Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 2
2 23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Eimskip greiddi tveggja mánaða laun skipverja Ocean Caroline sem lögðu niður störf í fyrrakvöld vegna vangold- inna launa. Skipið siglir undir norsku flaggi en skipverjarnir eru frá Póllandi og Litháen auk íslensks skipstjóra. Skipið er í eigu norsks fyrirtækis en dóttur- fyrirtæki Eimskips í Noregi, Coldstore and transport group, er með skipið á leigu. Skipverjarnir höfðu samband við Jónas Garðarsson, formann Sjómannafélags Reykjavíkur, í fyrrakvöld og báðu hann að hjálpa sér við að fá vangoldin laun greidd. Jónas hvatti mennina til að leggja niður störf sem þeir gerðu og fór hann til Norðfjarðar í gær þar sem skipið lá við höfn. Laun hásetanna eru 85 þúsund krónur á mánuði með næturvinnu og orlofi. Skipið kom hingað til lands til að flytja frosna síld fyrir SÍF til Litháen og Póllands. Laun- in sem Eimskip greiddi mönnun- um munu síðan verða dregin frá leigukostnaði sem félagið þarf að greiða norskum eigendum skips- ins. Jónas segir norska fyrirtækið fyrst hafa sent honum afrit af bankayfirliti sem sýni greiðslur til skipverjanna. Þeir sendu hins vegar ekki yfirlit sem sýndi að greiðslurnar höfðu verið dregnar til baka. - hrs Stjórnarkreppa í Úkraínu Forsetakosningarnar í Úkraínu voru ólýðræðislegar. Viktor Janukovitsj er sakaður um kosningasvindl. Forseti Rússlands óskaði honum samt til ham- ingju með sigurinn en Evrópusambandið gerði það ekki. ÚKRAÍNA, BRUSSEL Tugir þúsunda manna mótmæltu meintu kosn- ingasvindli í forsetakosningunum í Úkraína á götum Kiev og ann- arra borga landsins gær. Sam- kvæmt opinberum tölum bar Vikt- or Janukovitsj, forsætisráðherra landsins, sigurorð af Viktor Júsje- nko í kosningunum. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuþingið og Atlants- hafsbandalagið hafa tilkynnt að framkvæmd kosninganna hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þrátt fyrir þetta óskaði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, Janu- kovitsj til hamingju með sigurinn í gær. Evrópusambandið hefur hins vegar brugðist við með öðr- um hætti. Hafa þau ríki sam- bandsins sem hafa úkraínsk sendiráð í borgum sínum komið mótmælum á framfæri við sendi- herrana. „Við erum mjög áhyggjufullir yfir þeim fréttum sem við höfum fengið,“ sagði Bernard Bot, utan- ríkisráðherra Hollands. Fagnaðarlæti brutust út á göt- um Kiev og tveggja annarra borga í gær þegar borgarráð þeirra tilkynntu að þau viður- kenndu ekki úrslit kosninganna. Júsjenko sem, andstætt Janu- kovitsj, vill efla tengslin við Vest- urlönd hvatti fólk í gær til að halda mótmælunum áfram þar til sigur hans yrði viðurkenndur. Grannt er fylgst með þróun mála í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Brussel enda geta úrslit þeirra haft veruleg áhrif á samstarf landsins og bandalags- ins. Úkraínumenn, sem verið hafa í samstarfi við bandalagið, hafa á síðustu árum heitið ýmsum um- bótum, þar á meðal við fram- kvæmd kosninga þar í landi sem löngum hafa verið gagnrýndar fyrir að vera ólýðræðislegar. Málið verður rætt á fundi fastafulltrúa Natóríkjanna í dag þar sem búast má við að mótaðar verði hugmyndir um hvernig bregðast skuli við. Fyrir ráð- herrafundi bandalagsins, 8. og 9. desember, liggur svo að ákveða endanlega hvað skuli gert og hvort draga eigi úr samstarfinu við Úkraínu. Atlantshafsbanda- lagið hefur meðal annars átt í samstarfi við landið um endur- skipulagningu herafla þess, auk þess sem bandalagið hefur verið með upplýsingaskrifstofu í Úkra- ínu til að vinna að lýðræðisumbót- um. brynjolfur@frettabladid.is trausti@frettabladid.is FÍB um olíusamráð: Hægt að kæra og sækja bætur OLÍUSAMRÁÐ Fyllilega raunhæft er fyrir einstaklinga að leita réttar síns fyrir dómstólum og leita bóta vegna tjóns sem þeir hafa beðið af samráði olíufélaganna þriggja, að mati Eiríks Elísar Þorlákssonar, lögmanns FÍB. Í FÍB blaðinu er haft eftir Eiríki að í slíkum málum þyrfti fólk að sýna fram á að olíufélögin hafi valdið tjóni með ólögmætri hátt- semi sinni og eins hvert tjónið væri. Hann segir síðara atriðið geta verið erfiðleikum bundið því dómstólar geri strangar kröfur um nákvæma kröfugerð sem studd er gögnum í slíkum málum. óká Forsætisráðherra: Í opinbera heimsókn STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson fer í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forsætisráðherra til Svíþjóð- ar 25. nóvem- ber. Með í för verður eigin- kona hans Sig- urjóna Sigurð- ardóttir. Gest- gjafi forsætis- ráðherrahjón- anna í tveggja daga heimsókn- inni verður Göran Persson, f o r s æ t i s r á ð - herra Svíþjóðar. Þetta er önnur ferð Halldórs til Stokkhólms frá því hann tók við embætti en hann sótti Norðurlandaráðsþing á dög- unum. Fyrsti erlendi starfsbróðir- inn sem hann sótti heim var Raff- arin, forsætisráðherra Frakka á íslensku menningarkynningunni í París. - ás Nei, en þeir eru hins vegar velkomn- ir til okkar ef þeir halda áfram að koma með svona góðar tillögur. Andrés Jónsson er formaður ungra jafnaðar- manna en félagið fagnaði tillögu Valgerðar Sverr- isdóttur viðskiptaráðherra um að Ríkisendurskoð- un færi yfir fjármál stjórnmálaflokkanna. SPURNING DAGSINS Andrés, eruð þið á leið í Framsóknar- flokkinn? Dalvíkurbyggð: Skólamálin rædd í þaula SVEITARSTJÓRNARMÁL Í viðræðum I- lista Sameiningar og B-lista Fram- sóknarflokks um nýjan meirihluta í Dalvíkurbyggð voru í gær lagðar fram hugmyndir um mótun stefnu í fræðslumálum. Óskar Gunnars- son, oddviti I-lista, segir að rætt hafi verið um möguleika á frekari starfsemi í Húsabakkaskóla, til dæmis með fimm ára bekk. I-listinn gerir kröfu um að Svanfríður Jónasdóttir, fyrrver- andi þingkona, verði bæjarstjóri en B-listi fengi embætti forseta bæj- arstjórnar. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sprakk um helgina vegna ágreinings um fram- tíð Húsabakkaskóla. ■ Utanríkisráðherra um Keflavíkurflugvöll: Ekki óbreytt starfsemi STJÓRNMÁL Davíð Oddsson utanrík- isráðherra segir að George W. Bush Bandaríkjaforseti fylgist vel með viðræðum um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hann sé sammála því áliti Íslendinga að hver þjóð þurfi að búa við lágmarks loftvarnir: „Það er svo annað mál að við Íslendingar getum ekki gert kröfur til þess að Bandaríkin haldi óbreyttri starfsemi hér á landi, það höfum við aldrei gert,“ sagði hann í umræðum á Alþingi í gær. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Davíð að því hver hefði verið niðurstaðan af fundi hans og Colins Powells, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í Was- hington. Þingmaðurinn kvartaði yfir því að fréttir af fundinum væru óljósar og benti á að Colin Powell hefði ekki tjáð sig um fundinn og engin fréttatilkynning verið gefin út. Jafnframt innti Jón Davið eftir því hvort áframhaldandi niður- skurður yrði á vellinum. Davíð skýrði frá því að hann hefði hitt George W. Bush Banda- ríkjaforseta stuttlega að máli í Ark- ansas við opnun Clinton-safnsins. - ás Powell í Palestínu: Heitir stuðningi JERÚSALEM, AP Colin Powell, fráfar- andi utanríkisráðherra Bandarík- janna, heitir Palestínumönnum stuðningi í forsetakosningunum í janúar á næsta ári. Powell var í Ísrael í gær og fundaði með ísraelskum og pal- estínskum ráðamönnum og ræddi ástand mála eftir fráfall Arafats. Ísraelskir ráðamenn sögðust gera allt sem þeir gætu til að tryggja að kosningarnar færu sem best fram, t.d. með rýmkun ferðah- eimilda fólks á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni. Powell segist vonast til að skapast hafi betri að- stæður en áður til friðarvið- ræðna. ■ DAVÍÐ ODDSSON Utanríkisráðherra segir Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa samþykkt þá túlkun sem íslenski ráðherrann hefur kynnt í fjölmiðlum. VIKTOR JÚSJENKO Júsjenko forsetaframbjóðandi telur sig vera réttkjörinn forseta Úkraínu þrátt fyrir að and- stæðingur hans, Viktor Janukovitsj, hafi lýst yfir sigri. Erlendir ferðamenn: Fleiri koma frá Japan FERÐAMENN Helmingi fleiri ferða- menn koma hingað frá Japan nú en þegar opnað var sendiráð í Tokýó árið 2001. Á þetta er bent í Stiklum, vefriti utanríkisráðu- neytisins. Þar kemur fram að á milli áranna 2003 og 2004 hafi ferðamönnum frá Japan fjölgað um 51 prósent, þrátt fyrir að mikið hafi dregið úr ferðalögum þeirra í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Við erum að uppskera það sem sáð var með margs konar kynningum og samstarfsverkefn- um,“ er haft eftir Ingimundi Sig- fússyni sem var sendiherra Ís- lands í Japan frá opnun sendiráðs- ins þar til Þórður Ægir Óskarsson tók við af honum í ágúst. - óká OCEAN CAROLINE Eigendur skipsins sendu formanni Sjó- mannafélags Reykjavíkur bankayfirlit sem sýndi að þeir hefðu greitt launin. Hins veg- ar vantaði yfirlitið sem sýndi að þeir drógu greiðslurnar til baka. Skipverjar Ocean Caroline lögðu niður störf: Eimskip greiddi skipverjunum laun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A HALLDÓR ÁSGRÍMSSON KRÓNULÆKKUN Skeljungur lækkaði í gær bensínverð um eina krónu. Er það sagt gert vegna gengislækkunar og lækk- unar á heimsmarkaðsverði olíu. ■ BENSÍNVERÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.