Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 14
14 Af hverju hafa samningar við kennara áhrif á stöðugleika samfélagsins en ekki nýgerður tímamótasamningur sjó- manna? Spurningunni velti kennari upp í viðtali við blaðamann. Hann segir kastljósinu hafa verið beint á kennara og á nýundirritaðan samning forystunn- ar og launanefndarinnar. Ekki sé rætt um annað en að samningurinn sé for- dæmisgefandi og að samfélagið hafi ekki efni á honum. Sérstaklega sé tekið fram að þar spili bág staða sveitarfélag- anna ekki stærsta þáttinn heldur verði að huga að stöðugleikanum í samfélag- inu. Með miklum launahækkunum fari af stað verðbólga sem geri launahækk- anirnar að engu, kaupmátturinn minnki. Sjómenn fá 16,5 prósenta hækkun á samningstímanum sem nær til 2008. Sjómenn eru álíka margir og kennarar eða rétt um fimm þúsund. Ekki er óvar- legt að áætla að laun þeirra séu að meðaltali um 400 þúsund til hálf millj- ón á mánuði. Rúmlega sextán prósenta hækkun launa sjómanns sem að jafn- aði hefur 450 þúsund þýðir tekjuaukn- ingu um rúm 74 þúsund á mánuði í lok samningstímans. Kennarinn taldi sig fá um sautján pró- senta launahækkun á samningstíman- um, sem nær til 2008, en samningurinn hækkar laun kennara misjafnlega mikið eftir aðstæðum. Miðað við forsendur kennarans á hann von á að laun hans hafi hækkað um 43 þúsund krónur árið 2008 hafi hann meðalheildarlaun upp á 215 þúsund. Heildarlaunahækkanirnar til kennara geta numið allt að 30 pró- sentum sé horft til lífeyrisgreiðslna og aukinnar yfirvinnu og að kennarar hafi ekki áður þegið laun úr potti skóla- stjóra. Það gerir þó meirihluti kennara. Talið er að nýgerður kjarasamningur við kennara kosti sveitarfélögin um þrjá milljarða króna. Sjómenn fengu sjómannaafsláttinn tryggðan til fjögurra ára. Sjómaður fær 746 krónur í skattaafslátt á dag þegar hann er á sjó. Sé hann að meðaltali átta mánuði á sjó á ári gerir það um 180 þúsund á ári. Ríkið gekk því að rúmlega 895 milljóna kröfu sjómanna. Sé miðað við varlega áætluð mánaðar- laun þeirra má gera ráð fyrir að samn- ingarnir þýði aukningu launa um fjóran og hálfan milljarð króna fyrir útgerðir, auk kostnaðar við lífeyrisgreiðslur og sjómannaafslátt. Enginn hefur nefnt að stöðugleikanum sé ógnað vegna samn- ings sjómanna. Samningur kennara ruggar bátnum en ekki samningur sjómanna FGL GREINING: STÖÐUGLEIKINN Í HÖNDUM KENNARA 23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Umburðarlyndið á undanhaldi Margt bendir til þess að gjá sé að myndast á Vesturlöndum á milli múslimskra innflytjenda og þeirra sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Formaður Félags múslima á Íslandi hefur áhyggjur af þróuninni. Enn á ný heyrast raddir um að á milli múslima og kristinna manna sé óbrúanleg gjá sem breikki stöðugt. Nýlega myrti íslamskur heittrúarmaður hollenskan kvik- myndagerðarmann, franska þjóðin er klofin í afstöðu sinni um hvort banna eigi íslömskum skólastúlk- um að klæðast slæðum og ólga virðist fara vaxandi í Þýskalandi á milli innflytjenda og innfæddra. Hérlendis bendir nýleg Gallup- könnun til þess að umburðarlyndi fólks í garð útlendinga fari dvín- andi. Þannig er rúmur þriðjungur þjóðarinnar því andvígur að þeir sem flytji til Íslands eigi rétt á því að halda eigin siðum og venjum en það er mun hærra hlutfall en í sam- bærilegri könnun fyrir fimm árum. Kenningin um gjána óbrúanlegu virðist því að mörgu leyti eiga við rök að styðjast. Slæm en skiljanleg þróun Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir engum blöðum um það að fletta að íslenska þjóðin er ekki eins jákvæð í garð útlendinga eins og hún var til skamms tíma. „Þetta er ekki góð þróun en miðað við hvernig um- ræðan hefur verið um útlendinga undanfarin ár þá tel ég þetta allt að því viðundandi,“ segir hann um niðurstöður könnunar Gallup sem kynnt var á dögunum þar sem fram kemur að þeim fer fjölgandi sem hafa neikvætt viðhorf til útlend- inga. „Það er búið að gera fólk hrætt við útlendinga með kerfis- bundnum hætti. Umræður um út- lendingalög og hryðjuverk svo og hræðsluáróður um að hér muni allt fara á sömu leið og á hinum Norð- urlöndunum ef hingað flyst fólk er- lendis frá eru dæmi um það.“ segir Salmann sem telur þó að þar sem er mikill samgangur á milli Íslend- inga og fólks sem er af erlendu bergi brotið, eins og til dæmis í Reykjavík og á Vestfjörðum, sé ástandið mun betra. Hvernig skyldi Salmann líða við að heyra að ríflega þriðjungur þjóðarinnar telji að hann eigi ekki að hafa rétt til þess að halda siðum sínum og venjum? „Í raun og veru vorkenni ég svona fólki því það veit ekki um hvað það er að tala. Hvað er það sem fólk er hrætt við? Það getur ekki dæmt fólk af öðru þjóðerni án þess að þekkja þá siði og venjur sem það hefur tileinkað sér. Ég vil fá nánari skýringar á því hvað fólk er hrætt við.“ Ástandið hefur versnað Rúmir þrír áratugir eru síðan Salmann fluttist hingað til lands. Þá var tekið vel á móti honum og hann festi hér rætur á tiltölulega skömmum tíma. Veður hafa hins vegar skipast í lofti á síðustu árum. Salmann segist ekki verða persónulega fyrir aðkasti en um- ræðan fer hins vegar oft fyrir brjóstið á honum. „Maður sér hvernig er skrifað í blöð og á net- inu og stundum blöskrar manni yfir því. Við höfum sjónvarpsstöð hérna í landinu sem er að breiða út kynþáttahatur í tíma og ótíma,“ segir hann og á þar við sjónvarp- stöðina Ómega. „Venjulegir Ís- lendingar, oft fullorðið fólk sem er að bera sig eftir trúarlegum boðskap heyrir slíkan boðskap og auðvitað fær það neikvæða mynd af okkur. Þegar ég kom til Íslands þá var enginn svona áróður. Mér finnst ástandið því hafa versnað.“ Ekki hægt að taka einn hóp fyrir Morðið á hollenska kvikmynda- gerðarmanninum Theo Van Gogh hefur vakið óhug víða um heim en hann hafði gagnrýnt múslima og varað við uppgangi þeirra. Atburð- urinn hefur gefið þeim röddum byr undir báða vængi að í skjóli um- burðarlyndis hafi múslimum leyfst að kynda undir hatri og þröngsýni í garð annarra. Salmann segir þetta ekki ólíklegt svo langt sem það nái en hins vegar verði að gæta sann- girni í umræðunni. „Auðvitað eru til brjálæðingar og morðingjar í öllum þjóðfélögum og trúarbrögð- um en ég held að múslimar séu eini trúarhópurinn sem þarf að sitja undir því að ef einn meðlimur hans fremur glæp þá þurfa allir að bera ábyrgð,“ segir hann og bendir á að samfélagið eigi að koma í veg fyrir að ofstæki nái að festa rætur og þá gildi einu hvaða nafni það nefnist. Að mati Salmanns getur ofstæk- ið birst á ýmsan hátt. „Tökum Frakkland sem dæmi þar sem ísl- ömskum stúlkum er bannað að hafa slæðu á höfðinu í skólanum. Þetta er nákvæmlega eins og í Saudi- Arabíu þar sem konur eru skyldað- ar til að bera slæðu.“ Af sömu rót er umræða runnin um að sumir múslimar hafi notfært sér virðingu fólks fyrir réttindum hópsins til að ástunda sína siði og kúgað konur sínar í skjóli hennar. Salmann telur að þetta geti vel átt við rök og styðjast en ítrekar aftur nauðsyn þess að samfélagið og yfirvöld séu á varðbergi gagnvart slíku, sama hvaða þjóðfélagshópur á í hlut. Hann varar hins vegar við því að menn líti svo á að tveir ósættanlegir menningarheimar séu að mætast því þar með firri menn sig ábyrgð á því að leysa vandann og bjóði í staðinn hætt- unni heim á að ástandið versni enn frekar. Tímabundinn vandi Þrátt fyrir allt er Salmann bjartsýnn á að betri tíð sé í vænd- um. „Þessi gjá á milli evrópskra múslima og kristinna er tiltölu- lega nýtilkomin og ég held að í fyllingu tímans muni jafnvægi komast á hlutina. Ég vonast til að ef lausn finnst á ástandinu í Palestínu þá muni jafnvægi kom- ast á vegna þess að við þurfum hvert á öðru að halda. Fimmtung- ur mannkyns er íslamstrúar og fólk mun gera sér grein fyrir því að það fær ekki staðist að við búum í heimi þar sem fimmti hver maður er illvirki,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. ■ Kvefpestir fátíðar: Fáir með hor í nös HEILSA Þrátt fyrir metkulda síðustu daga virðist heilsu- far lands- manna í sæmi- legu horfi og fáir eru haldn- ir svæsnu kvefi líkt og ætla mætti. Starfsfólki lyfjaverslana ber saman um að ekki seljist meira en vanalega af vörum á borð við norska brjóstdropa, Strepsiltöflur og nefúða og kom það reyndar á óvart þar sem margir telja víst að kvefið hellist yfir í kjölfar kuldanna. Kvef er annars einn algengasti sjúkdómurinn sem hrjáir mann- kynið. Það er afar hvimleitt og getur reynt á sálartetur þeirra sem við það stríða. Hnerri á hnerra ofan er afskaplega pirr- andi svo ekki sé nú minnst á nef- rennslið. Kvefveirur smitast helst með hnerra eða hósta en einnig geta þær borist á milli manna við snertingu. Handþvottur er því mikilvægur sem og að hnerra og hósta í vasaklút. - bþs SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL INNFLYTJENDUR OG INNFÆDDIR SALMANN TAMIMI „Maður sér hvernig er skrifað í blöð og á Netinu og stundum blöskrar manni það“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.