Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 25
Ríkisstjórn Íslands hefur í hyggju að selja Landssíma Íslands hf. og um leið tryggja takmarkaða sam- keppni á markaði. Samkeppnin verður takmörkuð að því leyti að ríkisstjórnin hyggst einkavæða grunnnetsrekstur Landssíma Ís- lands hf. með fyrirtækinu og þá um leið tryggja nýju fyrirtæki á markaði einokunaraðstöðu á grunnnetssviði. Það er einkenni- legt og í raun dularfullt að ríkis- stjórn Íslands skuli ekki nota tæki- færið og tryggja ótakmarkaða samkeppni á markaði með því að- skilja grunnnetið frá sölu Lands- síma Íslands hf. Sá sem pistilinn skrifar hefur lagt fram tvær fyrir- spurnir á Alþingi sem lúta að þessu máli. Sú fyrri var til sam- gönguráðherra þar sem spurt er hvort hægt sé að aðskilja grunn- línukerfi Landssíma Íslands hf. frá fyrirtækinu. Hvort það sé tæknilega flókið og ef svo er, á hvaða hátt? Sú seinni var til fjár- málaráðherra en þar var spurt um eftirfarandi: a) Hvert er talið söluandvirði grunnlínukerfisins á markaði nú og hversu hátt hlutfall er það talið vera af söluandvirði Landssíma Ís- lands hf.? b) Hefur verið athugað hvort gerlegt sé fyrir ríkið að selja Landssíma Íslands hf. án grunn- línukerfisins og ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar? c) Hefur verið athugað hvort ríkið geti not- ið tekna af grunnlínukerfinu eftir aðskilnað frá Landssíma Íslands hf. og ef svo er, hverjar voru nið- urstöðurnar? Þessum fyrirspurn- um hefur enn ekki verið svarað. Í umræðunni hefur margsinnis verið rætt um grunnlínukerfi Landssíma Íslands hf. Ég tel rétt að fólkið í landinu upplýsist betur um grunnnetið, úr hverju það er og hvaða hlutverki það gegnir. Einfalda hluti má misskilja og hætt er við að ryki sé kastað í augu almennings þegar jafn viðamikil hagsmunarmál eru til umfjöllunar í þjóðfélaginu. Í fyrsta lagi má nefna kopar- netið eða allar heimtaugar og leigulínur sem tengjast beint í hús til notanda. Þá kemur að ljósleið- aranetinu en kerfið er umhverfis landið og í þriðja lagi er svokallað SDH net en þar um að ræða fjöl- rásakerfið sem byggt er ofan á kopar og ljósleiðaranetið. Fyrir- tæki sem vilja veita almenna tal- símaþjónustu eða DSL þjónustu verða að ráða yfir aðgangi að heimtaug til notandans með einum eða öðrum hætti. Hér á landi er einungis um eitt heildstætt grunnnet að ræða. Það er enginn annar kostur í stöðunni. Víða ann- ars staðar eru fleiri kostir í stöð- unni m.a. í Benelux-ríkjunum. Uppbygging á nýju neti kostar óheyrilega mikið fjármagn en þess má geta, að við skattborgarar greiddum fyrir grunnnetinu, eins og það liggur fyrir í dag. Því má segja, að ef Landssími Íslands hf. fari á markað með grunnnetinu, þá muni einokunarstaða fyrirtækis- ins ekkert breytast. Alla vega ekki er varðar koparnetið. Ef hægt er að aðskilja grunnnetið frá fyrir- tækinu þá um leið gefst stjórn- málamönnum gullið tækifæri til að afstýra því að eitt fyrirtæki á markaði njóti einokunaraðstöðu. Ef einkavæða á Landssíma Íslands hf., þá verður sú einkavæðing að vera háð því skilyrði að fyrirtæk- inu verði skipt upp og grunnlínu- kerfi fjarskipta á Íslandi tilheyri áfram íslensku þjóðinni. ■ Ef einkavæða á Landssíma Íslands hf., þá verður sú einkavæð- ing að vera háð því skilyrði að fyrirtækinu verði skipt upp og grunnlínukerfi fjarskipta á Íslandi tilheyri áfram íslensku þjóðinni. Einokun á fjar- skiptamarkaði ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2004 Heldur uppi merki Novosti Ég sagði frá því í síðasta pistli, að ég hefði heimsótt kommúnistasafn í Prag. Þar voru sýnd áróðursplaköt gegn Bandaríkj- unum og þegar þau eru skoðuð kemur í ljós, að í þeim er einmitt sami tónn og í þessum leiðara Jónasar Kristjánssonar [um að stjórnendur Bandaríkjanna ættu heima á hæli]. Þegar ég starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu fengum við daglega sendingu úr sovéska sendi- ráðinu í nafni Novosti-fréttastofunnar og var uppistaðan í þeim áróðri, að ofstæk- ismenn, sem best væru geymdir á hæli, stjórnuðu ferðinni í Bandaríkjunum og ógnuðu heimsfriði – nú er Novosti á öskuhaugi sögunnar en Jónas Kristjáns- son heldur merkinu enn á loft! Björn Bjarnason á bjorn.is Sakna Þórólfs Ég held að fólk sakni Þórólfs [Árnasonar] almennt og virðist mér almennur vilji innan Ungra jafnaðarmanna til að fá hann á fullt í pólitík. Það verður tíminn þó að leiða í ljós. Stefán Ómar Stefánsson á politik.is Meðferðarkerfið til endur- skoðunar Það er löngu kominn tími til þess að allt meðferðarkerfið á Íslandi verði skorið upp og tekið til endurskoðunar. Það er að mörgu leyti þannig að SÁÁ rekur fag- legt og gott sjúkrahús þar sem áralöng þekking hefur safnast saman og fagfólk í flestum stöðum. Hins vegar er ótækt að fárveikir vímuefnasjúklingar með geð- sjúkdóma séu þeir fyrstu sem verða fyrir niðurskurðarhnífnum. Þetta er kolröng forgangsröðun. Hvers vegna eru afeitr- unarstöðvar á Íslandi fleiri en ein? Hver vegna má ekki reka þessa starfsemi miðlægt eins og aðra hluta heilbrigðis- þjónustunnar? Hér er ekki átt við að einn aðili geri allt en í dag er það þannig að margar stofnanir og staðir sinna þessari þjónustu og flestir þessara aðila tala ekkert saman. Grímur Atlason á vg.is/postur Billegt svar Steinunnar Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í þætti hjá Jóni Ársæli að kannski væri bara talað svona um sig af því hún er kona. Hún var að svara því hvort hún væri málamiðlun – óvæntur sigurvegari í einhvers konar pólitískum Survivor leik. Ég vona að ég sé að fara rétt með, sá bara kynningu á þættinum þar sem þetta kom fram. En þetta er svolítið billegt svar. Atburðarásin innan R-listans var vissulega þannig að enginn bjóst við Steinunni sem borgarstjóra. Ekki hefur hún atfylgi sitt til dæmis vegna sigurs í prófkjöri. Eða vegna þess að hún hafi verið talin öflugt leiðtogaefni sem hrífur borgarbúa. Hún varð borgarstjóri vegna þess að eftir mikið makk gátu VG og for- ysta Framsóknar sætt sig við hana. Egill Helgason á visir.is Vinstristjórnin hækkar skatta Það kemur líklega fáum á óvart að vinstristjórnin í Reykjavík hafi nú ákveð- ið að hækka skatta á borgarbúa, en út- svar næsta árs hækkar úr 12,7% í 13,03%, og raunar hækka fasteigna- skattar á íbúðarhúsnæði jafnframt. Það hefur ítrekað sannað sig að vinstrimenn treysta einstaklingum ekki fyrir sínum eigin fjármunum. Af einhverjum ástæð- um virðast þeir telja að stjórnmálamenn séu betur til þess fallnir að eyða pening- um skattgreiðenda Ragnar Jónasson á sus.is GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ALÞINGISMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS UMRÆÐAN FJARSKIPTI ,, AF NETINU Merkimiðar við hendina • Á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62 mm breidd • 50 miðar á mínútu • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti merkimiðaprentarinn á markaðnum Umboðsmenn um land allt Kynningarverð t i l áramóta Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is QL-550 12.999 kr. A ug l. Þó rh ild ar 1 39 0. 37

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.