Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 16
Nú er búið að tilkynna að skattar verði lækkaðir. Þá eigum við öll að verða voðakát. Mér finnst rétt að lækka skatta hjá fólki sem hefur lægstu launin og reyndar ósvinna að það fólk borgi skatta núna. Ég sé hins vegar enga ástæðu til að lækka skatta hjá öðrum. Réttara er að útvega framhaldsskólunum og háskól- unum næga fjármuni til að þeir geti tekið við öllum þeim sem vilja stunda þar nám. Í sumar bárust þær fréttir að vegna fjár- skorts gætu framhaldsskólarnir ekki tekið við öllum nemendum sem sóttu þar um. Því var snar- lega bjargað og fjármunir útveg- aðir. Það fór hins vegar ekki eins hátt að einungis var hægt að taka við þeim sem voru að útskrifast úr grunnskóla, ekki hinum sem af einhverjum ástæðum höfðu einhvern tímann hætt námi. Samt þykjast stjórnmálamenn á tyllidögum hafa áhyggjur af brottfalli úr skóla. Ný hagfræðikenning hefur verið sett fram í tilefni skatta- lækkananna. Hún er sú að á þenslutímum verði að draga saman seglin og þess vegna þurfi að lækka skatta, vegna þess að annars eyði ríkissjóður alltof miklum peningum. Ríkssjóður eyðir nefnilega alltaf öllum þeim peningum sem koma inn, varla annað að heyra. Svei mér þá ef það er ekki varaformaður fjár- laganefndar Alþingis sem heldur fram þessari nýju hagfræði. Það er naumast að hann treystir þeim vel sem fara með fjármál ríkisins, en mann á kannski ekki að undra skoðun þingmannsins. Okkur hefur verið sagt nokkur ár í röð að reksturinn á ríkissjóði sé mjög aðhaldssamur og sam- þykkt eru fjárlög sem eiga að skila afgangi. Það er ekki talað jafnhátt um ríkisreikninginn sem kemur árum seinna og þá kemur alltaf í ljós að ríkissjóður var rekinn með halla. Ríksendur- skoðun skrifar skýrslu um slæ- legan rekstur á ríkissjóði og ráðamenn segja að hún sé mis- skilningur frá upphafi til enda. Það eru alltaf allir að misskilja allt í þessu þjóðfélagi, nema ráðamennirnir. Grunnskólakennarar fengu að því er virðist bærilega launa- hækkun. Ekki veitti af. Fyrir all- mörgum árum var kennaranám fært af framhaldsskólastigi yfir á háskólastig. Því hlaut að fylgja að grunnskólakennarar gerðu kröfur um að fá laun sem hægt er að bera saman við laun ann- arra með sambærilega menntun. Það virðist þó síður en svo hafa legið í augum uppi. Allavega þurftu grunnskólakennararnir að leggja meira á sig en margar aðrar stéttir til að ná sínu fram, líklegast er það vegna þess að stéttin er kvennastétt og konur eru seinþreyttari til vandræða í þessum efnum en karlar. En það er samhengi í hlutunum, þó menn vilji ekki horfast í augu við það, og því hlaut að koma að því að kennarar heimtuðu sitt. Atvinnustefnan í landinu byggist fyrst og fremst á stór- iðju. Kárahnjúkana þarf ekki að tala um. Varla líður sú vika að ekki berist tíðindi úr einhverju sveitarfélagi þar sem forsvars- menn telja auðsætt að næsta stóriðjuframkvæmd verði heima hjá þeim. Stóriðju fylgja lág- launastörf. Kannski er þrátt fyrir allt eitthvert samhengi í þessu öllu hjá ráðamönnum. Við þurfum ekki vel menntaða kenn- ara og við þurfum ekki peninga í framhaldsskólana eða háskólana vegna þess að við erum að byggja upp þjóðfélag þar sem vinnuaflið þarf frekar litla menntun en mikla. Við lækkum skattana og kom- um upp einkareknum skólum og einkareknum sjúkrahúsum ó þeir sem vilja læra geta bara borgað fyrir sig sjálfir og þeir sem verða veikir geta líka borg- að. Við þurfum enga stóra sam- eiginlega sjóði til að standa und- ir því, vegna þess að stjórnmála- mönnunum er ekki treystandi. Þeir eyða alltaf öllu sem þeir komast yfir. Svona skil ég nýju hagfræðina og samhengið í gerð- um ráðamanna þjóðarinnar. Það verður aldeilis gaman að eiga heima hérna eftir tuttugu ár, þegar mennta- og atvinnustefnan hefur skilað sér til fulls. ■ Norðurskautsráðið kemur saman hér í Reykjavík nú í vik-unni. Íslendingar hafa gegnt formennsku í því umtveggja ára skeið og taka Rússar nú við forystu í ráðinu. Formennska okkar er dæmi um meiri þátttöku Íslendinga í al- þjóðlegu samstarfi nú á dögum, og hvernig við getum haft áhrif á alþjóðavettvangi þótt smá séum. Í formennskutíð okkar hefur verið gerð yfirgripsmikil skýrsla um mannlíf á norðurslóðum og verður hún lögð fram á fundinum. Í skýrslunni er í fyrsta skipti gerð samanburðarkönnun á lífsskilyrðum íbúa á norður- slóðum. Við fyrstu sýn á landakorti virðist þessi heimshluti að miklum hluta þakinn ís, en svo er ekki. Þau lönd sem eiga full- trúa í Norðurskautsráðinu auk okkar eru Kanada, Danmörk (fyrir Grænland og Færeyjar), Finnland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin. Á þessu svæði búa um fjórar milljónir manna sem tala mörg tungumál og eiga margskonar uppruna. Landsvæðið sem um ræðir er um einn sjötti hluti jarðarinnar eða um 30 milljónir ferkílómetra. Heimskautalöndin búa yfir miklum náttúruauðlindum og þar er umhverfið mun hreinna en víða annars staðar í heimin- um. Það er því eftir miklu að sækjast að viðhalda byggð á þess- um svæðum og nýta það sem þau búa yfir. Í skýrslunni er fjall- að um þá möguleika sem þetta svæði heimsins býr yfir, og hvað megi gera til að bæta lífskjör manna sem búa þar. Rætt er um að nýta nútímatækni til að bæta lífskjörin, jafnframt því sem sérstaða mannlífsins á þessum slóðum verði varðveitt. Í skýrsl- unni er ekki horft fram hjá því að víða í þessum heimshluta er við erfið félagsleg vandamál að glíma. Vandamálin mega hins- vegar ekki verða til þess að menn gleymi góðum árangri sem náðst hefur á öðrum sviðum. Við gerð skýrslunnar komust höf- undarnir að því að víða er þekkingarskortur varðandi þetta heimssvæði og það verður þá framtíðarverkefni Norðurskauts- ráðsins að bæta úr því. Í formála skýrslunnar segir Davíð Oddsson utanríkisráð- herra að í henni sé leitast við að víkka sjóndeildarhring okkar með því að varpa ljósi á félagslega, efnahagslega og menning- arlega hlið lífsins á norðurslóðum. Þá segir ráðherrann að skýrslan ætti að ryðja brautina fyrir nýjar rannsóknir og auka almennan áhuga á málefnum sem varða norðurheimskautið. Það kemur í hlut Rússa að halda áfram því verki sem unnið hefur verið í formennskutíð Íslendinga og vegna þessara tíma- móta hjá Norðurskautsráðinu er von á utanríkisráðherra þeirra hingað til lands í vikunni. Rússar ætla að leggja fram vinnu- áætlun fyrir næstu tvö ár þar sem þeir segjast ætla að leggja áherslu á þá stefnu sem Rússlandsforseti hefur markað varð- andi norðurhéruð Rússlands. Þar er fjallað um félagslega og efnahagslega þróun svæðisins, varðveislu þess og átak í um- hverfisvernd, auk stuðnings við frumbyggja þess. Rússar hafa oft og tíðum ekki verið taldir í fararbroddi í um- hverfisvernd og í umgengni við náttúruna en þeir hafa í seinni tíð tekið sig á, ekki síst vegna hvatningar og með aðstoð norrænna nágranna sinna. ■ 23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON FRÁ DEGI TIL DAGS Samhengi hlutanna Málsvörn og minningar Matthías Johannessen fyrrverandi rit- stjóri Morgunblaðsins hefur sent frá sér ritið Málsvörn og minningar sem útgefandinn Vaka-Helgafell kallar „uppgjör við samtímann“. Ekki er víst að það sé góð lýsing á innihaldinu því hér er frekar um að ræða athuga- semdir og vangaveltur Matthíasar um sam- tíma og skáldskap, lífið og listina. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra, sem var samstarfsmaður hans á Morgunblaðinu um árabil, ritar um bókina á heimasíðu sína og staldrar við eftirfarandi ummæli í dagbókarfærslu frá 16. október árið 2000 sem Matthí- as birtir í bókinni. Matthías hefur þá hitt Davíð Oddsson á förnum vegi: „Davíð nefndi ekki að ég væri að hætta á Morgunblaðinu, hvað þá að hann hefði hug á taka við af mér. Með því að segja mér frá því að þeir Hall- dór Ásgrímsson hefðu átt gott samtal, held ég hann hafi verið að gefa mér í skyn að hann hefði ekki áhuga á mínu starfi við blaðið. Ég sagði við hann að augljóst hefði verið að Halldór hefði verið orðinn argur í stjórnarsamstarf- inu, en þá svaraði Davíð, Ég var líka orðinn mjög argur!“ Davíð ritstjóri? Ólíklegt er að venjulegur lesandi skilji hvað Matthías er að fara þarna því aldrei hefur verið skýrt frá því opinber- lega að einhverjir í hópi eigenda Morgunblaðsins munu hafa haft áhuga á því að Davíð yrði ritstjóri þeg- ar Matthías hætti. En gefum Birni orð- ið: „Hér er margt sagt í fáum orðum, en eins og við vitum hætti Matthías á blaðinu, án þess að ritstjóri yrði ráðinn í hans stað, heldur tveir aðstoðarrit- stjórar í tilraunaskyni auk annarra breytinga á yfirstjórn ritstjórnar. Ég ætla ekki að leggja út af þessum orð- um Matthíasar hér og nú, en endurtek að í bók hans er að finna mikinn fróð- leik ... Matthías var ritstjóri Morgun- blaðsins í meira en 40 ár og hann hef- ur greinilega kviðið því að hætta á blaðinu.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ORÐRÉTT Stóð það til? Ekki benda á mig! Fyrirsögn greinar eftir Birgi Her- mannsson stjórnmálafræðing. DV 22. nóvember. O tempora! O mores! Fyrir tæplega hálfri öld sátu kaupsýslumenn í hádeginu á Grilli, Holti eða Nausti og létu færa sér séreldaðan mat. Sumir voru þar í hverju hádegi. Nú standa þeir í biðröð á Vox til að sækja sér forunninn mat. Í mesta lagi einu sinni í viku. Jónas Kristjánsson ritstjóri saknar gömlu góðu daganna. DV 22. nóvember. Vegir Drottins Kirkjukúrinn góður fyrir þá sem elska að borða. Fyrirsögn fréttar um nýjan megrun- arkúr í Keflavík. Morgunblaðið 22. nóvember. Enginn öryrkjataxti Forseti borgarstjórnar Reykja- víkur fer um áramótin í sex mánuði til að kynna sér gang mála í Brussel fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga. Árni Þór Sigurðsson fær 600 þúsund krónur á mánuði í laun og má leigja sér íbúð á 250 þúsund á mánuði og verja 300 þúsundum mánaðarlega í annan dvalar- kostnað. Frétt undir fyrirsögninni „Tíu millj- ón króna Brussel-ferð Árna“. DV 22. nóvember. Réttlætið verra Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti var einhverju sinni sagt. Það á svo sannarlega við um núverandi ríkisstjórn Ís- lands. Ögmundur Jónasson þingflokksfor- maður Vinstri grænna. Morgunblaðið 22. nóvember. Svoldið flókið? Ísland hefur þá sérstöðu að fáar ríkar þjóðir hafa glatað jafnstór- um hluta af þeim auðlindum sem felast í gróðri og jarðvegi. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Morgunblaðið 22. nóvember. Viðskiptafræði fyrir lengra komna Nú er það ekki þannig að það borgi sig aldrei að fara út í sam- keppni í verði. Friðrik Eysteinsson rekstrarhag- fræðingur. Viðskiptablaðið 19. nóvember. Segðu! Það er ljúf atvinna að vera vín- bóndi, í fegurð og sól, á indælum vínekrum... Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur skrifar frá Frakklandi. Morgunblaðið 22. nóvember. Í DAG SKATTALÆKKANIR VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Mér finnst rétt að lækka skatta hjá fólkinu sem hefur lægstu launin og reyndar ósvinna að það fólk borgi skatta núna. Ég sé hins vegar enga ástæðu til að lækka skatta hjá öðrum. ,, Formennska okkar er dæmi um meiri þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi nú á dögum. Líf á norður- slóðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.