Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Á Dalvík. Þeim fækkaði um sex. Hún er pólsk. 30 23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Davíð Steingrímsson er vafalítið einn dyggasti aðdáandi Bítilsins Sir Paul McCartney hér á landi. Hann hefur farið á tíu tónleika með kappanum, þar á meðal fimm tónleika í röð í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Ók hann rúma sjö þúsund kílómetra á tveimur vikum til að geta fylgst með goðinu sínu flytja sín fræg- ustu lög, sveiflandi kollinum með bassagítarinn í hendi. „Þetta byrjaði þegar ég elti hann í Bandaríkjunum árið 2002,“ segir Davíð, sem var þá að vinna þar í landi. „Ég var búinn að fara á mikið af tónleikum hjá hinum og þessum, þar á meðal U2, R.E.M. og Pink Floyd, en var alltaf að bíða eftir Paul. Í Bandaríkjunum komst ég ekkert nálægt honum en það var svo í Parken í Danmörku í fyrra sem ég náði að komast fyrstur inn og var fremstur við sviðið,“ segir hann. „Þá lét maður eins og vitleysingur og maður var í algjöru sjokki. Ég var alltaf að spjalla við hann og hann spjallaði alltaf við mig á móti. Hann var kannski að taka sóló og ég kallaði á hann: „You are the man“ og hann kallaði til baka: „No, you are the man“. Hann svaraði mér alltaf og var hress og kátur.“ Tveimur dög- um seinna fór Davíð á tónleika með McCartney í Stokkhólmi þar sem hann sat rétt hjá sviðinu. Þegar Bítill- inn var búinn með nokkur lög sagðist hann kannast við einhvern í áhorfenda- hópnum og veifaði þá til Davíðs. Var hann mjög upp með sér, eins og gefur að skilja. Nokkru síðar þegar Davíð fór á tvenna tónleika með Mc- Cartney í Horsens Forum í Dan- mörku var hann að sjálfsögðu mættur fremst við sviðið. Við upphaf fyrri tónleikanna labbaði McCartney að honum og heilsaði og ætluðu nærstaddir tónleika- gestir varla að trúa sínum eigin eyrum. Við lok tónleikanna kastaði Davíð síðan Sgt. Pepper's- plötuumslagi Bítlanna upp á svið og ritaði McCartney nafn sitt á hana með glöðu geði. Var það eina eiginhandaráritunin sem hann gaf það kvöld. Davíð, sem er 36 ára, segist alla tíð hafa dáð Paul McCartney. „Ég er alinn upp við þessa tónlist og ég uppgötvaði hann mjög ung- ur. Það er mjög spennandi að vera aðdáandi hans. Hann er mjög fjöl- hæfur og afkastamikill tónlistar- maður. Það skiptir líka máli að textarnir hans fjalla allir um eitt- hvað gott,“ segir aðdáandi Sir Paul McCartney númer eitt að lokum. freyr@frettabladid.is Hugi Halldórsson, betur þekktur sem Ofur-Hugi í 70 mínútum, verður eftir á Popptívi þegar fé- lagar hans Auddi, Sveppi og Pétur færa sig yfir á Stöð 2 um áramót. Hugi hefur stýrt 70 mínútum með þeim félögum síðustu sjö mánuði. „Ég verð eftir á Popptívi og það verður settur nýr og vonandi skemmtilegur þáttur í loftið,“ seg- ir Hugi sem lá veikur heima þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er ekki búið að ákveða hvern- ig þáttur þetta verður svo það er voðalega erfitt að tala um hann. En ég vonast til að það verði ein- hverjir ráðnir til að vinna með mér.“ Ofur-Hugi segir það ekki hafa komið til tals að hann fari með öðrum þáttagerðarmönnum úr 70 mínútum yfir á Stöð 2. „Þeir eru á launum hjá Stöð 2 við að gera Svínasúpuna, sem ég hef ekki komið nálægt, og þennan nýja þátt,“ segir Hugi sem finnst hann þó ekki vera skilinn út undan. „Nei, alls ekki. Ég er það nýr og bara búinn að vinna í sjö mánuði í sjónvarpi svo ég get ekki farið fram á það mikið.“ ■ Hugi skilinn eftir á Popptívi HUGI HALLDÓRSSON Hann hefur reynt ýmislegt með þeim félögum í 70 mínútum. Þeir ætla hins vegar að skilja hann eftir á Popptívi þegar þeir fara yfir á Stöð 2. Dótið? Robosapien Sem er? Fjarstýrt vélmenni sem hentar börn- um jafnt sem fullorðnum. Robosapien er 35 sentimetrar á hæð, hvítt og svart á lit og minnir um margt á Startroopers vél- mennin úr Star Wars. Vélmennið veg- ur um tvö og hálft kíló með batterí- um. Vélmennið gengur fyrir fjórum D-batteríum en auk þess þarf þrjú AAA-batterí í fjarstýringuna. Þegar kveikt er á vélmenninu teygir það úr sér, hristir mjaðmirnar og gef- ur frá sér smá hljóð til að láta vita að það sé vaknað. Tæplega 70 aðgerðir er hægt að fram- kvæma með fjarstýringunni. Auk hefðbundinna aðgerða, eins og að láta vélmennið labba fram og til baka, beygja sig og hneygja, er einnig hægt að láta það taka upp hluti, hlaupa og sofa svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess er hægt að láta for- rita fjögur prógrömm sem vélmennið fram- kvæmir. Vélmennið gleymir að vísu prógramminu um leið og slökkt er á því en það á að vera hægt að for- rita aðgerðir af netinu sem vél- mennið gleymir ekki jafn auð- veldlega. Ef vélmennið er látið standa að- gerðarlaust í tvær mínútur fer það í svefnstöðu og ef það stendur aðgerðarlaust í tvo tíma slekkur það á sér. Vélmennanörd hafa mörg bent á að Robosapien skilur hvorki mannamál né getur séð hluti eins og kollegi hans AIBO frá Sony. Verð? Hægt er að fá Robosapien á heimasíðunni thinkgeek.com og þar kostar vél- mennið um sex þúsund krónur. ■ DÓTAKASSINN 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ...fá Beach Boys fyrir frábæra tónleika í Laugardalshöll. HRÓSIÐ ■ TÓNLIST – hefur þú séð DV í dag? ÁRAMÓTASKAUPIÐ: Sveppi og Jón Gnarr til liðs við Spaug- stofuna Aðdáandinn Davíð Steingrímsson: Fékk áritun hjá Sir Paul McCartney Spjallaði við goðið á tónleikum DAVÍÐ STEINGRÍMSSON Davíð Steingrímsson með árituðu Sgt. Pepper-plötuna sína. Davíð á allar plötur Paul McCartney, alls um 180 eintök. M YN D /V IL H EL M Lárétt: 1 þykir miður, 6 for, 7 á stundinni, 8 í röð, 9 elskar, 10 sonur, 12 auðug, 14 ósk, 15 stafur, 16 jökull, 17 málmur, 18 væta. Lóðrétt: 1 skott, 2 sár, 3 tveir eins, 4 nóg að sýsla, 5 forn stafagerð, 9 for, 11 læsa, 13 veðurguð, 14 árstími, 17 ekki. Lausn Lárétt: 1harmar, 6aur, 7nú,8lm,9ann,10 bur, 12rík,14von,15ká,16ok,17eir, 18raki. Lóðrétt: 1hali,2aum,3rr, 4annríki,5rún,9 aur, 11loka,13kári,14vor, 17ei. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á ÞRIÐJUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.