllum hollt, bæði stofnunum og starfsmönnum, að menn séu ekki of lengi í starfi.“ Þennan dag árið 1963 fór skjálfti um heimsbyggðina. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur á götu í Dallas. Klukkustund síðar skaut Lee Harvey Oswald lögreglumanninn Tippit og var handtekinn fljótlega eftir það. Daginn eftir, þegar ver- ið var að flytja Oswald í öryggis- gæslu, vatt næturklúbbseigand- inn Jack Ruby sér að honum og skaut hann til bana. Þessi at- burður gerðist í kjallara höfuð- stöðva lögreglunnar í Dallas að viðstöddum sæg fréttamanna og sjónvarpsmanna. Aldrei hefur verið skýrt hvernig Jack Ruby komst á þennan stað vopnaður. Lyndon B. Johnson varaforseti tók við sem forseti og gegndi starfinu til 1968. Sett var á fót nefnd til þess að rannsaka morðið á Kennedy, Warren- nefndin, og komst hún að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki og ekki hefði verið um samsæri að ræða. Niðurstöður nefndar- innar hafa alla tíð verið umdeild- ar og fjöldi bóka verið skrifaður um atburðinn og kenningarnar eru ótalmargar. Jack Ruby dó úr lungnakrabba 1967 og beið þá nýrra réttarhalda í máli sínu. JACK RUBY SKÝTUR LEE HARVEY OSWALD ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1907 Giftar konur í Reykjavík fá kosningarétt og kjörgengi. 1907 voru vegalög staðfest og þar með ákveðið að vinstri handar umferð skyldi gilda á Íslandi. Það var gert vegna þess að söðulríðandi konur sátu með fæturna vinstra megin á hestinum. 1955 keypti RCA -hljómplötufyrir- tækið útgáfusamning við Elvis Presley. Presley fékk sjálfur 5.000 dollara í sinn hlut og notaði peningana til þess að kaupa bleikan Cadillac hada mömmu sinni. 1988 var Stealth-flugvélin fyrst sýnd opinberlega, en hún var talin geta laumast gegnum ratsjárhlíf óvin- anna. 1990 sagði „járnfrúin“ Margaret Thatcher af sér í Bretlandi eftir ellefu ára valdaferil. John F. Kennedy myrtur í Dallas Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Kristínar Þorbjargar Halldórsdóttur Fljótstungu Af heilum hug þökkum við einnig allan stuðning og hlýjar kveðj- ur í veikindum Kristínar undanfarin ár. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar og Líknardeild- ar Landspítalans í Kópavogi fyrir yndislega umönnun, fagmennsku og þjónustu við okkur öll. Bjarni Heiðar Johansen Anna Björk Bjarnadóttir Tómas Holton Guðrún Harpa Bjarnadóttir Erlendur Pálsson Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir Axel Aðalgeirsson Halldór Heiðar Bjarnason Tómas Heiðar og Bergþóra Kristín María og Bjarni Magnús Aðalgeir og Katrín Guðrún Bergþórsdóttir Halldór Bjarnason Antonía Bjarnadóttir Sigurlaug Halldórsdóttir Helga Halldórsdóttir Magnús Guðjónsson Börnin taka snjónum fagnandi Börnin í Reykjavík hafa tekið snjónum sem kyngdi niður fyrri- partinn í síðustu viku fagnandi. Það var nákvæmlega svona snjór sem þau þurftu á að halda til að geta hnoðað snjókúlur, búið sér til snjóhús og rennt sér niður brekkur á skíðum og sleðum. Hér eru börn að leik í grennd við Sjómannaskólann við Há- teigsveg en þar í kring er vinsælt leiksvæði. Börnin hlæja og skríkja. Þau eru vel klædd, í úlp- um og með húfur og vettlinga. Tilveran verður svo skemmtileg þegar snjóar. Þá er gott að eiga hlýjan skjólfatnað. Sennilega hafa hinir fullorðnu ekki verið jafn hýrir yfir snjókomunni enda veldur hún töfum á umferð. Að sjálfsögðu eru allir fullorðnir að flýta sér og mega ekki vera að því að njóta lífsins á fallegum vetrardögum. Þeir fylgjast með veðurfréttum og bíða eftir því að veðurfræðingurinn færi þeim rigningu sem skolar snjóbreið- unni burt. En vonandi fá börnin að hafa snjóinn örlítið lengur. Þau eiga það skilið eftir allan vandræða- ganginn með skólana að undan- förnu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.