Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 8
23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fundað um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs: ESB sendir eftirlitsnefnd BELGÍA, AP Evrópusambandið mun senda eftirlitsnefnd til Palestínu til að fylgjast með forsetakosning- unum þegar kosið verður um eftir- mann Jassers Arafat sem lést á sjúkrahúsi í París 11. nóvember. Nefndin sem Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka, mun stjórna verður skipuð þingmönnum Evrópuþings- ins. Utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsríkjanna funduðu í gær um hvernig best væri að koma friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna í gang á nýjan leik. Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, fer til Jerúsalem og Ramallah seinna í vikunni þar sem hann mun ræða við þarlenda ráðamenn um friðarferlið. Javier Solana, utanríkisráð- herra Evrópusambandsins, og Ben Bot, utanríkisráðherra Hollands, verða fulltrúar Evrópusambands- ins á fundi um málefni Ísraels og Palestínu í Egyptalandi í dag. Á fundinum verða einnig Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. ■ ALÞJÓÐAMÁL Í dag lýkur tveggja daga stefnumótunarfundi banda- rísk-evrópsku stofnunarinnar East-West Institute í Höfða í Reykjavík, en fundurinn hófst í gærmorgun. East-West Institute er sjálfstæð stofnun og var sett á laggirnar árið 1981. Hún hefur síðan beitt sér í helstu deilumálum heimsins á hverjum tíma og er ein stærsta stofnun sinnar tegundar í dag. Fundurinn er haldinn hér á landi fyrir milligöngu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. John E. Mroz er stofnandi og forseti stofnunarinnar. Hann segir að á fundinum munu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands og Rúss- lands stilla saman strengi eftir ný- afstaðin leiðtogakjör í Rússlandi, Bandaríkjunum og Evrópusam- bandinu og meta stöðu alþjóðamála í ljósi hryðjuverkaógnar. Þá verði einnig tekin fyrir umhverfismál, sambúð Rússlands við Evrópusam- bandið og aðstæður sem skapast hafa í Mið-Austurlöndum við frá- fall Arafats, en Mroz hefur dvalið í Ramallah og Tel Aviv síðastliðna viku og rætt við ráðamenn þar. Mroz segir viðeigandi að fund- urinn sé haldinn í Höfða. „Árið 1986 leituðu bandarísk stjórnvöld til okkar og báðu okkur um að kanna hvaða breytingar kynnu að fylgja Gorbatsjov sem var þá ný- kominn til valda. Í fyrsta skipti skipuðum við sérstaka nefnd sem vann skýrslu um málið og var nið- urstaðan sú að Gorbatsjov vildi koma á breytingum. Seinna um árið funduðu hann og Reagan hér í Höfða.“ Mroz segir að Vladimir Pútin Rússlandsforseti hafi einnig leitað til EWI þegar George Bush komst fyrst til valda. „ Stefna Bush gagn- vart Rússlandi var óljós til að byrja með og rússnesk stjórnvöld leituðu til okkar og báðu okkur um að kanna hvernig Bandaríkin hygðust haga samskiptum sínum við þau.“ Í hádeginu í dag heldur Mroz, ásamt þremur öðrum forystu- mönnum EWI, erindi við Háskóla Íslands þar sem málefni Mið-Aust- urlanda verða rædd, en Mroz telur að betri aðstæður en oft áður hafi skapast til að koma á varanlegum friði milli Ísraels- og Palestínu- manna. bergsteinn@frettabladid.is Hver er þessi dularfulli Danny Nova og hvaðan kemur hann? Eitthvað gengur ekki upp og Will og hinar stelpurnar ákveða að taka til sinna ráða. Spennandi saga eftir danska verðlauna- höfundinn Lene Kaaberbøl. Spennusaga um Galdrastelpurnar! KOMIN Í VERSLANIR! flýgur daglega til Bíldudals Bíldudalur alla daga kl. 10:00 nema laugardaga og sunnudaga kl. 14:15. Bókað á flugfelag.is og 456-2152 Finnbjörn. • Sauðárkrókur þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:15, föstudaga og sunnudaga 16:45. Bókað á flugfelag.is • Hornafjörður alla daga kl. 8:30 nema þriðjudaga og laugardaga. Föstudaga og sunnudaga kl. 16:15. Bókað á flugfelag.is og 478-1750 / 478-1250 Vignir Þorbjörnsson. • Vestmannaeyjar alla daga kl. 7:30, 12:00 og 18:45 nema laugar- daga og sunnudaga kl. 12:00 og 16:45. Bókað á flugfelag.is 481-3300 Bragi Ólafsson. • Gjögur mánudaga og fimmtudaga kl. 13:45. Þetta eru brottfarir frá Reykjavík. LANDSFLUG Þriðjudagstilboð Fiskibollur 550.- kr/kg Rútubílstjórar í Finnlandi: Verkfalli er lokið FINNLAND, AP Verkfalli rútubíl- stjóra í Finnlandi er lokið. Það stóð í tvær vikur. Samgöngur voru að komast í samt horf í gær en einhverjir hnökrar voru þó á þeim. Talið er að þær verði komnar algjörlega í lag í dag. Rútubílstjórarnir fóru í verkfall til að gagnrýna breytta stefnu fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá, sérstaklega fjölgun hlutastarfa. Fyrirtækin hafa nú orðið við kröfum bílstjóranna. Verkfallið hófst í borgunum Espoo og Vantaa, en hafði einnig áhrif í Helsinki og fleiri borgum. ■ ÍRAK, AP Æðsti sjíaklerkur Íraks, Ali Husseini al Sistani, fordæmir árás bandarískra hermanna á moskuna Abu Hanifa í Bagdad. Bandarískir hermenn réðust inn í moskuna, sem er ein helgasta moska súnnímúslíma, á föstudag- inn. Þrír voru drepnir í árásinni, fimm særðust og um 40 manns voru handteknir. Sistani fordæmdi árásina á sjónvarpsstöðinni Al-Manar, sem rekin er af Hezbollah. Sistani var á dögunum gagnrýndur af súnnímúslímum fyrir að fordæma ekki árás bandarískra hermanna á Falluja, þar sem meirihluti íbúa er súnnímúslímar. ■ Árás á mosku: Sistani fordæmir ABU HANIFA Um 40 menn voru handteknir í áhlaupi hersins á moskuna í Bagdad. JOHN E. MROZ Þórólfur Árnason borgarstjóri tók á móti fundargestum og fræddi þá um Höfða. Lengst til vinstri er John Mroz, stofnandi og forseti East- West Institute. Hann heldur erindi í dag í Háskóla Íslands um málefni Mið-Austurlanda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Viðeigandi að funda í Höfða Fjölþjóðastofnunin East-West Institute heldur stefnumótunarfund sinn í Höfða í Reykjavík. Á dagskrá fundarins er meðal annars sambúð Rússlands við ESB og friðarlíkur í Mið-Austurlöndum. JACK STRAW Utanríkisráðherra Bretlands fer til Jerúsalem og Ramallah í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.