Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR NÝ FASTEIGNALÖG Klukkan 12:15 í dag flytur Viðar Már Matthíasson, prófess- or við lagadeild HÍ, erindi um ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa í mál- stofu Lagastofnunar, stofu 101 í Lögbergi við Háskóla Íslands. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 24. nóvember 2004 – 322. tölublað – 4. árgangur ● snýr aftur í skaupinu Læknirinn skæði Saxi læknir: ▲ SÍÐA 34 SKATTAFRUMVARP GAGNRÝNT Í umræðum um tekjuskattsfrumvarp á Al- þingi í gær var ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að auka þenslu og hygla hátekjufólki. Sam- fylkingin var sökuð um hringlandahátt í skattastefnu sinni. Sjá síðu 2 VANNÆRING Í ÍRAK Þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins segir skýrslu um aukna vannæringu íraskra barna ekki koma á óvart. Hann telur ástand í landinu þó betra en áður. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir niðurstöðurnar skelfilegar. Sjá síðu 4 ÖRYRKJUM FJÖLGAR Öryrkjum fjölg- ar meira nú en fyrri ár. Aukningin jókst eftir að læknar utan Tryggingastofnunarinnar tóku að meta örorkuna. Greiðslur hafa hækkað úr fimm milljörðum í tólf. Ráð- herra vill rannsókn. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 ● jólin koma Býr til jólaskrautið sjálfur Kalli Bjarni: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS RIGNING EÐA SKÚRIR einhvern hluta dagsins á landinu, fyrst suðvestan til. Þessu valda skil á norðurleið. Fyrir norðan verður þetta slydda eða jafnvel snjór síðdegis. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið HRINGRÁSARBRUNINN Um sex hund- ruð íbúar Kleppsvegar og ná- grennis fengu að halda heim um miðjan dag í gær eftir að hafa þurft að yfirgefa híbýli sitt í hasti undir miðnætti í fyrrakvöld. Enn er ógjörningur að meta tjónið sem hlaust af en ljóst að það er umtals- vert. Skemma Hringrásar varð eldinum að bráð og allt sem í henni var auk þess sem talsverð verð- mæti voru í dekkjahaugnum sem brann til kaldra kola. Starfsemi lá niðri í mörgum nærliggjandi fyrir- tækjum í gær og eigur sumra þeirra eyðilögðust vegna reyks og sóts. Matvælafyrirtæki í grennd- inni þurfti að farga allri fram- leiðslu sinni. Ónefndar eru þær skemmdir sem urðu á heimilum. Á fjórða hundrað tók þátt í sam- hæfðum aðgerðum björgunaraðila og hafa ekki fleiri komið að slíkum verkum fyrr. Um 80 slökkviliðs- menn stóðu í ströngu um langa hríð, yfir 30 lögreglumenn komu að verk- inu, 90 björgunarsveitarmenn og 50 liðsmenn Rauða krossins auk fjölda annarra, eins og strætisvagna- og leigubílstjóra. Mönnum ber saman um að allar aðgerðir hafi tekist vel og gott samstarf ríkt. Hringrás hefur komið töluvert við sögu á liðnum árum vegna mengunar í jarðvegi. Árið 1989 greindist eiturefnið PCB í jarðvegi á athafnasvæði þess en umhverf- isráðuneytið gaf út fyrsta starfs- leyfi fyrirtækisins 1991. Tveimur árum síðar var fullyrt að PCB- mengun á lóð Hringrásar væri eitt mesta umhverfisvandamál sem komið hefði upp á Íslandi. Þá vildi Katrín Fjeldsted, þáverandi for- maður heilbrigðisnefndar Reykja- víkur, að fyrirtækið yrði flutt af núverandi athafnasvæði. Heil- brigðiseftirlit borgarinnar gaf hins vegar út leyfi í september 1999 til 5 ára og rann það út í haust. Þá hófst vinna við endur- nýjun leyfisins. Árið 2001 sekkjaði fyrirtækið PCB-menguðum jarð- vegi sem komið var fyrir í land- fyllingu í Sundahöfn og á lóð fyrir- tækisins. - bþs - ghg sjá síður 10 - 17 Auður Laxness: Stefnir Hannesi DÓMSMÁL Auður Laxness, ekkja Halldórs Kiljans Laxness, hefur stefnt Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni prófessor fyrir að hafa brotið á höfundarrétti Halldórs með „ítrekuðum og grófum hætti“ í fyrsta bindi ævisögu skáldsins sem kom út í fyrra. Hannesi er stefnt fyrir 120 at- riði sem sögð eru framin af ásetn- ingi eða stórfelldu gáleysi. Þess er krafist að Hannes verði dæmdur samkvæmt 54. grein höfundar- laga sem kveða á um fjársektir eða fangelsi í allt að tvö ár. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. - bs Írak: Ekki staðið við loforð BAGDAD, AP Háttsettur aðstoðar- maður klerksins Muqtada al-Sadr sakar írösk stjórnvöld um að ganga gegn samningi sem gerður var í ágúst til að ljúka bardögum í Najaf. Engar sérstakar hótanir komu fram, talin er aukin hætta á nýj- um bardögum milli stjórnvalda og her al-Sadrs. Aðstoðarmaðurinn sagði að stjórnvöld hafi lofað í ágúst að elta ekki uppi meðlimi hreyfingar al-Sadrs og sleppa flestum þeirra úr haldi. Við þetta hafi ekki verið staðið og fjöldi félaga hans í haldi hafi nú tvöfaldast. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Framkvæmdastjóri Hringrásar: Hugurinn hjá fólki sem flúði BRUNI Hringrás varð fyrir verulegu tjóni í brunanum í fyrrinótt að mati Einars Ásgeirssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Hann segir að tryggingafélag sé að meta tjónið og ekki sé hægt að slá neinu föstu sem stendur. Það sé líka aukaatriði í mál- inu þar sem hugurinn sé hjá fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í tengslum við brunann. Einar segir að í kjölfar þessa verði farið yfir öryggisatriði með forvarnadeild Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins til að tryggja að fólk í nágrenninu geti sofið öruggt um nætur. Hann segist hafa verið í viðræð- um við eldvarnaeftirlitið eftir að það lýsti yfir áhyggjum sínum yfir dekkjahrúgunni í sumar. Það hafi því miður dregist að fjarlægja hana. Nú sé hins vegar búið að semja við Sorpu og dekkin sem eftir eru fari þangað. Einar segist skilja vel að íbúar í nágrenni fyrir- tækisins beri blendnar tilfinningar til þess á þessari stundu. Hins vegar verði allt kapp lagt á að koma fyrirtækinu aftur í gang um leið og heimild fáist frá slökkviliði og umhverfis- og heilbrigðisstofu. - ghg FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Fylgir blaðinu í dag AUÐUR LAXNESSHANNES HÓLMSTEINN EINAR ÁSGEIRSSON Framkvæmdastjóri Hringrásar horfir á dekkjahrúguna brenna út um glugga á skrifstofu fyrirtækisins. GRÖFURNAR GLÍMA VIÐ BRUNNIÐ BRAKIÐ Ljóst er að umtalsvert tjón hefur orðið en ekki er hægt að leggja á það mat strax. Ógjörningur er að meta tjónið Ekki er enn hægt að meta tjónið sem varð af völdum brunans í Hringrás. Á sjötta hundrað þurfti að yfirgefa heimili sitt og á fjórða hundrað tók þátt í aðgerðum. Vandamál hafa fylgt Hringrás um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.