Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 1
Davíð Steingrímsson: ▲SÍÐA 30 á um 200 McCartney plötur ● finnst hún alltaf vera 22 ára Katrín Júlíusdóttir: ▲ SÍÐA 20 30 ára í dag ● Ætla að vinna frakkana aftur Evrópukeppnin í körfu: ▲ SÍÐA 23 Keflavík mætir Reims í Frakklandi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR TALAÐ UM HEYRNARLAUSA Klukk- an fimmtán mínútur gengin í eitt í dag held- ur Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmáls- fræði við Háskóla Íslands, fyrirlesturinn „Menningarkimi eða minni máttar? Innlit heyrandi í menningarheim heyrnarlausra“ í stofu 102 í Lögbergi við Háskólann. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 23. nóvember 2004 – 321. tölublað – 4. árgangur SUNDABRAUT HEIMILUÐ Skipu- lagsstofnun hefur úrskurðað um umhverfis- áhrif Sundabrautar. Lágreist brú yfir Klepps- víkina er besti kosturinn. Talið er að hábrú yrði lokuð í 50 klukkustundir á ári vegna veðurs. Botngöng geta haft neikvæð áhrif á lífríkið. Sjá síðu 4 FLESTIR FÁ EITTHVAÐ Huga þarf mjög vel að því að lækka ríkisútgjöld á móti tekjulækkun ríkissjóðs svo að verð- bólgan fari ekki af stað hér á landi þegar skattalækkun ríkisstjórnarinnar hefur tekið gildi. Sjá síðu 6 FUNDAÐ Í HÖFÐA Fjölþjóðastofnunin East-West Institute heldur stefnumótunar- fund sinn í Höfða í Reykjavík. Á dagskrá fundarins er meðal annars sambúð Rúss- lands við ESB og friðarhorfur í Miðaustur- löndum. Sjá síðu 8 NIÐURSKURÐUR HJÁ SÁÁ Land- spítalinn getur ekki tekið við hundruðum flýti- og bráðainnlagna áfengissjúkra sem Vogur hefur boðið upp á. Landlæknir segir miður ef dregið verður úr meðferðarúrræð- um á vegum SÁÁ. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Sigga Lund: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Breytti um lífsstíl ● heilsa LOKSINS HLÝNAR Já nú hlýnar hann í 2-3 daga. Rigning sunnan til en slydda og síðar rigning fyrir norðan. Hiti 3-8 stig að deginum hlýjast syðst. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið STOKKHÓLMUR, AP Tæplega helm- ingi fleiri írösk börn þjást af vannæringu núna en áður en ráð- ist var inn í landið, þrátt fyrir matardreifingu Sameinuðu þjóð- anna. Þetta eru niðurstöður norskrar rannsóknar sem var unnin í samvinnu við írösku bráðabirgðastjórnina og Þróun- araðstoð Sameinuðu þjóðanna. Síðan í mars 2003 hefur vannæring meðal barna á aldrinum 6 mánaða til fimm ára aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Jon Pedersen, sem stýrði rannsókninni, segir niður- stöðurnar óvæntar, ógnvænlegar og illskiljanlegar. Rannsóknin náði til 22 þúsund íraskra heim- ila og benda niðurstöður hennar til þess að um 400 þúsund börn séu vannærð. Í rannsókninni kemur fram að það sé misjafnt eftir landsvæð- um hversu algeng vannæringin er. Mest er hún í suðvestanverðu landinu, en minnst í norðurhluta landsins hjá Kúrdum. Pedersen segir líklegustu skýringuna á því þá að hjálparstofnanir hafi átt auðveldara með að koma birgð- um þangað. ■ Afleiðingar innrásarinnar í Írak: Vannærð börn helmingi fleiri Forsetakosningar í Úkraínu: Úrslitunum mótmælt ÚKRAÍNA Forsetakosningarnar í Úkraínu voru ólýðræðislegar að mati Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu, Evrópuþingsins og Atl- antshafsbandalagsins. Úkraínsk stjórnvöld tilkynntu í gær að Viktor Janukovitsj, forsæt- isráðherra landsins, hefði borið sig- urorð af Viktor Júsjenko í kosning- unum. Nú þykir hins vegar ljóst að framkvæmd kosninganna var ekki í samræmi við reglur. Í kjölfarið efndu stuðningsmenn Júsjenkos til mótmæla í stærstu borgum lands- ins. Tugir þúsunda manna komu saman á Sjálfstæðistorginu í mið- borg Kiev, höfuðborgar Úkraínu, og hrópuðu slagorð gegn Janukovitsj og ríkisstjórninni. Veifaði fólk app- elsínugulum fánum og festu appel- sínugula borða á föt sín í mótmæla- skyni. Appelsínuguli liturinn er litur stjórnarandstöðunnar. Sjá síðu 2 Lækkun Íbúðalánasjóðs: Barist um íbúðalán VIÐSKIPTI Íbúðalánasjóður hefur lækkað vexti sína úr 4,30 í 4,15 pró- sent. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi um helgina. Íbúða- lánasjóður býður því nú betri kjör en bankarnir sem flestir bjóða 4,2 prósenta vexti á íbúðalánum. Hallur Magnússon hjá Íbúða- lánasjóði segir að sjóðurinn sé ekki í samkeppni við bankana heldur fari vaxtaákvarðanir eftir vel skil- greindum mælistikum. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur hins vegar allt benda til þess að sjóður- inn sé kominn í samkeppni og telur að endurskoða þurfi hlutverk Íbúða- lánasjóðs. - þk Sjá síðu 18 ● spjallaði við goðið á tónleikum FRÁ RAMADI Þetta barn varð fyrir sprengjubrotum í átökum stríðandi fylk- inga. Talið er að 400 þúsund börn séu vannærð í Írak. FRÁ VETTVANGI Rúða í útidyrahurð var brotin upp og reykkafarar sendir inn. Grensáskaffi: Eldsupptök í ruslafötu BRUNI Enginn var í hættu þegar eldur kom upp í ruslafötu innan- dyra í Grensáskaffi á Gensásvegi rétt fyrir klukkan sex í gær. Þrjár stöðvar Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins voru sendar á staðinn. Rúða í útidyrahurð var brotin upp og tveir reykkafarar sendir inn. Fimmtán mínútum síðar var búið að ráða niðurlögum eldsins og reykræsta kaffihúsið. Einhverjar skemmdir urðu vegna reyks. - hrs ELDSVOÐI Eitraðan reyk lagði frá stórbruna sem kom upp á endur- vinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík sköm- mu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins var kallað til. Íbúum í nágrenninu var ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sín- ar til að reykur bærist síður inn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Slökkviliðið ráðlagði íbúum í grennd við brunann að loka hjá sér gluggum og kynda íbúðir til að forðast að fá reyk inn. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjala- ger, vöruskemma og önnur spilli- efni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæð- inu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljós- vakamiðla við að vara íbúa eitruð- um reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Sím- ans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkj- unum. Ekki hafði verið tekin end- anleg ákvörðun um hvort rýma þyrfti íbúðir í nágrenni brunans þegar blaðið fór í prentun. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur baðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr bortajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrir- tækisins. - hrs / -óká FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STÓRBRUNI Erfiðlega gekk að ráða við mikinn eldsvoða eftir að kviknað hafði í dekkjalager á endurvinnslusvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Þykkan reykjarmökk lagði yfir hluta Reykjavíkur oog öngþveiti myndaðist vegna fjölda vegfarenda sem lögðu leið sína á staðinn þrátt fyrir reykjarkóf og viðvaranir lögreglu og slökkviliðs. Eitraðan reyk lagði yfir hluta Reykjavíkur Stórbruni varð í dekkjalager á endurvinnslusvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Eitraðan reyk lagði frá dekkjunum og voru íbúar í nágrenninu hvattir til að loka gluggum og kynda íbúðir sínar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.